Beint á leiðarkerfi vefsins
Héraðsdómur Austurlands

Héraðsdómur Austurlands starfar samkvæmt lögum nr. 15/1998. 

Skrifstofa dómstólsins er opin frá kl. 9.00 til 12.00 og 13.00 til 16.00 alla virka daga að Lyngási 15, Egilsstöðum. 
Dómstjóri er Hildur Briem. 

Upplýsingar um dómsmálagjöld og reikningsnúmer má finna hér.

Umdæmi Héraðsdóms Austurlands er ein dómþinghá, sbr. 1. gr. reglugerðar nr. 1109/2010.
Eftirtalin sveitarfélög heyra til umdæmis hans: Borgarfjarðarhreppur, Breiðdalshreppur, Djúpavogshreppur, Fjarðabyggð, Fljótsdalshérað, Fljótsdalshreppur, Seyðisfjarðarkaupstaður, Sveitarfélagið Hornafjörður og Vopnafjarðarhreppur.  

Þingstaður: Héraðsdómur Austurlands, Lyngási 15, Egilsstöðum.

Regluleg dómþing í einkamálum eru 1. og 3. þriðjudag hvers mánaðar kl. 14.00.

Hlé eru á reglulegum dómþingum í einkamálum mánuðina júlí og ágúst svo og frá 20. desember til 6. janúar, að báðum dögum meðtöldum ár hvert. Þá falla regluleg dómþing í einkamálum niður á lögboðnum frídögum, sbr. lög nr. 88/1971.

Sumaropnun Héraðsdóms Austurlands

Í júlí og ágúst 2015 verður skrifstofa dómsins opin sem hér segir:
Frá 1. til 9. júlí er opið frá kl. 10.00 til 12.00.
Föstudaginn 10. júlí verður skrifstofan lokuð.
Frá 13. júlí til 21. ágúst verður skrifstofan opin á miðvikudögum frá kl. 10.00 til 12.00 að undanskildum miðvikudeginum 5. ágúst en þá verður skrifstofan lokuð.
Frá og með 24. ágúst til og með 28. ágúst verður skrifstofan opin daglega frá kl. 10.00 til 12.00.
Fylgst verður með símsvara og tölvupósti alla daga.
Bent er á að hægt er að sækja um búsforræðisvottorð á heimasíðu dómsins http://www.domstolar.is/austurland og verða þau afgreidd svo fljótt sem hægt er. 
Mánudaginn 31. ágúst tekur aftur við venjubundinn opnunartími, þ.e.a.s. frá kl. 9.00 til 12.00 og kl. 13.00 til kl. 16.00.

Nýir dómar

16. júlí 2015
S-21/2014 Héraðsdómur Austurlands
Hildur Briem dómstjóri

Sakfellt fyrir fjárdrátt.

16. júlí 2015
S-39/2014 Héraðsdómur Austurlands
Hildur Briem dómstjóri

Meiðyrði í garð lögreglumanns.

8. júlí 2015
E-67/2013 Héraðsdómur Austurlands
Hildur Briem dómstjóri

Fasteignakaup. Seljandi fasteignar sýknaður af kröfum kaupanda um skaðabætur eða afslátt. Aðgæsluskylda kaupanda.

11. júní 2015
E-46/2014 Héraðsdómur Austurlands
Hildur Briem dómstjóri

Fallist að hluta til á kröfu skipverja um vangoldin vinnulaun úr hendi útgerðar.


Heimasíður dómstólanna


Greiðsluaðlögun einstaklinga
Umdæmisskipting Héraðsdómstólanna

Slóðin þín:

Forsíða

Stjórnborð

Minnka leturLetur í sjálfgefna stærðStækka leturHamur fyrir sjónskerta og lesblindaHafa sambandPrenta þessa síðuVeftré

Mynd

Héraðsdómur Austurlands