• Lykilorð:
  • Börn
  • Klám
  • Kynferðisbrot
  • Lögmenn

 

D Ó M U R

Héraðsdóms Reykjavíkur 26. september 2007 í máli nr. S-190/2007:

 

Ákæruvaldið

(Kolbrún Sævarsdóttir saksóknari)

gegn

Róberti Árna Hreiðarssyni

(Einar Gautur Steingrímsson hrl.)

 

 

            Mál þetta, sem dómtekið var 6. september sl., er höfðað með ákæru útgefinni af ríkissaksóknara 7. febrúar 2007 á hendur Róberti Árna Hreiðarssyni, kennitala [...], Traðarlandi 12, Reykjavík, fyrir eftirtalin brot:

 

                                                                     A

Kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum með því að hafa:

 

 

1.     Í tvö skipti í lok júlímánaðar 2005, tælt stúlkuna A, sem þá var 14 ára, með peningagreiðslum og blekkingum og með því að nýta sér yfirburði sína gagnvart stúlkunni vegna aldurs- og þroskamunar, til að hafa við sig kynferðis­mök, í bæði skiptin í bifreið sem lagt var við frystihús í [...]. Í fyrra skiptið, er ákærði hitti stúlkuna, setti hann fingur sinn í leggöng hennar og hafði við hana samræði en í síðara skiptið fróaði hann sér yfir henni, lét hana fróa sér, lét hana hafa við sig munnmök, hafði við hana samræði og lét hana fróa sjálfri sér með gervilim. Ákærði komst upphaflega í samband við stúlkuna með blekkingum með því að segjast, í samskiptum við hana á veraldarvefnum, vera Rikki 17 ára. Greiddi hann stúlkunni samtals a.m.k. 32.000 krónur fyrir kynferðismökin og gaf henni áfengi.

 

Þetta er talið varða við 3. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 10. gr. laga nr. 40/1992 og laga nr. 4. gr. 40/2003, en til vara við 4. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 1. gr. laga nr. 14/2002.

 

2.     Í lok júlímánaðar 2005, sýnt framangreindri A lostugt og ósiðlegt athæfi, með því að senda stúlkunni í tölvupósti 4 ljósmyndir af nöktum karlmanni, með reistan getnaðarlim, að fróa sér.

 

Þetta er talið varða við 209. gr. almennra hegningarlaga, en til vara 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002.

 

3.         Í um 15 skipti frá hausti 2005 til vors 2006, tælt stúlkuna H, sem þá var 15 ára, með peningagreiðslum og blekkingum og með því að nýta sér yfirburði sína gagnvart stúlkunni vegna aldurs- og þroskamunar, til að hafa við sig kynferðismök í bifreið sem lagt var á ýmsum stöðum í Reykjavík, m.a. fyrir utan umferðarmiðstöðina í Vatnsmýri. Í fyrstu 5 til 6 skiptin er ákærði hitti stúlkuna lét hann hana hafa við sig munnmök, en í síðari skiptin hafði hann ennfremur við hana samræði. Þá káfaði ákærði á brjóstum hennar og kynfærum, setti fingur sinn í leggöng hennar og hafði hana munnmök. Ákærði komst upphaflega í samband við stúlkuna með blekkingum með því að segjast, í samskiptum við hana á veraldarvefnum, vera táningspilturinn Rikki. Í fyrsta skiptið sem ákærði hafði kynferðismök við stúlkuna fólst endurgjaldið í því að hann ók henni og vinkonu hennar milli húsa í Reykjavík og afhenti vinkonunni 2.500 til 3.500 krónur sem þær nýttu í sameiningu en eftir það greiddi hann stúlkunni 10 til 20.000 krónur í hvert sinn er hann hafði við hana kynferðismök.

 

Þetta er talið varða við 3. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga, en til vara við 4. mgr. sömu lagagreinar, með síðari breytingum.

 

4.     Í lok janúarmánaðar 2006 látið stúlkuna I, þá 15 ára, hafa við sig munnmök í bifreið sem lagt var í Elliðaárdal í Reykjavík, gegn peninga­greiðslu. Greiddi ákærði stúlkunni kr. 14.000 fyrir kynferðismökin og gaf henni áfengi.

 

Þetta er talið varða við 4. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga með síðari breytingum.

 

5.     Í janúar og febrúar 2006, í samskiptum við stúlkuna J, þá 15 ára, á veraldarvefnum, ítrekað reynt að tæla stúlkuna til kynferðismaka, með því að bjóða henni peningagreiðslur og nýta sér yfirburði sína gagnvart henni vegna aldurs- og þroskamunar.

 

Þetta er talið varða við 3. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga, en til vara við 4. mgr. sömu lagagreinar, með síðari breytingum, í báðum tilvikum ennfremur við 20. gr. laganna.

 

6.     Í tvö skipti í febrúar 2006, sýnt framangreindri J lostugt og ósiðlegt athæfi, með því að fá stúlkuna gegn peningagreiðslu til að sýna honum nakin brjóst sín og kynfæri og til að fróa sjálfri sér í gegnum vefmyndavél í samskiptum þeirra á veraldarvefnum.

 

Þetta er talið varða við 209. gr. almennra hegningarlaga, en til vara 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga.

 

                                                                     B

 

Kynferðisbrot með því að hafa, mánudaginn 12. september 2005, haft í vörslum sínum barnaklámefni er lögregla lagði hald á sem hér greinir:

 

7.    Fimm myndbandsspólur, sem sýna börn á kynferðislegan og klámfenginn hátt, en spólurnar fundust á heimili ákærða.

 

8.    104 ljósmyndir hörðum diski tölvu, sem sýna börn á kynferðislegan og klámfenginn hátt, en myndirnar fundust við skoðun lögreglu á tölvunni sem lagt var hald á heimili ákærða. 

 

9.    121 ljósmynd á hörðum diski tölvu, sem sýna börn á kynferðislegan og klámfenginn hátt, en myndirnar fundust við skoðun lögreglu á tölvunni sem lagt var hald á vinnustað ákærða að Hafnarstræti 20, Reykjavík. 

 

Brot ákærða samkvæmt ákæruliðum 7-9 eru talin varða við 4. mgr. 210. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 7. gr. laga nr. 39/2000 og 2. gr. laga nr. 14/2002.

 

Dómkröfur:

 

a) Að ákærði verði dæmdur til refsingar.

 

b) Að ákærði verði með vísan til 2. mgr. 68. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 6. gr. laga nr. 31/1961, sviptur réttindum til að vera héraðsdómslögmaður.

 

c) Að tvær tölvur, merktar í haldlagningarskrám lögreglu í máli nr. 035-2005-7893 sem munir G-15 og H-01 og fimm myndbandspólur, merktum í haldlagningarskrám lögreglu í sama máli sem munir G-19.07, 19.08, 19.15, 19.21 og 19.22, verði með vísan til  1. tl. 1. mgr. 69. gr. almennra hegningarlaga gerðar upptækar.

 

d) Að ákærði verði dæmdur til greiðslu skaðabóta sem hér segir:

 

Af hálfu A er krafist miskabóta að fjárhæð kr. 2.000.000 auk vaxta samkvæmt 8. gr., sbr. 4. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, frá 1. ágúst 2005 til 12. júní 2006, en með dráttarvöxtum frá þeim degi samkvæmt 9. gr., sbr. 6. gr. sömu laga til greiðsludags.

 

Af hálfu H, er krafist miskabóta „að fjárhæð kr. 1.500.000 með dráttarvöxtum skv. 9. gr. skv. 7. gr. vaxtalag nr. 25/1987 frá þeim degi til þess dags er mánuður er liðinn frá því að bótakrafa þessi er kynnt sakborningi, en sömu laga frá þeim degi til greiðsludags“.

 

Af hálfu I, er krafist miskabóta að fjárhæð kr. 800.000 auk vaxta samkvæmt 8. gr., sbr. 4. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, frá 23. janúar 2006 til 6. febrúar 2007, en með dráttarvöxtum frá þeim degi samkvæmt 9. gr., sbr. 6. gr. sömu laga til greiðsludags.

 

Af hálfu J, er krafist miskabóta „að fjárhæð kr. 500.000 með dráttarvöxtum skv. 9. gr. skv. 7. gr. vaxtalag nr. 25/1987 frá þeim degi til þess dags er mánuður er liðinn frá því að bótakrafa þessi er kynnt sakborningi, en sömu laga frá þeim degi til greiðsludags“.

 

            Verjandi ákærða krefst þess að ákærði verði sýknaður af öllum kröfum ákæruvalds, að skaðabótakröfum verði vísað frá dómi og að sakarkostnaður, þ.m.t. málsvarnarlaun, verði felldur á ríkissjóð.

 

 

1.,2. og 7-9. tl. ákæru.

            Með bréfi 22. ágúst 2005 tilkynnti Fjölskyldu- og félagsþjónusta [...] lögreglunni [...] um ætluð kynferðisbrot gagnvart A. Í bréfinu kemur fram að faðir og stjúpmóðir stúlkunnar hafi fundið í fórum hennar 32.000 krónur sem hún hafi ekki getað gert grein fyrir. Eftir nokkurn eftirgang hafi hún lýst því að hún hafi fengið peningana frá ,,barnaperra”. Hafi hún í tvígang hitt mann á aldri við foreldra hennar, haft við hann munnmök og samfarir og fengið peninga fyrir eða 20.000 krónur í hvort skipti. Fram kemur að foreldrar telji að atburðurinn hafi átt sér stað síðustu vikuna í júlí 2005. A hafi lýst aðdraganda þess að hún hafi hitt manninn með þeim hætti að hún hafi verið í sambandi við pilt að nafni Rikki á samskiptarásinni msn. Umræddur Rikki hafi fengið A til að hitta manninn. Í bréfinu kemur fram að faðir A hefði í fórum sínum símanúmer er maðurinn hafi hringt úr í tilraunum til að hitta A aftur. Loks kemur fram í bréfinu að A hafi verð lögð inn á BUGL vegna sjálfsskaðandi hegðunar og sjálfsvígshugsana.  

            Þriðjudaginn 23. ágúst 2005 var tekin skýrsla hjá lögreglunni [...] vegna málsins af C, föður A. Gerði C lögreglu grein fyrir því að hann og B, stjúpmóðir A, hafi orðið þess áskynja að A væri með peninga meðferðis í sumarleyfisferð fjölskyldunnar í [...] dagana 5.-12. ágúst 2005. Í þessari ferð hafi hún greint frá því hvernig hún hafi stundað kynlífsathafnir með eldri manni í tvö skipti gegn greiðslu peninga. Við lögregluyfirheyrsluna lýsti C atvikum nánar. Sama dag var tekin lögregluskýrsla af B. Bar hún með sama hætti og C um aðdraganda þess að fjármunir hafi fundist í fórum A og hvaða skýringu A hafi gefið á tilvist þeirra. Í skýrslunni er lýst þeim kynlífsathöfnum er A bar að hafi átt sér stað. Miðvikudaginn 24. ágúst 2007 var tekin lögregluskýrsla vegna málsins af D, móður A. Lýsti D því hvernig hún hafi fengið sms skeyti frá föður A er A hafi verið með föður sínum og fjölskyldu [...] og að í veski A hafi fundist 32.000 krónur í peningum. Síðar hafi henni verið gerð grein fyrir því hvað fyrir stúlkuna hafi komið.    

            Lögreglan [...] fór þess á leit við héraðsdóm með bréfi 26. ágúst 2005 að upplýst yrði um hver væri rétthafi símanúmersins 659 9246, sem talið var tengjast ætluðum brotum gegn A, en fram kom undir rannsókn málsins að ætlaður gerandi hafi hringt í A úr umræddu númeri. Með úrskurði 30. ágúst 2005 skyldaði Héraðsdómur Reykjaness símaþjónustufyrirtæki að upplýsa lögreglu um hver væri skráður rétthafi að símanúmerinu. Samkvæmt gögnum málsins lágu ekki fyrir upplýsingar um skráðan rétthafa að númerinu þar sem númerið væri frelsisnúmer.  

            Með bréfi 31. ágúst 2005 fór lögreglan [...] þess á leit við héraðsdóm að úrskurðað yrði að lögreglu yrði heimilað að fá upplýst um hver væri skráður notandi tiltekinna IP talna, en við rannsókn málsins hafi komið í ljós að A hafi verið í samskiptum á samskiptarásinni msn við notaendareikninginn ,,bestur2000@hot­mail.com” en samkvæmt upplýsingum Microsoft hefði umræddur notandi IP tölurnar 213.220.121.75 og 82.221.36.18. Með úrskurði 2. september 2005 heimilaði héraðs­dómur að umbeðnar upplýsingar yrðu veittar lögreglu. Samkvæmt gögnum frá Orku­veitu Reykjavíkur er notandi IP tölunnar 213.220.121.75 E, Traðarlandi 12, Reykjavík.

            Með úrskurði 5. september 2005 heimilaði héraðsdómur, að beiðni lögreglunnar [...], að húsleit yrði gerð á heimili og vinnustað ákærða og í bifreið með skráningarnúmerið RX-789, en rökstuddur grunur hafði vaknað um að ákærði væri sá aðili er A hefði átt í kynferðislegum samskiptum við. Fram var komið að ákærði bjó að Traðarlandi 12 í Reykjavík, var eigandi mótorhjóls, að eiginkona ákærða var skráður eigandi að Grand Cherokee jeppabifreiðar og að útlit ákærða gat komið heim og saman við lýsingu A á þeim manni sem hún hafði átt í kynferðislegum samskiptum við.   

            Mánudaginn 12. september 2005 framkvæmdi lögreglan húsleit á heimili ákærða að Traðarlandi 12 í Reykjavík. Þá var sama dag gerð húsleit á vinnustað ákærða að Hafnarstræti 20 í Reykjavík. Um húsleit voru ritaðar haldlagningarskýrslur sem eru á meðal gagna málsins. Samkvæmt skýrslu um haldlagningu að Traðarlandi 12 fundust m.a. við húsleitina tveir leðurjakkar og leðurbuxur, merkt G-01 til G-03. Þá fundust tveir farsímar af gerðinni Nokia 6020 og Nokia 6310i með IMEI númerunum 350771104359090 og 490523201387700. Merkt G-06 er minnisbók og minnisblað með mörgum skráðum netföngum, nöfnum og númerum. Merkt G-08 er frelsisinn­eignarkort og G-10 vindlingabox með tveim símakortum. Merkt G-11 er spjald með skráð símanúmerið 616 8676. Lagt var hald á fartölvu í tösku en í vasa framan á henni fundust plastspjöld með símanúmerinu 616 9913 skráð á spjaldið. Þá var lagt hald á turntölvu merkta G-14 og aðra merkta G-15. Merkt G-18 til G-19 eru myndbönd og spólur með ætluðu klámefni. Lögregla hefur 28. október 2005 ritað skýrslu vegna sæðisprófsrannsóknar á leðurjökkum og leðurbuxum merkt G-01 til G-03. Við rannsóknina kom fram ljós blettur við buxnaklauf á buxunum sem gaf jákvæða svörun við sæðispróf. Rituð hefur verið skýrsla vegna skoðunar á gsm síma merktur G-04. Fram kemur tiltekið IMEI númer símans og að í honum hafi verið símakort með símanúmerið 692 6688. Þá hefur verið rituð skýrsla vegna skoðunar á síma merktur G—05. Fram kemur að gögn úr símanum hafi verið afrituð á disk. Afrit þeirra gagna eru í rannsóknargögnum málsins. Einnig hefur verið rituð skýrsla vegna haldlagningar á turntölvu á vinnustað ákærða að Hafnarstræti 20 í Reykjavík. Er tölvan merkt H-01.

            Þá hefur verið rituð lögregluskýrsla vegna skoðunar á minnisbók sem var haldlögð á heimili ákærða undir númerinu G-06. Fram kemur að á bakhlið forsíðublaðs sé m.a. ritað ,,bestur2000@hotmail.com”. Í bókinni séu 44 blöð. Á 32 fyrstu síðunum séu rituð 335 kvenmannsnöfn með ýmist eða bæði símanúmer og netpóstföng. Athygli veki að við umrædd kvennöfn sé víða að sjá skráðar tölur sem ætla megi að vísi á aldur stúlknanna. Á blaði nr. 32 sé ritað númerið ,, [...]” og að því er virðist ,,la/16 [...].” Símanúmerið sé það sama og A. Á bakhlið bókarinnar sé skráð Rikki og símanúmerið 663 7018 og innan sviga Blái, Árni og númerið 616 9913 og innan sviga svarti og loks Robbi og númerið 659 9246 og innan sviga grái.

            Lögreglan [...] hefur ritað skýrslu vegna skoðunar á myndböndum sem haldlögð voru á heimili ákærða og merkt G-18 og G-19. Í skýrslunni kemur fram að myndbönd merkt G-19.07, G-19.08, G-19.15, G-19.21 og G-19.22 séu með ætluðu barnaklámi.

            Samkvæmt gögnum málsins afhentu C og D, foreldrar A, lögreglu sitt hvora tölvuna, sem A hafði aðgang að á heimilum foreldra sinna. Var tölva af heimili C merkt sem A-01 og tölva af heimili D sem B-01. Þá var gsm sími A haldlagður og merktur F-01 en í haldlagningarskýrslu er tilgreint IMEI númer símans og kortanúmer, en símanúmer er 846 7858. Fram kemur í skýrslu að við skoðun í símaskrá hafi verið skráð nafnið Rikki og númerið +354616 9913 og nafnið Robbi og númerið 659 9246. Þá eru tilgreind tvö sms skeyti sem tilgreint er að séu frá Robba.

            Lögreglan í [...] hefur ritað skýrslu 19. apríl 2006 vegna skoðunar á tölvugögnum. Fram kemur að um sé að ræða gögn úr haldlögðum tölvum A merkt D-01 og E-01, sem og úr haldlögðum tölvum ákærða merkt G-13, G-15 og H-01. Skoðaðar hafi verið myndir og textaskjöl. Þá hafi verið skoðuð endurheimt skjöl tengd vefsíðum með tölvupóstþjónustu. Í tölvu A merkt E-01 hafi fundist gögn sem ætla megi að snúi að samskiptum ákærða og A. Í tveim tölvum ákærða, merkt G-14 og H-01 hafi fundist barnaklám, auk gagna sem snúi að samskiptum ákærða og A. Er nánar gerð grein fyrir gögnum þessum í rannsóknargögnum málsins. Þar kemur m.a. fram að í tölvu sem haldlögð hafi verið á heimili ákærða merkt G-15 hafi fundist 104 ljósmyndir sem flokkist að mati lögreglu undir barnaklám. Séu myndirnar á slóð sem almennt séu notaðar undir tímabundnar netskrár. Útprentun mynda sé á skjali G-15-07. Þá séu í tölvunni myndir sem að öllum líkindum séu af stúlku að nafni F. Að mati lögreglu séu myndirnar barnaklám. Á tölvu sem haldlögð hafi verið á vinnustað ákærða og merkt H-01 séu m.a. 121 ljósmyndir sem flokkist að mati lögreglu sem barnaklám. Séu myndirnar á slóð almennt notaðar undir tímabundnar netskrár. Útprentun mynda sé á skjali G-15-09. Á meðal gagna málsins er fylgiskjal merkt NRB-01 og tekið fram að um sé að ræða útprentun á myndum sem hafi verið á tölvu sem haldlögð hafi verið á heimili A 26. ágúst 2005. Þá er á meðal gagna málsins fylgiskjal merkt G-15-01 til og með G-15-06 og tilgreint að um sé að ræða ljósmyndir úr tölvu haldlögð sem G-15 á heimili ákærða. Á meðal rannsóknargagna er fylgiskjal merkt G-15-09 sem er útprentun skjala sem tengist vefsíðum sem hafi verið endurheimtar úr tölvu merkt G-15, haldlögð á heimili ákærða. Um er að ræða skjöl úr samskiptarásinni msn þar sem sendandi er að mestu leyti tilgreindur með auðkenninu ,,geiriboy1@hot­mail.com.” Á meðal rannsóknargagna er fylgiskjal merkt H-01-01 til og með H-01-08, en um er að ræða útprentun á ljósmyndum úr tölvu sem haldlögð var á vinnustað ákærða. Á meðal rannsóknargagna er fylgiskjal merkt. H-01-11 sem er útprentun skjala sem tengjast vefsíðum sem endurheimt voru úr tölvu sem haldlögð var á vinnustað ákærða. Um er að ræða skjöl úr samskiptarásinni msn þar sem sendandi er að mestu leyti tilgreindur með auðkenninu ,,geiriboy1@hotmail.com.” og ,,best­ur2000@hot­mail.com”. Þá eru fylgiskjöl merkt G-15-08, G-15-07, H-01-10 og H-01-09 sem er útprentun ljósmynda úr tölvum sem haldlagar voru á vinnustað og heimili ákærða.  

            Rituð hefur verið lögregluskýrsla vegna rannsóknar á bifreiðinni R-798. Fram kemur m.a. að í farangursrými bifreiðarinnar hafi greinst 3 blettir sem hafi gefið mjög veika og væga litasvörun við sæðispróf.

            Lögregla hefur aflað gagna frá Símanum um notkun símanúmersins [...] sem var í umráðum A. Í samantekt kemur fram að á tímabilinu 26. júlí 2005 til 11. ágúst 2005 hafi verið send sms skeyti úr símanúmerinu 15 sinnum í símanúmerið 659 9246 og á tímabilinu 27. júlí 2005 til 5. ágúst 2005 samtals 19 sinnum verið send sms skeyti í símanúmerið 616 9913. Þrjár innhringingar hafi verið úr númerinu 616 9913 og tvisvar sinnum verið hringt í sama númer.     

 

            Föstudaginn 2. september 2005 var tekin skýrsla fyrir dómi af A, sbr. a-liður 1. mgr. 74. gr. laga nr. 19/1991. Í þingbók er m.a. fært til bókar að Vilhjálmur Þórhallsson hæstaréttarlögmaður sé skipaður verjandi hins meinta geranda, sem sé óþekktur. Í framburði A kom fram að hún væri á BUGL um það leyti er skýrslutakan færi fram. Kvaðst hún einhverju sinni hafa verið á internetinu er ,,addaði mig strákurinn”, piltur að nafni Rikki. Nefndur Rikki hafi verið mjög góður við A. Hafi hún m.a. tjáð honum að hún ætti litla peninga. Þá hafi Rikki tjáð henni að hann vissi um mann sem væri til í að gefa A pening þannig að hún gæti haft það mjög gott. Myndi maðurinn greiða 20.000 krónur fyrir kynferðisleg samskipti. Í fram­haldi ,,addaði þessi karl mig inn á” og fór að ræða við A. Síðar hafi þau ákveðið að hittast. A ætti heima [...]. Hafi hún farið í tiltekið strætisvagnaskýli og maðurinn náð í hana þangað. Þá hafi klukkan verið um 10.00 að kvöldi til. Maðurinn hafi verið á grárri jeppabifreið og kallað sig Robbi. Einnig hafi hann notað nafnið Árni. Maðurinn hafi verið ,,dálítið gamall” og verið ,,mótorhjólagaur”, en fram hafi komið að hann ætti mótorhjól. Hann hafi verið með klút á höfðinu og rauð gleraugu. Hann hafi verið í leðurbuxum. Þá hafi maðurinn verið sköllóttur. Maðurinn hafi ekið bifreiðinni á bak við [...] Hafi hann verið með svefnpoka í bifreiðinni og lagt niður aftursætin í henni. Maðurinn hafi byrjað á því að kyssa A. Síðan hafi hann stungið fingri inn í leggöng hennar og síðar lagst ofan á hana. Þá hafi A legið á bakinu. Maðurinn hafi ekki farið úr fötum, heldur einungis rennt buxum sínum niður. Maðurinn hafi notað smokk. Kvaðst A vera þess viss að manninum hafi orðið sáðlát. Eftir þetta hafi maðurinn hleypt A út úr bifreiðinni í næstu götu fyrir ofan heimili hennar. Hafi maðurinn greitt A 10.000 krónur fyrir. Hún hafi hitt manninn aftur og atvik þá verið eins og í fyrra skiptið. Það hafi verið tveim dögum fyrir svokallaða ,,Gay Pride” hátíð. Hafi maðurinn þá stungið fingri inn í leggöng A og síðan fróað sér yfir hana. Þá hafi hann stungið lim sínum í munn hennar. Hann hafi haft kynmök við A og notað smokk við það. Hafi manninum einnig orðið sáðlát í það skiptið. A hafi síðan sagt manninum að hún vildi þetta ekki lengur og hann þá hætt. Hann þá greitt henni 20.000 krónur fyrir síðara skiptið. Maðurinn hafi í síðara skiptið gefið A víbrator, sem hún hafi notað í það skiptið. Hafi Rikki beðið manninn um að kaupa víbratorinn. Hún hafi orðið hissa er hún hafi séð manninn með víbratorinn. Móðir A hafi síðar við tiltekt hent umræddum víbrator. Maðurinn hafi stuttu eftir síðara skiptið farið til Danmerkur og hann spurt hana þaðan hvort hún vildi eitthvað en hann vildi dekra við hana. Síðan hafi hún ekkert heyrt frá honum. Er A hafi verið í sambandi við manninn á samskiptarásinni msn hafi hann kallað sig Robbi og notað netfangið ,,bestur 2000”. Hafi hann sagt að hann ætti heima í Reykjavík. Eftir þessi tvö skipti hafi A aftur heyrt í Rikka á msn en henni hafi verið farið að þykja vænt um Rikka. Hafi Rikki innt A eftir því hvernig hafi gengið og hvort maðurinn hafi greitt henni pening fyrir viðvikið. Rikki hafi tjáð henni að hann ætti sjálfur heima í Ameríku en væri á Íslandi sumarið 2005. Kvaðst A telja að Rikki hafi verið í einhverri íbúð í Reykjavík. A kvaðst aldrei hafa hitt umræddan Rikka, en hann sent henni myndir af sér. Væru þær til í tölvu A. Þá kvaðst A hafa rætt í síma við Rikka, en hann hafi hringt í hana eftir að hún hafi gefið honum upp símanúmer sitt. A kvaðst hins vegar ekki hafa rætt við Robba í síma. A kvaðst hafa tjáð Rikka hve gömul hún væri. Rikki hafi tjáð henni að hann þekkti Robba en hann hafi hitt hann ,,á djamminu”. Þá hafi bróðir Rikka verið að vinna í fyrirtæki Robba. A kvað Robba hafa verið með sérkennilega rödd. Kvaðst A stundum hafa talið að Robbi og Rikki væru sami maðurinn en það hafi hún metið út frá hvernig Rikki og Robbi hafi talað. Röddin hafi þó ekki verið eins. A kvaðst ekki hafa vistað samskipti sín við Rikka á netinu. A kvað sér líða illa eftir þetta, en hún væri leið. Kvaðst hún alltaf vera að endurupplifa þessa atburði. Þá vektu samskonar bifreiðar og maðurinn hafi verið á eða mótorhjól upp minningar um atburðina. Eins væri með tiltekna lykt. Kvaðst A hafa greint foreldrum sínum frá þessu eftir að faðir hennar og stjúpmóðir hafi fundið peninga í hennar fórum [...]. Hafi hún notað orðið ,,barnaperri” um manninn þá, en henni hafi fundist atburð­irnir hafa verið með þeim hætti að það orð ætti við um háttsemi hans.   

            Ákærði var yfirheyrður af lögreglu mánudaginn 12. september 2005 í tengslum við húsleit lögreglu á heimili hans, vinnustað og í bifreiðinni RX-789. Við yfirheyrsluna kvaðst ákærði kannast við að hafa átt samskipti við A. Aðdragandinn hafi verið spjall á veraldarvefnum þar sem með þeim hafi myndast einlæg og gagnkvæm vinátta. Málin hafi snúist í að þau hafi farið að ræða um kynlíf og hún sagt honum frá reynslu hennar af því. Fram hafi komið að reynslan væri talsverð og að stúlkan stundaði kynlíf. Úr hafi orðið að þau hafi hist og haft samfarir. Í þeirra samræðum hafi komið upp hver þeirra staða væri og að fjárhagsstaða ákærða væri góð. Einhvern tímann í framhaldi af því hafi komið fram hvort hann gæti gefið henni farsíma. Eins hafi komið fram að hana vantaði síma og langaði í stafræna myndavél. Ákærða hafi ekki þótt annað en að vinátta þeirra hafi verið orðin það náin að í lagi hafi verið að gefa henni gjafir. Hafi hann lofað að gefa henni síma og myndavél og það staðið til. Hins vegar hafi ekki orðið af því. Ákærði kvaðst ekki hafa látið hana hafa peninga. Hann hafi hins vegar sagt henni að hann væri til í að láta hana hafa peninga til að kaupa sér þessa hluti. Ekkert hafi orðið úr því. Ákærði kvaðst a.m.k. tvisvar sinnum hafa haft samfarir við stúlkuna. Hafi hún þá vísað veginn hvert hann skyldi fara. Hafi hann í þessi skipti verið á Cherokee bifreið sem sé skráð á eiginkonu ákærða. Lögregla hafi lagt hald á þá bifreið. Ákærði kvaðst ekki vera tilbúinn til að lýsa frekar samförum þeirra, en þau hafi farið fram með samþykki beggja og af fúsum og frjálsum vilja. Ákærði kvaðst ekki muna hvernig hann hafi kynnst stúlkunni á veraldarvefnum. Ákærði kvaðst vera mikið á netinu og spjalla þá við stúlkur. Kvaðst ákærði þá hafa nota í samskiptum við stúlkurnar netfangið ,,bestur@hotmail.com”. Þá kvaðst ákærði ekki muna hvort hann hafi kynnt sig fyrir stúlkunum með nafni en kvaðst telja að nafn hans kæmi fram þegar hann væri á veraldarvefnum sem Robbi eða Róbert. Ákærði kvaðst ekki hafa rætt aldur sinn við stúlkuna né hafi hún gefið upp aldur sinn. Hann hafi talið, miðað við hvernig hún hafi komið fram og tjáð sig, að hún væri 16 ára eða eldri. Hafi þau átt nokkur samskipti í gegnum sms símaskilaboð, auk þess sem einhver símtöl hafi gengið á milli þeirra. Aðspurður kvaðst ákærði eiga son sem héti Rikki. Rikki byggi í Svíþjóð. Hafi Rikki ekki verið á Íslandi nýverið. Ákærði kvað nafnið Rikki vera ritað sem nafn sonar síns á skrifblokk merkt G-06.01 í haldlagningarskýrslu lögreglu. Kvaðst ákærði ekki geta svarað því hvort nafnið væri skráð í tengslum við númerið [...]. Er ákærði var inntur eftir því hvort hann hafi gefið sig út fyrir að vera Rikki kvaðst ákærði ekki vilja tjá sig frekar um það. Er ákærði var inntur eftir því hvort hann hafi á samskiptarásinni msn notast við notendareikninginn ,,geiriboy@hotmail.com” kvaðst hann ekki vilja tjá sig um það.  

            Ákærði var á ný yfirheyrður af lögreglu föstudaginn 12. maí 2006. Ákærði kvaðst þá ekki kannast við að hafa sent A ljósmyndir í tölvupósti. Þá kvaðst ákærði engar skýringar hafa á því að í tölvum haldlögðum á heimili hans og á vinnustað væru ljósmyndir af ungum mönnum með grunnheitið ,,Rikki” og aðrar merktar ,,ég” eða ,,me”. Ákærði kvað fjölmarga hafa haft aðgang að tölvum á heimili hans og vinnustað. Kvaðst ákærði ekki vilja nafngreina neina þeirra. Ákærði kvað menn að nafni Rikki hafa haft aðgang að tölvum á heimili hans og vinnustað. Kvaðst ákærði ekki vilja nafngreina mennina frekar. Ákærði kvaðst ekki kannast við símanúmerið [...]. Er ákærða var bent á að númerið væri skráð á fyrstu síðu haldlagðrar minnisbókar merkt G-06.01 kvaðst ákærði ekki vilja tjá sig um minnisbókina. Ákærði kvaðst ekki hafa haft samskipti við A sem Rikki. Er undir ákærða var borið að fundist hafi ætlað barnaklám á endurheimtum netsíðum á heimilistölvu ákærða og á vinnustað kvaðst ákærði aldrei hafa séð þær myndir. Þá kvaðst ákærði ekki kannast við mynd með grunnheitið [...] sem fundist hafi á heimilistölvu ákærða og lögregla teldi vera barnaklám. Er undir ákærða var borið að lögregla hafi við húsleit á heimili hans lagt hald á spólur með ætluðu barnaklámi merktar austurlenskum táknum kvaðst ákærði ekki kannast við að eiga neitt efni með barnaklámi. Hann myndi þó eftir að fyrir um fimmtán árum hafa keypt á markaði í London bunka af spólum með austurlenskum táknum sem seldar hafi verið sem fullorðinsefni. Þegar til hafi komið hafi hann ekki getað horft á spólurnar en einungis séð svartan skjá. Til hafi staðið að henda spólunum en það gleymst. Hafi ákærði gefist upp á að horfa eftir eina eða tvær spólur og hann talið vöruna vera svikna.

            Við aðalmeðferð málsins fyrir dómi nýtti ákærði sér rétt sinn sem ákærður einstaklingur til að tjá sig ekki fyrir dómi.

            C, faðir A, kvaðst hafa verið í sambúð með D og eignast A með henni. Er A hafi verið tveggja og hálfs árs hafi slitnað upp úr sambúðinni. A hafi búið á heimili móður en verið í reglulegri umgengni hjá sér og B. Alltaf hafi verið mjög gott samband þeirra á milli. Hafi C eignast þrjár dætur með B og A samið vel við systur hennar og B. Fjölskyldan hafi farið til [...] dagana 5.-12. ágúst 2005. Á mánudeginum 8. ágúst hafi snuð yngstu dótturinnar týnst og C og B leitað að því í herbergi þar sem stelpurnar hafi sofið. C hafi þá fundið sígarettupakka undir rúmi er A hafi sofið í. Það hafi orðið til þess að hann hafi leitað í tösku hennar. Hafi B dottið í hug að skoða í veski A og þar fundið 32.000 krónur. Ekki hafi þau haft hugmynd um hvaðan þeir peningar hafi komið og því sent sms skeyti til móður A. Móðir A hafi svarað því til að hún hefði ekki hugmynd um hvaðan A hefði fengið svo mikla peninga. Í framhaldi hafi C og B reynt að fá upp úr A hvaðan hún hafi fengið peningana. A hafi ekki viljað gefa neitt upp um það. Hafi hún fyrst gefið ýmsar skýringar eins og að mamma hennar og afi hafi látið hana fá peningana. Ekki hafi þau tekið það trúanlegt og gengið frekar á hana. Hafi A þá brugðist illa við. Þau hafi ekki gefið sig og B spurt hvort hún hafi fengið peningana ólöglega. A hafi spurt hvað væri ólöglegt og B sagt að dóp væri ólöglegt, vændi og þjófnaður. A hafi rokið á dyr í miklum skapofsa. Næsta kvöld hafi þau rætt hlutina aftur. Það hafi gengið erfiðlega í fyrstu en síðan hafi losnað um. Hafi A í fyrstu tjáð þeim að ekki væri um að ræða dóp eða þjófnað. Er C hafi nefnt vændi hafi A brostið í grát. A hafi sagt þeim að hún hafi hitt tiltekin mann tvisvar sinnum og fengið 20.000 krónur greitt í hvort sinn. Maðurinn hafi gefið upp sitt hvort nafnið í hvort skiptið. Þau hafi hist í bifreið mannsins og fundarstaðurinn verið [...] í bæði skiptin. Þar hafi farið fram munnmök og samfarir. Hafi hún síðan tjáð manninum að hún vildi ekki hitta hann aftur en hann verið í símasambandi við hana eftir það. Hafi hún talið manninn á svipuðum aldri og C og B. Manninn hafi A komist í samband við í gegnum tiltekinn Rikka sem hún hafi verið í sambandi við í gegnum samskiptarásina msn. Á föstudeginum 19. ágúst 2005 hafi A verið lögð inn á BUGL. Á BUGL hafi A greinst með áfallaröskun. Á meðferðarheimilinu hafi alvarlegir atburðir átt sér stað og A m.a. gert tilraun til að stytta sér aldur með því að kveikja í á salerni á staðnum þar sem hún hafi verið inni. Hún hafi farið í langtímameðferð eftir þetta. Hafi hún komið út í júlí 2007 og búi nú hjá móður. C kvað þá atburði sem átt hafi sér stað fyrir tveim árum hafa verið hræðilega og allt eftir það skelfilega hluti fyrir A og fjölskylduna. Væri það verra en hægt væri að bjóða nokkrum upp á. C staðfesti að myndir sem fundist hafi á haldlagðri tölvu af vinnustað ákærða undir rannsóknar­gögnum málsins merkt IV/9.1.5 bls. H-01-07 og H-01-08 væru af A.  

            B, stjúpmóðir A, kvaðst hafa dvalið dagana 5. til 12. ágúst 2005 [...] Fjölskyldan hafi öll dvalið þar, þ.á m. A. B og C hafi farið að leita að snuði yngstu dóttur þeirra í herbergi og C þá fundið sígarettupakka falinn undir rúmi A. Jafnframt því að leita að snuðinu hafi B rekist á peningaveski A og séð að í því voru stífstraujaðir peningaseðlar. Um hafi verið að ræða 32.000 krónur í seðlum. C hafi þegar sent móður A sms skeyti og spurt hana hvort A væri með peninga. Móðirin hafi svarað því til að svo væri ekki. Um kvöldið hafi þau rætt við A og spurt hana út í peningana. A hafi svarað því til að peningana hafi hún fengið frá móður sinni og afa. Þau hafi gengið frekar á A, sem hafi reiðst við það. Næsta dag hafi þau gefið A færi á að ræða málið frekar. Hafi A óttast að þau myndu taka peningana og ekkert viljað segja frá. Á þriðjudagskvöldinu hafi þau gefið henni kost á að svara neitandi hvernig peningarnir væru til komnir. C hafi talið upp ýmsa möguleika, svo sem þjófnað, fíkniefni, vændi og eitthvað fleira. Síðar um kvöldið hafi A sagt að hún hafi ekki stolið peningunum og þeir væru ekki tilkomnir vegna fíkniefnasölu. Hafi A grátið. Í framhaldi hafi hún verið reiðubúin að gera þeim grein fyrir hvað hafi átt sér stað. Hún hafi tjáð þeim að peningana hafi hún fengið fyrir að vera hjá manni tvisvar sinnum og fengið 20.000 krónur í hvort skiptið. Hafi A tjáð þeim að hún hafi á veraldarvefnum verið í sambandi við pilt að nafni Rikki. Þau hafi spjallað saman á samskiptarásinni msn og Rikki komið A í samband við umræddan mann. Hún hafi tjáð þeim að Rikki væri 17 ára, byggi í Bandaríkjunum, en væri í heimsókn hjá öðru foreldra sinna sem byggi væntanlega [...]. A hafi tjáð þeim að hún hafi hitt manninn í bæði skiptin [...]. Hann hafi í bæði skiptin verið á sömu bifreiðinni. A hafi haft bæði munnmök og samfarir við manninn í bifreiðinni. Eftir þau tvö skipti hafi maðurinn ítrekað reynt að hafa samband við hana símleiðis og með sms skeytum og spurt hvort þau gætu ekki verið vinir. Nokkrum dögum síðar hafi A gefið C og B upp símanúmer það sem maðurinn hafi hringt úr. Það hafi verð númerið 659 9246. Númerið hafi verið skrifað á blað og hengt innan á skáphurð á heimili þeirra. Fyrir slysni hafi verið hringt í númerið 22. ágúst 2005 og þá ekki svarað. Nokkru síðar hafi verið hringt úr leyninúmeri og viðmælandinn verið karlmaður sem hafi kynnt sig sem Árni. Hjá B kom fram að A hafi tveim árum áður breyst í fasi. Hafi hún breyst úr því að vera venjulegt barn í að vera þunglynd. Hafi hún farið að reykja og drekka og klæða sig í svokölluðum Gothic stíl. Þá hafi hún skorið sig í upphandleggi. Hafi A leitað aðstoðar vegna þunglyndisins. Hún hafi reynt að fyrirfara sér með lyfjainntöku um jólin 2004-2005. Um páskana 2005 hafi orðið breyting til hins betra í tengslum við að A hafi gengið í [...]. Hafi B og C fundist sem A væri búin að finna sig aftur. Um miðjan júlí 2005 hafi A farið [...]. Eftir að hún hafi komið úr ferðinni hafi aftur farið að bera á neikvæðri breytingu hjá stúlkunni. B kvað síðastliðin tvö ár hafa verið mjög erfið. Hafi A átt mjög bágt. Væri fyrst nú sem hún væri að komast aftur út í lífið. Mætti í raun segja að hún hafi misst tvö ár úr lífi sínu.   

            D, móðir A, kvaðst hafa fengið sms skeyti frá föður A er A hafi verið með föður sínum og fjölskyldu [...]. Fram hafi komið að í veski A hafi fundist 32.000 krónur í peningum. Hafi D sagt að hún vissi ekkert um tilvist þeirra peninga. Um tveim til þrem dögum síðar hafi hún rætt símleiðis við C og hann þá tjáð henni að A hafi greint frá málinu en hann viljað að hún sjálf segði móður sinni frá því. Eftir að A, C og fjölskylda hans hafi komið aftur í bæinn hafi þau sest niður saman. Þá hafi D fengið að vita hvað hafi komið fyrir. D kvað A hafa átt við andlega erfiðleika að stríða í a.m.k. eitt ár. Vegna þess hafi hún m.a. farið í viðtal hjá BUGL og í framhaldi í sálfræðiviðtöl á vegum [...]. Hafi hún reynt sjálfsvíg um jólin 2004-2005, en hún hafi á þeim tíma verið í óæskilegum félagsskap og þá komin í svonefnda Gothic tísku. A hafi sveiflast í hegðun en eftir að hún hafi byrjað að taka þátt í [...]eftir áramótin 2004-2005 hafi létt yfir henni og hún blómstrað. Eftir [...] hafi hún farið að einangra sig og draga sig inn í skel. Um miðjan júlí 2005 hafi hún farið [...]. Hafi hún verið í þokkalegu ástandi fyrst eftir að hún kom að utan en það síðan breyst og hún aftur orðið inn í sig. D kvað A annað veifið hafa skorið sig í hendur. Hafi hún alltaf falið það. Eftir ferðina til [...] hafi A ekki lengur falið þetta og skurðirnir verið sýnilegir. Þá finnist D sem skurðirnir hafi orðið dýpri. Föstudaginn 19. ágúst 2005 hafi A farið í viðtal hjá BUGL og í beinu framhaldi verið lögð inn. Hafi A fallist á innlögnina og viljað fá hjálp. D kvaðst eitt sinn hafa tekið til í herbergi A áður en A hafi komið í helgarfrí frá BUGL. Við þá tiltekt hafi hún fundið svartan gervilim. Hafi D brugðið mjög við þetta og eftir að hafa sýnt föður A og sambýlismanni sínum gerviliminn hafi hún hent honum. D kvað dóttur sína búa hjá sér í dag og væri hún [...] þar sem hún ætlaði að sækja sér menntun. Væri hún í dag bæði á þunglyndis- og kvíðastillandi lyfjum.   

            G kvaðst hafa verið í sambúð með ákærða fyrir mörgum árum síðan. Þau hafi verið tvö á ferð í Englandi sumarið 1991. Á götu­markaði í Soho í London hafi þau keypt 20 myndbandsspólur af svokölluðu fullorðinsefni. Spólurnar hafi verið teknar með heim til Íslands. Að þeim hafi ekki verið hugað strax en þegar þau hafi ætlað að horfa á þær síðar hafi þær verið einhvern veginn truflaðar og ekkert sést. Hafi þau talið að varan hafi einfaldlega verið svikin. Spólurnar hafi verið settar niður í kjallara en til hafi staðið að henda þeim síðar. Eftir það hafi þau slitið samvistir. Hluti búslóðar G hafi verið eftir hjá ákærða í geymslu og sé þar enn. Eftir að rannsókn þessa máls hafi farið af stað hafi G frétt af því að lögregla hafi m.a. lagt hald á umræddar myndbandsspólur. Kvaðst G eiga umræddar spólur. Staðfesti hún fyrir dómi yfir­lýsingu á dskj. nr. 21.

            Fyrir dóminn komu rannsóknarlögreglumennirnir Loftur Kristjánsson, Jóhannes Jensson og Kristján Ingi Kristjánsson og Ágúst Evald Ólafsson lögreglu­maður. Lýstu þeir hver um sig aðkomu sinni að málinu og staðfestu einstaka þætti í rannsóknargögnunum. Kristján Ingi kvað lögregluna í Reykjavík hafa fengið mál H til rannsóknar í maí 2006. Takmarkaðar upplýsingar hafi legið fyrir í upphafi um hver væri hinn grunaði aðrar en að hann héti Árni. Lögregla hafi fengið í hendur tiltekið símanúmer en það hafi reynst óskráð. Við skýrslutöku fyrir dómi hafi H nefnt til sögunnar Árna, Rikka og Robba. Hún hafi sagt Rikka vera frá [...]  og hafi það leitt til þess að Kristján hafi hringt í Þ rannsóknarlögreglumann í [...]. Þá hafi komið í ljós að lögreglan í [...]  hafi verið með til rannsóknar mál þar sem Rikki og Robbi hafi komið við sögu og að fram hafi farið húsleit á heimili og vinnustað ákærða vegna málsins. Mál I hafi síðan komið upp þegar lögreglumenn hafi ætlað að yfirheyra hana fyrir norðan sem vitni í máli H. Af þessum ástæðum hafi ákærði ekki sérstaklega verið hafður undir grun er skýrslutaka af H hafi farið fram, en ef svo hefði verið hefði ákærði verið yfirheyrður áður um sakarefnið. 

            Vigdís Erlendsdóttir sálfræðingur í Barnahúsi staðfesti greinargerð sína á dskj. nr. 13 og lýsti nánar einstökum atriðum varðandi viðtalsmeðferð Vigdísar á A. Fram kom að Barnaverndarstofa [...] hafi 22. ágúst 2005 óskað eftir þjónustu Barnahúss vegna A þar sem grunur léki á um að stúlkan hefði orðið fyrir kynferðisbroti. Hefði stúlkan frá 9. september 2005 sótt 18 viðtöl til Vigdísar. Í samantekt og áliti kemur fram að viðtöl hafi leitt í ljós að hún hafi átt undir högg að sækja áður en hin ætlaða kynferðismisnotkun hafi átt sér stað vegna eineltis í skóla. Algengt sé að börn sem þannig sé ástatt fyrir standi verr að vígi en önnur börn til að verjast atburðum af því tagi sem A hafi lýst. Samkvæmt lýsingu stúlkunnar hafi líðan hennar breyst mjög til hins verra í kjölfar hinnar kynferðislegu misnotkunar. Hafi hún getið um kvíða, hræðslu, skort á einbeitingu sem og depurð og skapsveiflur. Á fyrstu mánuðum eftir atburðinn hafi stúlkan greinilega uppfyllt greiningarskilmála áfallaröskunar. Þær afleiðingar sem stelpan hafi glímt við séu til þess fallnar að auka á félagslega erfiðleika og draga úr árangri í námi og starfi. Ástand og líðan hafi batnað nokkuð á þeim tíma sem liðinn sé frá hinum ætluðu atvikum enda hafi hún notið aðstoðar geðlæknis og sálfræðings auk þess sem hún hafi um tíma verið vistuð á Barna- og unglingageðdeild. Hún hafi í maí 2007 verið vistuð á meðferðarheimilinu að [...]. Það sé mat Vigdísar að A hafi beðið alvarlegt tjón vegna atvika sem hún hafi lýst. Þess skuli jafnframt getið að algengt sé að fólk sem þolað hafi kynferðislegt ofbeldi í bernsku glími við afleiðingar þess á fullorðinsárum, s.s. í tengslum við kynlíf og fæðingar. A hafi lýst því fyrir Vigdísi hvernig hún hafi talið á sínum tíma að peningar þeir er hún hafi fengið fyrir hinar kynferðislegu athafnir myndu gleðja sig.

            Lilja Björk Þorsteinsdóttir félagsráðgjafi á Barna- og unglingageðdeild Land­spítala háskólasjúkrahúss staðfesti greinargerð sína á dskj. nr. 17 og lýsti einstökum atriðum varðandi líðan A. Fram kom að A hafi komið í bráðaviðtal 19. ágúst 2005 vegna stöðugrar vanlíðunar og sjálfsvígshugsana. Nokkuð hafi borið á sjálfsskaða. Greint hafi verið frá því að A hafi orðið fyrir kynferðislegri misnotkun af hálfu eldri manns. Hún hafi í kjölfar bráðaviðtalsins verið lögð inn á unglingadeild. A hafi verið í meðferð á deildinni frá árinu 2004 og verið lögð inn haustið 2005 vegna þunglyndis, sjálfsskaðandi hegðunar og áfallastreitu í kjölfar kynferðislegrar misbeitingar. A hafi verið lögð inn í annað sinn 5. apríl 2006 sökum stöðugrar vanlíðunar og sjálfsvígs­hugsana. Mikið hafi borið á lágu sjálfsmati hjá A og ljóst að meðferð á deildinni væri ekki nægjanleg. A hafi oftast verið samvinnufús á meðan á innlögn hafi staðið og haldið sig innan ramma deildarinnar. Hún hafi þó stundið dregið sig í hlé og viljað vera í einrúmi. Það hafi verið mat fagteymis deildarinnar að A þyrfti langtímameðferð eftir útskrift vegna áberandi áhættuhegðunar og hvatvísi. Slík hegðun geti hugsanlega átt rætur að rekja til undirliggjandi kvíða og lágs sjálfsmats í kjölfar kynferðislegrar misbeitingar. Lilja kvað það eitt sinn hafa gerst á deildinni að A hafi verið í miklu ójafnvægi. Hafi hún falið sig á deildinni og í framhaldi kveikt í húsnæðinu.

            Guðrún Guðmundsdóttir yfirlæknir á Barna- og unglingageðdeild Landspítala háskólasjúkrahúss kvað A hafa verið lagða inn á deildina vegna þunglyndis, vanlíðunar og sjálfsskaðandi hegðunar 19. ágúst 2005. Í viðölum við stúlkuna hafi komið fram að hún hafi í tvígang átt í kynferðislegum athöfnum með eldri manni gegn greiðslu. Líðan stúlkunnar við innlögn hafi verið mjög slæm. Hafi hún skorið sig í hendur, verið óörugg og leið og leitað mikið inn í herbergi. Hún hafi útskrifast eftir þessa innlögn 5. október 2005. Hún hafi komið aftur í innlögn 4. júní 2006 eftir föst viðtöl í millitíðinni. Þá hafi það gerst að hún hafi stungið af og kveikt í húsnæði deildarinnar. Hafi hún í kjölfarið verið flutt á slysadeild og síðan verið lögð inn. Hún hafi verið útskrifuð af deildinni 16. maí 2006. Hún hafi síðan aftur verið lögð inn og farið á meðferðarheimili fyrir norðan.

            Á dskj. nr. 12 er greinargerð Ingjalds Arnþórssonar forstöðumanns meðferða­r­heimilisins að [...]. Fram kemur að A hafi verið vistuð á meðferðarheimilinu frá 29. ágúst 2006. Gerður hafi verið samningur um vistun til haustsins 2007. Við komu hafi A borið ýmis einkenni mótþróa. Hafi hún verið í töluverðri andstöðu við foreldra sína og átt erfitt með að virða mörk þeirra og reglur. Hafi hún haldið nokkuð á lofti andfélagslegum skoðunum og haft áhuga á því að mála sig svarta í kringum augun. Fljótt hafi komið í ljós að A byggi yfir skarpri greind, hefði glöggt innsæi í vanda sinn og gott geðlag. Samanlagðir hafi þeir þrír kostir átt eftir að koma henni að góðu gagni. Skipulag og rammi meðferðarinnar hafi átt vel við A og kostir hennar komið í ljós. Hún hafi verið góður námsmaður, afburða íþróttakona og hafi fljótt vegna síns glöggva innsæis orðið mikilvægur aðili í að hjálpa öðrum í meðferðinni og sjá og skilja sinn vanda. Frá áramótum 2006 til 2007 hafi framfarir A verið sérlega miklar. Hafi verið ákveðið að stytta meðferð hennar um tæpa tvo mánuði. Það sé ógjörningur annað en að heillast af framförum stúlkunnar sem hafi þurft að þola margt, en rifið sig upp af krafti og dugnaði, án allrar sjálfsmeðaumkunar eða upp­gjafar. Ingjaldur staðfesti þessa greinargerð sína fyrir dóminum.

 

            Niðurstaða:

           Í 1. og 2. tl. er ákærða gefið að sök brot gegn stúlkunni A. Brot ákærða gagnvart A eiga samkvæmt 1. tl. ákæru að hafa lotið að því að hafa tælt stúlkuna, þá 14 ára, með peningagreiðslum og blekkingum og með því að nýta sér yfirburði sína gagnvart stúlkunni vegna aldurs- og þroskamunar til að hafa við hana kynferðismök í tvö skipti. Er miðað við að ákærði hafi komist í samband við stúlkuna með blekk­ingum með því að segjast á veraldarvefnum vera Rikki, 17 ára piltur. Fyrir kynferðis­mökin hafi ákærði greitt stúlkunni samtals 32.000 krónur. Er brotið talið varða við 3. mgr. 202. gr. laga nr. 19/1940, en til vara við 4. mgr. sömu greinar. Samkvæmt 3. mgr. 202. gr. laga nr. 19/1940, eins og ákvæðið hljóðaði fyrir gildistöku laga nr. 61/2007, um breyting á almennum hegningarlögum, skal hver sem með blekkingum, gjöfum eða á annan hátt tælir ungmenni yngra en 18 ára til samræðis eða annarra kynferðismaka, sæta fangelsi allt að 4 árum. 

           Ákærði hefur við rannsókn og meðferð málsins hjá lögreglu viðurkennt að hafa átt í kynferðislegum samskiptum við A. Hefur hann lýst því að hann hafi kynnst henni á veraldarvefnum og að með þeim hafi myndast einlæg og gagnkvæm vinátta. Hafi það leitt til þess að þau hafi hist í tvígang og m.a. haft samfarir. Ekki kvaðst ákærði reiðubúinn til að lýsa samförunum nánar. Ákærði hefur í skýrslu sinni hjá lögreglu mótmælt því að hafa blekkt stúlkuna. Þá hefur hann einnig mótmælt því að hafa í samskiptum við hana á veraldarvefnum látið sem hann væri tiltekinn Rikki eða að hafa greitt henni fyrir hin kynferðislegu samskipti. 

           A hefur lýst því að hún hafi á veraldarvefnum kynnst pilt að nafni Rikki, sem hafi verið 17 ára gamall. Hafi Rikki verið góður við A. Einhverju sinni hafi hún tjáð honum að hún ætti litla peninga. Hafi hann þá sagt henni frá því að hann vissi um mann sem myndi greiða fyrir kynferðisleg samskipti. Í framhaldi af því hafi sá maður haft samband við A á veraldarvefnum. Hafi hann kallað sig ýmist Robbi eða Árni og í tvígang greitt henni fyrir kynferðisleg samskipti. Hafi greiðslan numið  10.000 krón­um í fyrra skiptið og 20.000 krónum í það síðara.   

           Lögreglurannsókn sem fram fór í kjölfar frásagnar stúlkunnar af kynferðis­legum samskiptum við eldri mann beindist m.a. að því að lögregla aflaði heimilda til að fá upplýsingar um tengsl við símanúmerið 659 9246. Auk þess voru samskipti tölvu A við Robba rakin. Sú upplýsingaöflun leiddi til þess að tengsl voru rakin á milli tölvu A og tölvu á heimili ákærða að Traðarlandi 12 í Reykjavík. Er það lá fyrir og lýsing A á Robba var framkvæmd húsleit á heimili ákærða að Traðarlandi 12 í Reykjavík og vinnustað hans að Hafnarstræti 20 í Reykjavík. Þá var framkvæmd leit í grárri jeppabifreið er skráð var á eiginkonu ákærða. Húsleit á heimili ákærða leiddi m.a. í ljós að á staðnum voru tveir gsm símar með IMEI númerin 350771104359090 og 490523201387700. Rannsókn lögreglu leiddi jafnframt í ljós að símarnir báðir höfðu verið í notkun með fjórum símanúmerum, en það eru númerin 616 9913, 663 7018, 692 6688 og 693 0183. Fram er komið að öll númerin eru óskráð, nema númerið 692 6688 sem er skráð á Fáfnir ehf. - Fjárfestingarfélag, en ákærði er skráður fyrir félaginu. Fyrir liggur að A hafði yfir að ráða símanúmerinu [...] á þeim tíma er hún var í samskiptum við ákærða. Lögregla hefur aflað gagna frá Símanum um notkun símanúmersins [...]. Í samantekt kemur fram að á tímabilinu 26. júlí 2005 til 11. ágúst 2005 hafi verið send sms skeyti úr símanúmerinu 15 sinnum í símanúmerið 659 9246 og á tímabilinu 27. júlí 2005 til 5. ágúst 2005 samtals 19 sinnum verið send sms skeyti í símanúmerið 616 9913. Þrjár innhringingar hafi verið úr númerinu 616 9913 og tvisvar sinnum verið hringt í sama númer. Ákærði hefur borið að hann hafi notað númerið 692 6688, en hefur ekki viljað kannast við númerin 693 0183, 663 7018 eða 616 9913. Lögregla hefur undir ákæruliðum er varða brot gegn H, I og J, leitt í ljós tengingar á milli símanúmera stúlknanna og stúlknanna Í, K og L við númerin 616-9913 og 663 7018.

          Farið hefur fram rannsókn á tölvu A og tölvum er haldlagðar voru á heimili ákærða og vinnustað. Sú rannsókn hefur leitt í ljós að A hefur verið í samskiptum við Robba undir netfanginu bestur2000@hotmail.com. Þá hefur hún einnig verið í samskiptum við Rikka sem hefur verið með netfangið geiriboy1@hotmail.com. Ákærði hefur viðurkennt við lögreglurannsókn að hafa notað netfangið best­ur2000@hot­mail.com í samskiptum á veraldarvefnum. Vildi hann ekki tjá sig um hvort hann kannaðist við netfangið geiriboy1@hotmail.com. Rannsókn lögreglu hefur leitt í ljós að ákærði hefur á vinnustað sínum verið með vistuð í tölvu skjöl úr samskiptarásinni msn sem bæði eru með netfangið bestur2000@hotmail.com og geiriboy1@hotmail.com. Þá hefur rannsóknin leitt í ljós að í tölvu á heimili ákærða voru skjöl úr samskiptarásinni msn sem eru með netfangið geiriboy1@hotmail.com. 

            Við húsleit á heimili ákærða var lagt hald á minnisbók, en í hana eru skráð fjöldi nafna, símanúmera og netfanga. Þar á meðal er nafn A og símanúmer stúlk­unnar. Á bakhlið minnisbókarinnar eru skráð þrjú nöfn og þrjú símanúmer. Eru það nöfnin Rikki og númerið 663 7019, Árni og númerið 616 9913 og Robbi og númerið 659 9246. Þá fundust við húsleitina plast af símakortum og á plastið rituð númerin 616 9913 og 692 6688. Þá liggur fyrir að lögregla hefur sannreynt að í símaskrá síma A voru nöfnin Rikki og við það nafn skráð símanúmerið 616 9913 og nafnið Robbi og við það nafn símanúmerið 659 9246.

            Í þessum ákærulið skýrir A þannig frá upphafi kynna sinna af eldri manni sem greitt hafi fyrir kynferðisleg samskipti, að hún hafi á veraldarvefnum kynnst ungum pilt að nafni Rikki sem hafi orðið góður vinur hennar. Er A hafi greint honum frá því að hana vantaði peninga hafi Rikki tjáð henni að hann vissi um eldri mann sem væri reiðubúinn að láta henni í té fjármuni gegn kynferðislegum samskiptum. Hafi Rikki sagt að faðir Rikka væri að vinna á vinnustað Robba. Með sama hætti hefur H lýst því hvernig hún hafi komist í samband við eldri mann eftir að Rikki hafi tjáð henni að hann vissi um mann sem væri tilbúinn að gera stúlkum greiða gegn kynferðislegum samskiptum. Í og K hafa staðfest þessa frásögn H og Í fullyrt að hún hafi orðið vitni að því er H hafi haft kynferðisleg samskipti við manninn. Auk þess hefur K lýst því að hún hafi eitt sinn verið í sjoppu í Fellahverfi í Reykjavík er H hafi hitt manninn og komið til baka með peninga. Í, K og L hafa einnig lýst samskiptum sínum við Rikka á veraldarvefnum og hvernig hann hafi sagt að hann þekkti eldri mann sem væri tilbúin til að greiða tiltekna fjárhæð gegn kynferðislegum samskiptum. Af framburði stúlknanna verður ekki annað ráðið en að þær hafi aldrei hitt nefndan Rikka í eigin persónu. Nokkurt samræmi er í lýsingu A á Robba eða Árna og lýsingu H og Í á manni að nafni Árni, sem eigi að hafa greitt H fyrir kynferðisleg samskipti. Hafa þær allar lýst manninum sem á miðjum aldri, frekar þybbnum og ýmist með klút á höfði eða sköllóttum og að hann hafi oftast verið á grárri jeppabifreið.

            Þegar framangreint atriði eru virt, til þess er litið að tveir símar fundust á heimili ákærða sem hringt hefur verið úr í síma A og hafa einnig verið notaðir fyrir símanúmer þar sem viðkomandi hefur kynnt sig sem Rikki, að í tölvum á vinnustað og heimili ákærða fundust nokkur fjöldi skjala úr samskiptarásinni msn sem bera netfang sem Rikki hefur notað, að A og L ber saman um að þeim hafi fundist þær væru í samskiptum við sama manninn þegar Robbi, Árni og Rikki eru nefndir til sögunnar og að í síma A hefur símanúmer verið vistað undir nafninu Rikki sem tengist síma sem fannst á heimili ákærða og loks þess að á heimili ákærða fundust umbúðir utan af símakortum með símanúmerum þar sem viðkomandi einstaklingur hefur hringt í ofangreindar stúlkur og kynnt sig sem Rikki, þykir dóminum komin fram lögfull sönnun þess að þegar svonefndur Rikki hafi verið í samskiptum við A á veraldarvefnum, hafi viðkomandi villt á sér heimildir og í raun og veru verið um ákærða að ræða.

          Fyrir liggur að foreldrar A fundu 32.000 krónur í reiðufé í vörslum stúlkunnar og voru allir seðlarnir ,,stífstraujaðir”. Hefur hún sagt að fjármunina hafi hún fengið hjá nefndum Robba. Framburður A þykir trúverðugur og sækir m.a. stoð í framburð H, Í, K, J Í og L, sem allar hafa lýst því hvernig eldri maður hafi boðið þeim greiðslu í stað kynferðislegra samskipta. Telur dómurinn sannað að ákærði hafi greitt A 32.000 krónur fyrir þau tvö skipti er hann hafði við hana samræði sumarið 2005. 

            Engin ástæða er til að draga í efa þann framburð A, sem samrýmist fram­burðum H, Í og K, að Rikki hafi fengið stúlkurnar til að treysta sér og orðið góður vinur þeirra og félagi. Við mat á niðurstöðu liggur þannig fyrir að ákærði blekkti A og fékk hana til að treysta sér er hann gaf henni til kynna að hann væri ungur piltur að nafni Rikki. Þá liggur það fyrir að A stóð höllum fæti félagslega á þessum tíma. Í þessari stöðu kynnti ákærði til sögunnar vin sinn Robba, sem væri til í að greiða stúlkunni talsverða fjárhæð fyrir kynferðisleg samskipti. Er það niðurstaða dómsins að ákærði, sem vissi fullvel um bágar aðstæður stúlkunnar, hafi með þessu blekkt stúlkuna og nýtt sér yfirburði sína vegna aldurs-, þorska- og aðstöðumunar. Hann aflaði sér vitneskju um hagi hennar í skjóli samskipta, sem stúlkan taldi að væru við vin sinn Rikka og fann sér leið til þess að eiga við hana kynferðisleg samskipti. Í þessari háttsemi ákærða eru þannig fólgin fjögur atriði. Í fyrsta lagi frumkvæði af hans hálfu til að setja sig í samband við A. Í annan stað blekking af hans hálfu með því að koma fram sem Rikki. Í þriðja lagi aldurs- og þroskamunur á þeim tveim. Í fjórða lagi eru fyrir hendi bágar aðstæður stúlkunnar. Er það niðurstaða dómsins að í þessu framferði ákærða í heild sinni hafi falist tæling. Ákærða mátti vera það ljóst að miklar lýkur væru á að stúlkan léti til leiðast um síðir og væri reiðubúin að hafa við hann kynferðismök til að afla fjárins. Fellur háttsemi ákærða undir 3. mgr. 202. gr. laga nr. 19/1940. Með vísan til þessa verður ákærði sakfelldur samkvæmt ákæru og er háttsemin rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru að því er 1. tl. varðar.

          Í 2. tl. ákæru er ákærða gefið að sök að hafa sýnt A ósiðlegt athæfi með því að senda henni í tölvupósti 4 ljósmyndir af nöktum karlmanni, með reistan getnaðarlim, að fróa sér. Brot ákærða samkvæmt 2. tl. er talið varða við 209. gr. laga nr. 19/1940, en til vara við 3. mgr. 99. gr. laga nr. 80/2002. A hefur ekki tjáð sig um hvort hún hafi yfir höfuð séð umræddar 4 myndir, heldur var það rannsókn lögreglu sem leiddi í ljós framangreindar myndir í tölvu stúlkunnar, sem einnig hafa fundist í tölvu ákærða. Við hverja mynd í tölvu A og tölvu ákærða er dagsetning. Er yngri dagsetning við myndirnar í tölvu A. Af því dregur lögregla þá ályktun að myndirnar hafi verið sendar úr tölvu ákærða yfir í tölvu A. Miðað við það sem hér hefur verið rakið liggur ekki fyrir hvort A hafi séð umræddar myndir, sem er grundvöllur að sakfellingu. Verður því ekki hjá því komist að sýkna ákærða af broti samkvæmt 2. tl. ákæru.   

          Í 7. – 9. tl. ákæru er ákærða gefið að sök vörslur á svokölluðu barnaklámi. Er annars vegar um að ræða fimm myndbandsspólur, sem fundust við húsleit á heimili ákærða. Hins vegar er um að ræða myndir sem vistaðar voru á hörðum diskum á tölvum á heimili ákærða og vinnustað. Varnir ákærða varðandi myndbandsspólurnar lúta að því að hann hafi ekki vitað að spólurnar sýndu börn á kynferðislegan og klámfengin hátt, en hann hafi talið þær ónýtar þar sem hann hafi ekki séð neitt á þeim er hann hafi horft á þær fljótlega eftir kaup sumarið 1991. Þá hefur fyrrverandi sambýliskona ákærða staðfest þessa frásögn ákærða, auk þess sem skilja verður fram­burð hennar og yfirlýsingu á þá leið að hún sé eigandi að umræddum myndbands­spólum. Rétturinn hefur horft á myndbandsspólurnar. Er engum vafa undirorpið að þær sýna börn á kynferðislegan og klámfenginn hátt. Engin vandkvæði voru að horfa á spólurnar. Þó svo að vera kunni að ekki sé unnt að horfa á þær í einhverjum tegund­um myndbandstækja eru flest myndbandstæki nothæf að þessu leyti. Spólurnar voru sannanlega í vörslum ákærða með því að þær fundust á heimili hans. Verður vörnum ákærða um að hann hafi ekki vitað af því efni sem er á spólunum hafnað.

            Þá liggur fyrir að við lögreglurannsókn fundust 104 ljósmyndir á hörðum disk tölvu sem lagt var hald á heimili ákærða. Miðar ákæruvald við ljósmyndirnar sýni börn á kynferðislegan og klámfengin hátt. Sömuleiðis fundust 121 ljósmynd á hörð­um disk á tölvu sem lagt var hald á vinnustað ákærða sem ákæruvald miðar einnig við að sýni börn á kynferðislegan og klámfengin hátt. Að stofni til fundust þessar myndir á tímabundnum netskrám sem voru endurheimtar við rannsókn lögreglu, en mynd­irnar hafa farið inn í tölvurnar þegar internetsíður með þessu efni hafa verið skoðaðar. Myndir þessar voru sannanlega vistaðar á tölvunum, sem báðar voru í vörslum ákærða. Rétturinn hefur farið yfir myndirnar en þær sjást einna skýrast á tölvudiski er fylgir málinu. Er það niðurstaða réttarins að óvíst sé hvort myndir sem fundust í tölvu á heimili ákærða merktar skráarheitum logo_09(1), logo_16(1), logo_22(1) og tvær merktar tour1_11(1), sýni börn á kynferðislegan eða klámfengin hátt. Þá sé óvíst hvort myndir sem fundust í tölvu haldlagðri á vinnustað ákærða merktar skráarheitum dffgf1228(1), dffgf2157(1), dffgf2266(1), image068(1), image075(1), image133(1), image1357(1), image180(1) og image262(1), sýni börn á kynferðislegan eða klámfengin hátt. Allar aðrar myndir sýna börn á kynferðislegan og klámfengin hátt. Að þessu gættu verður ákærði sakfelldur fyrir vörslur á fimm myndbandsspólum, 99 ljósmyndum á hörðum diski í tölvu á heimili ákærða og 112 ljósmyndum á hörðum diski tölvu á vinnustað ákærða að Hafnarstræti 20 í Reykjavík. Varðar brot ákærða við 4. mgr. 210. gr. laga nr. 19/1940.

 

            3. tl. ákæru.

            Með bréfi 4. maí 2006 fór Barnavernd Reykjavíkur þess á leit við lögregluna í Reykjavík að fram færi rannsókn á því hvort H hafi verið beitt kynferðislegu ofbeldi af hálfu óþekkts aðila. Í bréfinu kemur fram að H hafi verið í fíkniefnaneyslu undanfarin tvö ár og sé nýútskrifuð úr greiningarvistun á Stuðlum. Tilkynning hafi borist frá Stuðlum 11. apríl 2006 um að H hafi greint frá því í samtali við tvo starfsmenn Stuðla að maður um fimmtugt hafi ítrekað misnotað hana kynferðislega undanfarið eitt og hálft ár. Maðurinn væri ekki tengdur henni fjölskylduböndum og héti Árni. Maðurinn hafi látið H fá peninga fyrir athafnirnar. Hafi H sagt frá því að maðurinn hafi haft samband við hana í síma þegar hún hafi verið í leyfi 8. apríl 2006. Í viðtali H við starfsmann Barnaverndar Reykjavíkur hafi komið fram að H væri mjög ósátt við tilkynninguna. Hafi hún litið svo á að starfsmenn Stuðla hafi brugðist trausti hennar. Miðvikudaginn 24. maí 2006 mætti L á lögreglustöð og lagði fram kæru vegna kynferðisbrots gagnvart stúlkunni.

            Með bréfi lögreglunnar í Reykjavík frá 29. maí 2006 var þess farið á leit við símafyrirtæki að upplýsingar yrðu veittar um öll samtöl í og frá símanúmerinu [...], sem var símanúmer er H notaði á árunum 2005 og 2006. Í rannsóknargögnum málsins er yfirlit frá Símanum um tengingar við símanúmerið. Þá úrskurðaði Héraðsdómur Reykjavíkur 15. júní 2006 að símaþjónustufyrirtækjum væri skylt að veita lögreglu upplýsingar um tengingar við símanúmerið 616 9913, en grunur léki á um að úr því númeri hefði hringt óþekktur maður sem hefði haft í frammi kynferðislegar athafnir gagnvart H. Í gögnum málsins liggja fyrir viðamiklar upplýsingar símaþjónustu­fyrirtækis um samskipti við umrætt símanúmer. Lögregla hefur ritað skýrslu um umrædd gögn. Þar kemur fram að símanúmerið 616 9913 hafi verið notað í tveim símtækjum sem beri IMEI númerin 350771104359090 og 490523201387700. Þá komi fram að í þessum símtækjum hafi verið notuð fjögur númer, en um sé að ræða númerin 616 9913, 663 7018, 692 6688 og 693 0183. Öll númerin séu óskráð, nema númerið 692 6688 sem sé skráð á Fáfnir ehf. - Fjárfestingarfélag, en ákærði sé skráður fyrir félaginu. Rituð hefur verið lögregluskýrsla 10. janúar 2007 um samskipti síma­númeranna [...] og 616 9913. Fyrra númerið sé símanúmer H en það síðara hafi fundist skrifað í minnisbók við húsleit á heimili ákærða. Samkvæmt símayfirlitum liggi fyrir að hringt hafi verið nokkrum sinnum úr númerinu 616 9913 í númerið [...]. Samkvæmt gögnum frá símafélögum hafi númerið 663 7018 einnig verið notað í þessum tveim símtækjum. Þá hafi verið hringt nokkrum sinnum úr umræddu númeri í símanúmer H. Þá hafi fundist talsverð samskipti á milli númeranna [...], sem hafi verið númer H og númersins 616 9913. Þá hafi gögn frá símafyrirtækjum einnig leitt í ljós samskipti símanúmeranna [...], sem sé símanúmer I, og númeranna 616 9913 og 663 7018. Þá hafi gögn frá símafyrirtækjum leitt í ljós samskipti símanúmeranna [...], sem sé símanúmer K, og númeranna 616 9913 og 663 7018. Loks hafi gögn frá símafyrirtækjum leitt í ljós samskipti símanúmeranna [...], sem sé símanúmer Í, og númeranna 616 9913 og 663 7018.

            Fimmtudaginn 2. nóvember 2006 mætti H í myndsakbendingu á lögreglustöð. Er fært í skýrslu að H þekki ekki neinn á þeim myndum er fyrir hana hafi verið lagðar, en tekur fram að ef einstaklingur á mynd nr. 7, sem er ákærði, væri með sólgleraugu og höfuðklút þá væri hann líkur þeim manni sem væri grunaður um að hafa notað hana kynferðislega. Föstudaginn 3. nóvember 2006 mætti Í í myndsakbendingu á lögreglustöð. Er fært í skýrslu að Í þekki ekki neinn á þeim myndum er fyrir hana hafi verið lagðar, en tekur fram að ef einstaklingur á mynd nr. 6, sem er ákærði, væri með sólgleraugu og höfuðklút væri hann líkur þeim manni sem væri grunaður um að hafa notað H kynferðislega. Þriðjudaginn 12. desember 2006 mætti I í myndsakbendingu á lögreglustöð. Er fært í skýrslu að I þekki ekki neinn á þeim myndum er fyrir hana hafi verið lagðar.

 

            Fimmtudaginn 8. júní 2006 var tekin skýrsla af H fyrir dómi, sbr. a-liður 1. mgr. 74. gr. laga nr. 19/1991. Í framburði H kom fram að hún hafi nokkuð oft hitt mann að nafni Árni. Hafi þau hist í bifreið Árna, en hann hafi verið á gráum jeppa með dökkum rúðum. H hafi upphaflega hitt Árna í tengslum við pilt að nafni Rikki sem búi í Keflavík. Rikki sé 17 eða 18 ára gamall. Ekki kvaðst H vita hvar nefndur Rikki byggi eða hvert væri símanúmerið á heimili hans. Hún hafi verið í sambandi við Rikka á netinu í gegnum samskiptarásina msn. Einhverju sinni hafi H verið ,,í stroki” og hafi hún þurft að fá far á tiltekinn stað. Atburðurinn hafi verið á skólahluta ársins. Tvær vinkonur H vissu af þessu, þær I og Í. Umrætt sinn hafi H verið á hæðinni fyrir neðan þar sem blóðmóðir hennar byggi að [...] Reykjavík hjá tilteknum N. Þar hafi H rætt við Rikka og hafi Rikki útvegað H far með því að ræða við tiltekinn Árna. Á samskiptarásinni msn hafi komið fram að Árni vildi fá eitthvað í staðinn fyrir að skutla H milli húsa. Í hafi einnig vitað að umræddur Árni vildi fá eitthvað í staðinn. Ekki hafi Rikki nefnt nákvæmlega hvað það ætti að vera en H vitað það, auk þess sem Í hafi séð það af samskiptunum á msn. Kvaðst H hafa frétt að Rikki væri vinur bróður Árna. Árni hafi sótt H og Í á [...] að kvöldi til og þá verið á lítilli bifreið sem hafi verið hvít á litinn. Þau hafi farið að Umferðamiðstöðinni í Vatnsmýrinni. Í hafi farið inn í Umferðamiðstöðina og keypt sér eitthvað að drekka. Árni hafi viljað fá munnmök í staðinn fyrir farið og hafi munnmökin farið fram í bifreiðinni á bifreiðastæði rétt hjá Umferðamiðstöðinni. Kvaðst H telja að maðurinn hafi fengið sáðlát við munnmökin. H hafi verið undir áhrifum áfengis er þetta hafi átt sér stað. Í hafi vitað af þessu, en hún hafi sennilega séð atvikið með því að koma að bifreiðinni, auk þess sem H hafi sagt henni frá því sem fram hafi farið. H kvaðst hafa séð Í fyrir utan bifreiðina umrætt sinn. Í hafi þá verið besta vinkona H. Hún hafi aftur hitt umræddan Árna sennilega þrem dögum síðar. Hafi það gerst í gegnum samskipti við Rikka, en Rikki hafi hringt í H. Í framhaldi hafi Árni hringt í H. Árni hafi hringt úr eigin síma í síma H, sem hafi verið [...]. Er H hafi hitt Árna aftur hafi hún á ný veitt honum munnmök. Árni hafi látið hana fá pening fyrir munnmökin. Kvaðst H sennilega hafa hitt ákærða um fimmtán sinnum í þessum tilgangi. Hún hafi sennilega hitt hann á bilinu þrisvar til fimm sinnum í mánuði. Fyrir utan að hafa haft munnmök við Árna hafi hún einnig haft við hann samfarir. Það hafi verið eftir að hún hafi haft munnmök við Árna fimm eða sex sinnum. Þá hafi Árni káfað á brjóstum hennar og stungið fingri inn í leggöng hennar. Hinar kynferðislegu athafnir hafi alltaf farið fram í bifreið er Árni hafi verið á. Árni hafi þá greitt henni á bilinu 10.000 til 20.000 krónur fyrir hin kynferðislegu samskipti í reiðufé og hafi H notað þann pening til að fjármagna fíkniefnakaup. Árni hafi lagt bifreiðinni víðsvegar í Reykjavík, t.a.m. rétt við [...] Árni hafi tjáð H að hann starfaði við fasteignasölu. Hann hafi verið um fimmtugt og nokkuð þéttur. Árni hafi ávallt verið með sólgleraugu og með klút um höfuðið. H kvaðst hafa verið í stroki fyrst þegar hún hafi hitt Árna og hafi honum verið kunnugt um það. H bar að brotið hafi verið á sér kynferðislega í öðrum tilvikum en varðandi samskipti hennar við Árna. H bar að sér hafi liðið mjög illa á meðan á hinum kynferðislegu samskiptum við Árna hafi staðið.

            Laugardaginn 14. október 2006 var tekin skýrsla af ákærða hjá lögreglu. Eftir að ákærða hafði verið gerð grein fyrir sakarefninu kvaðst hann neita sök en ekki telja ástæðu til að tjá sig frekar um sakarefnið þar sem það væri allt of persónulegt. Kvaðst ákærði ekki muna eftir nafninu H. Aðspurður kvaðst ákærði ekki kannast við símanúmerin 663 7018, 616 9913 eða 659 9246. Ákærði kvaðst sjálfur vera með símanúmerið 692 6688, en það númer væri skráð á einkahlutafélagið Fáfni. Ákærði kvaðst hafa aðgang að tveim jeppabifreiðum og fólksbifreið. Annar jeppinn væri Cherokee en hinn Ford Expedition. Fólksbifreiðin væri af gerðinni Jagúar og væri gyllt á litinn. Ákærði væri skráður fyrir fólksbifreiðinni en eiginkona ákærða fyrir jeppunum.

            Við aðalmeðferð málsins fyrir dómi nýtti ákærði sér rétt sinn sem ákærður einstaklingur til að tjá sig ekki fyrir dómi.

            Mánudaginn 4. desember 2006 var tekin skýrsla af I fyrir dómi, sbr. a-liður 1. mgr. 74. gr. laga nr. 19/1991. Í skýrslu I kom m.a. fram að hún hafi frétt frá H að H hafi verið að hitta mann sem hafi greitt henni fyrir að hafa við hann munnmök. Hafi H í upphafi fengið 10.000 krónur fyrir skiptið. Síðar hafi hún farið að fá meira. Einn daginn hafi I verið annað hvort á niðurtúr eða í fráhvörfum vegna fíkniefnaneyslu og þurft að fá einhver efni. Kvaðst I hafa hringt í H til að fá símanúmer þessa manns er H hafi verið að hitta. Kvaðst I hafa hringt í hann í framhaldinu og hitt hann í nágrenni við kirkju í Mjóddinni. Hafi hún farið upp í bifreið til mannsins, sem hafi gefið henni bjór að drekka. Hafi maðurinn verið á gráleitum jeppa með leðursætum og dökkum rúðum afturí. Í framhaldi hafi maðurinn, sem hafi sagst heita Árni og vera fasteigna­sali, ekið í nágrenni við Elliðaárdalinn. Maðurinn hafi verið búinn að leggja aftursætin niður og koma þar fyrir sængum. Hafi I veitt manninum munnmök í bifreiðinni. Fyrir það hafi hann greitt henni fjármuni. Maðurinn hafi sagt að hún fengi ,,sama díl” og H og greitt henni 14.000 krónur fyrir athafnirnar. Kvaðst I ekki hafa hitt manninn aftur þrátt fyrir að hann hafi haft samband við hana.   

            Í gaf skýrslu hjá lögreglu 19. júní 2006. Kvaðst hún veturinn 2005 til 2006 hafa verið í samkvæmi á [...] ásamt H og hafi H í samkvæminu verið tengd inn á samskiptarásina msn. Á msn hafi H rætt við pilt að nafni Rikki, sem hafi verið 17 eða 18 ára að aldri. H hafi drukkið áfengi þetta kvöld en Í ekki. Þær hafi ætlað að fara saman heim til Í að [...] H hafi spurt Rikka hvort hann gæti fengið einhvern til að skutla þeim heim til Í. Á einhverjum tímapunkti hafi H lagst í rúmið og Í þá farið að ræða við Rikka á msn. Hafi hún spurt hann hvort hann væri búinn að bjarga þeim um far og Rikki þá sagt að hann þekkti mann sem hann væri að vinna með sem gæti skutlað þeim. Eftir nokkrar samræður hafi Rikki sagt að maðurinn væri til í að skutla þeim gegn því að þær hefðu við hann munnmök. Kvaðst Í hafa sagt H þetta og spurt hana hvort hún væri til í að hafa munnmök við manninn fyrir farið. Hafi H sagt að hún væri til í það. Þá hafi H verið nokkuð ölvuð. Stuttu síðar hafi maðurinn komið á [...] og hafi klukkan þá verið um 4.00 að nóttu til. Maðurinn hafi verið á einhvers konar fornbíl, ljósbláum að lit. Í hafi sest aftur í bifreiðina en H í framsæti. Eftir stuttan spöl hafi maðurinn spurt þær hvort þær ætluðu ekki að standa við það sem hafi verið ákveðið og H þá spurt hvað það hafi verið. Þá kvaðst Í hafa spurt hana hvort hún myndi ekki eftir því sem hún hafi sagt og hafi H þá munað að rætt hafi verið um að hún myndi hafa munnmök við manninn. Hafi Í fengið það á tilfinninguna að H myndi ætla að hætta við og maðurinn þá dregið úr hraða bifreiðarinnar. Hafi Í þá spurt hvort þau gætu ekki ,,gert þetta” á meðan hún færi inn á BSÍ. Hafi H nánast ekkert sagt. Maðurinn hafi stöðvað bifreiðina við BSÍ og látið Í fá 2.500 eða 3.500 krónur í reiðufé. Í framhaldi hafi maðurinn ekið bifreiðinni út í kant suðvestur af húsinu. Hafi Í farið að versla en þegar hún hafi ætlað að ganga til baka að bifreiðinni hafi hún séð að H og maðurinn hafi verið í aftursæti bifreiðarinnar og H verið að hafa við manninn munnmök. Hafi Í þá gengið til baka að BSÍ og beðið þar um stund og því næst gengið aftur að bifreiðinni. Í því hafi H farið út úr bifreiðinni og maðurinn girt sig. Eftir þetta hafi maðurinn ekið þeim að [...] þar sem þær hafi farið inn. Þangað hafi þær tvær fengið til sín eiturlyfjasölumann sem hafi selt þeim hass fyrir hluta af þeim fjármunum sem þær hafi fengið frá manninum. Á [...] hafi þær rætt um það sem gerst hafi og H sagt að það hafi verið ,,ógeðslegt” og að þetta myndi hún aldrei gera aftur. Þær hafi notað hassið og sofnað. Um kl. 11.00 næsta morgun hafi lögregla komið á heimilið og tekið H þar sem hún hafi verið ,,í stroki”. Eftir þetta hafi Í og H verið í sambandi við manninn í gegnum síma og H og maðurinn hist margoft eftir þetta. Til að byrja með hafi það verið um tvisvar sinnum í viku en síðar hafi þau hist daglega. Í hvert skipti sem þau hafi hist hafi kynferðisleg samskipti átt sér stað á milli þeirra. Í hvert skipti hafi maðurinn látið H hafa pening fyrir samskiptin. Stundum hafi maðurinn hringt í Í vegna þessara samskipta en annars beint í H. Í þeim tilvikum sem maðurinn hafi hringt í Í hafi Í samið um hve mikið maðurinn myndi greiða fyrir, en oftast hafi maðurinn greitt H 15.000 krónur. Stundum hafi það verið minna og stundum 20.000 krónur. Þegar maðurinn hafi hitt H hafi hann náð í hana þar sem Í og H hafi verið staddar og síðan ekið henni til baka oft fimmtán mínútum síðar. H hafi fengið greitt í reiðufé í hvert skipti. H hafi margsinnis sýnt Í reiðuféð að samskiptum loknum. Þær tvær hafi síðan deilt peningunum og keypt sér eiturlyf fyrir enda báðar verið í mikilli fíkniefnaneyslu á þeim tíma. Maðurinn hafi vitað um fíkniefnaneyslu þeirra en Í hafi sagt honum að þær vantaði pening fyrir fíkniefnakaupum. Í kvaðst sjálf einhverju sinnum hafa hringt í manninn og beðið hann um pening. Hafi hann nokkrum sinnum komið með á bilinu 1.000 til 4.000 krónur og látið hana fá. Hafi hann spurt hvort hann fengi eitthvað í staðinn en hún ávallt neitað honum um kynferðisleg samskipti. Í kvað manninn hafa kallað sig Árna, hafa verið ekki yngri en fimmtugur, sköllóttur, oft með klút, derhúfu eða stutta húfu, mjög brúnn og sagt að hann ferðaðist mikið vegna vinnu sinnar. Hann hafi verið þéttur í vexti og oft verið með sólgleraugu. Maðurinn hafi alltaf setið inni í bíl og verið mjög fínt klæddur. Kvaðst Í minnast þess að maðurinn hafi talað með smá hreim, þó ekki erlendum. Það hafi verið meira þannig að röddin hafi verið sérstök. Árni hafi verið á þrem mismunandi bifreiðum er hún hafi séð hann. Í fyrsta skiptið hafi hann verið á fornbifreið. Síðar hafi hann verið á jeppa með dökkum leðursætum. Í eitt skipti hafi hann síðan verið á stórum jeppa. Í kvaðst hafa vistað nafn mannsins í gsm síma sínum undir ,,Árni” eða ,,Peningagaurinn”.  

            Fyrir dómi greindi Í frá atvikum með álíka hætti og hjá lögreglu þó svo hún myndi einstök atriði ekki af sömu nákvæmni. Kvaðst hún hafa munað atvik betur er hún gaf skýrslu hjá lögreglu. Kvaðst Í aldrei hafa hitt eða séð Rikka, kærasta H. Í kvað hana og H hafa verið í mikilli neyslu á því tímabili sem H hafi hitt Árna og hafi þeim fjármunum er H hafi fengið fyrir hinar kynferðislegu athafnir með manninum verið varið í kaup á fíkniefnum sem Í og H hafi notað í sameiningu. Í kvaðst ekki telja að aðrir en hún og H hafi vitað af því að H hafi verið að hitta þennan mann. Kvaðst Í oftast hafa verið með H er H hafi hitt Árna. Það hafi verið sökum þess að þeim fármunum er H hafi fengið hafi umsvifalaust verið varið til fíkniefnakaupa fyrir þær báðar.

            K kvaðst hafa verið góð vinkona H. Hafi K frétt af því veturinn 2005 til 2006 að H væri að hitta eldri mann sem hún væri að stunda munnmök með gegn greiðslu. Kvaðst K hafa spurt H um þetta og hún þá sagt henni hvers kyns væri. Fram hafi komið að H væri að hitta manninn sem næði í hana á bifreið sinni og æki með hana eitthvert þar sem hún hefði við hann munnmökin. Fyrir munnmökin greiddi maðurinn. K hafi spurt H af hverju hún væri að gera þetta og H þá svarað því til að hún gerði þetta peninganna vegna því þá gætu hún keypt sér eiturlyf. Í eitt skipti hafi hún og H verið í sjoppu í Fellahverfi en þá hafi H sagt að hún væri að fara að hitta manninn. Skömmu síðar hafi H horfið og komið til baka um klukkustundu síðar og þá verið með 10.000 krónur sem hún hafi sagt að væru frá manninum. Fyrr þennan dag hafi H kvartað undan peningaleysi og sagt að hún fengi pening síðar um daginn fyrir að veita manninum munnmök. H hafi verið í mikilli fíkniefnaneyslu á þessum tíma. K kvaðst aldrei hafa hitt manninn sjálf en H hafi kallað hann Árna. Hafi H sagt að hún hafi kynnst Árna í gegnum vin sinn Rikka, sem byggi í Keflavík. K kvaðst þekkja Rikka en hún hafi kynnt H fyrir honum í gegnum samskiptarásina msn á veraldarvefnum. K kvaðst aldrei hafa hitt nefndan Rikka eða talað við hann í síma. Þeirra samskipti hafi öll farið fram á netinu í gegnum msn. Netfang Rikka hafi verið geiriboy1@hot­mail.com. Í eitt skiptið hafi Rikki spurt K hvort hún væri reiðubúin að hitta vin sinn Robba, sem væri talsvert eldri en hún. Hafi Rikki nefnt að það væru margir menn sem hefðu áhuga á að hitta stelpur sem væru í fíkniefnaneyslu og vantaði peninga þar sem þessir menn væru til í að greiða 30.000 krónur eða meira fyrir kynlíf. K kvað Robba hafa bætt sér inn á spjallrásina sína og hafi þau rætt lítillega saman. Robbi hafi verið mjög dularfullur. K kvaðst vera með símanúmer bæði Robba og Rikka í bók sem hún hefði. Væri Robbi með númerið 616 9913 og Rikki með 663 7018.

            M, fósturfaðir H, kvað H vera fósturdóttur sína frá tveggja ára aldri stúlkunnar. Hefði H ekki mikil samskipti við móður sína. Stúlkan hafi breyst mikið í hegðun og umgengni á árinu 2005. Þá hafi byrjað fíkniefnaneysla og hún farið í meðferð. Ung hafi stúlkan greinst með þvagfærasjúkdóm og verið á lyfjum vegna þess síðan. Þá hafi hún greinst flogaveik og þurft á lyfjagjöfum að halda vegna þess. Á árinu 2004 er H hafi verið 14 ára, hafi orðið vart við vandræði í tengslum við skólagöngu stúlkunnar. Á árinu 2005 hafi síðan keyrt um þverbak. Hafi hún horfið að heiman og strokið. Hafi hún í framhaldi verið send út á land. Kvaðst M minnast þess að einhverju sinni hafi stúlkan verið hjá blóðmóður sinni að [...]. Hafi hún verið mjög brotin í tengslum við þann tíma og grátið mikið. Hafi stúlkan lokað sig inni. Fram hafi komið að hún hafi sagt að hún hafi kynnst manni og skelfilegir hlutir gerst. Talað hafi verið um á þeim tíma að leita til Stígamóta vegna stúlkunnar. Hún hafi farið í meðferð hjá Götu­smiðjunni og útskrifast þaðan 7. september 2007. Að mati M hafi stúlkan beðið mikinn sálrænan skaða af öllu þessu. Í framtíðinni fælist að reynt væri að koma H út úr því sálarástandi er hún hafi glímt við.

            Guðbjörg Erlingsdóttir, ráðgjafi hjá Götusmiðjunni, kvað H hafa verið illa á sig komna við komu 10. júlí 2006, bæði líkamlega og andlega. Götusmiðjan væri vímuefnameðferð fyrir unglinga. Er hún hafi verið spurð um fortíð sína hafi hún iðulega reynt að breyta um umræðuefni. Ekki hafi leynt sér að stúlkunni liði mjög illa. Fljótlega hafi komið í ljós að H hafi átt mjög erfitt með svefn en aðspurð hafi hún sagt að erfiðar minningar hafi sótt á hana við þær aðstæður og að hana dreymdi iðulega illa. H hafi útskrifast í október 2006 og verið aftur lögð inn 23. apríl 2007. Hún hafi farið að Brúarholti 23. júlí 2007.  Meðferðin hafi gengið ágætlega en H átt erfiðast með að treysta fólki og tengjast. Þá væri hún mjög áhrifagjörn. Í samtölum við meðferðaraðila hafi H gert grein fyrir því að hún og önnur stúlka í meðferðinni, Í, hefðu kynnst manni sem hafi greitt fyrir kynmök. Fram hafi komið að Í hafi komið samskiptum á en H séð um kynmökin. Hafi H lýst nánar þessum samskiptum, m.a. hvernig maðurinn hafi haft við hana kynferðisleg samskipti við BSÍ. Fram hafi komið í máli H að hún hafi talið að hún fengi vinkonur sínar á móti sér ef hún myndi ekki framkvæma þessar athafnir, en stúlkan hafi verið hrædd við höfnun og að fá ekki að vera með í hópi. Hafi hún óttast mjög að vera hafnað af Í. Hræðsla við slíka höfnun kæmi mest fram í samskiptum við jafnaldra en gagnvart fullorðnum gætti fremur óöryggis.

            Lúðvík Eiðsson lögreglumaður staðfesti að hafa annast myndsakbendingu í málinu. Lýsti hann einstökum atriðum í framkvæmd slíkra sakbendinga. Fram kom að í myndsakbendingum væri einungis unnt að notast við myndir sem þegar væru til í safni lögreglu. Takmarkaði það að ákveðnu leyti val á myndum. Til væru skráðar reglur um framkvæmd myndsakbendinga hjá lögreglu. Lúðvík kvað sér ekki hafa fundist ákærði skera sig úr myndum í sakbendingunni. Umrædd mynd af ákærða hafi verið sú eina sem til hafi verið af honum. Fram kom að hringt hafi verið á lögmannsstofu ákærða til að tilkynna um sakbendingar. Ekki hafi verið svarað. Hafi lögregla skipað verjanda ákærða til handa við sakbendinguna.  

 

            Niðurstaða:

            Í þessum lið ákæru er ákærða gefið að sök kynferðisbrot gagnvart H, sem þá var 15 ára, með því að hafa tælt stúlkuna með peningagreiðslum og blekkingum og með því að nýta sér yfirburði sína gagnvart stúlkunni vegna aldurs- og þroskamunar til að hafa við hana kynferðismök. Fyrir kynferðismökin hafi ákærði greitt stúlkunni á bilinu 10.000 til 20.000 krónur. Ákærði neitar sök. Í skýrslutöku hjá lögreglu kvaðst hann ekki kannast við H.

            Upphaf þessa máls má rekja til þess að í viðtölum við starfsmenn meðferðar­heimilisins að Stuðlum greindi H frá því að hún hafi margsinnis átt í kynferðislegum samskiptum við eldri mann að nafni Árni, sem hafi greitt henni fyrir kynferðismökin. Í framhaldi var tekin skýrsla af H fyrir dómi þar sem hún greindi frá atvikum. Hefur hún lýst upphaflegum kynnum sínum af pilt á veraldarvefnum að nafni Rikki. Er hún hafi verið með vinkonu sinni Í að [...] hafi hún verið í samskiptum við Rikka á veraldarvefnum. Kvaðst H hafa verið talsvert ölvuð þetta kvöld. Hafi hana og Í vantað far heim til Í að [...]. Rikki hafi tjáð þeim að hann vissi um mann sem væri til í að skutla þeim á milli staða gegn því að fá greitt fyrir í formi kynferðislegra samskipta. Hafi H fallist á það og maðurinn komið á [...]. Þaðan hafi hann ekið henni og Í að Umferðarmiðstöðinni í Vatnsmýri. Þar hafi H haft við hann munnmök. Því athæfi hafi Í orðið vitni að. Eftir þetta hafi hún margsinnis hitt manninn víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu og fengið greitt á bilinu 10.000 til 20.000 krónur fyrir hvert skipti. Fram kom að í fyrstu 5 til 6 skiptin hafi H haft við hann munnmök en í síðari skiptin hafi hann haft við hana samfarir. Hafi hann m.a. káfað á brjóstum hennar og kynfærum og sett fingur í leggöng hennar. Þá hafi hann haft við hana munnmök. 

            Í hefur um ákveðin atriði staðfest framburð H. Hefur hún lýst fyrsta skipti er H og maðurinn höfðu kynferðisleg samskipti og ber henni að því leyti saman við H. Kvaðst hún hafa orðið vitni að því er H hafi haft munnmök við manninn. Þá hefur hún lýst síðari samskiptum H og mannsins og hvernig hún hafi margsinnis verið milliliður um þessi samskipti og jafnvel samið við manninn um greiðslur. Kveður hún sig og H hafa skipt þeim fjármunum er H hafi fengið og þær sameiginlega notað þá til að fjármagna fíkniefnaneyslu þeirra, sem hafi verið umtalsverð á þessum tíma. Í hefur lýst samskiptum sínum við piltinn Rikka á veraldarvefnum, en hún kvaðst hafa samið við hann um maðurinn kæmi að [...] til að skutla henni og H að [...]. Þá hefur K lýst því að H hafi upphaflega komist í kynni við piltinn Rikka með því að sjá til samskipta K og Rikka á veraldarvefnum. Engin þessara stúlkna hefur séð Rikka í eigin persónu.

            H, Í og A hafa allar lýst eldri manni er greitt hafi ungum stúlkum fyrir kynferðisleg samskipti. Lýsa þær allar manninum sem manni um fimmtugt, nokkuð þéttum og ýmist með klút um höfuðið eða sköllóttum. Þá lýsa þær allar því að hann hafi oftast verið á gráum jeppa er hann hafi komið til fundar við stúlkurnar.  

            Undir ákæruefni varðandi A var rakið að rannsókn hafi farið fram á símum er fundist hafi við húsleit á heimili ákærða. Sú rannsókn hafi m.a. leitt í ljós að tveir gsm símar hafi fundist með IMEI númerin 350771104359090 og 490523201387700. Rannsókn lögreglu hafi jafnframt leitt í ljós að símarnir hafi báðir verið í notkun með fjórum símanúmerum, en það eru númerin 616 9913, 663 7018, 692 6688 og 693 0183. Fram er komið að öll númerin eru óskráð, nema númerið 692 6688 sem er skráð á Fáfnir ehf. - Fjárfestingarfélag, en ákærði er skráður fyrir félaginu. Ákærði hefur borið að hann hafi notað númerið 692 6688, en hefur ekki viljað kannast við númerin 693 0183, 663 7018 eða 616 9913. Rannsókn lögreglu hefur leitt í ljós að samskipti hafa verið á milli númeranna 616 9913 og 663 7018 og þeirra símanúmera er H, Í og K höfðu yfir að ráða á þeim tíma er þær segjast hafa verið í tengslum við Árna.

            H og Í mættu í myndsakbending á lögreglustöð til að bera kennsl á þann mann er H hafi verið í kynferðislegum samskiptum við. Í myndsakbendingu töldu H og Í sig ekki þekkja manninn, en gátu þess báðar að ákærði gæti verið maðurinn, væri hann með gleraugu og klút á höfði.

            Þegar þessi atriði eru virt í heild sinni sem hér hafa verið rakin, sem og tillit tekið til þess að dómurinn hefur komist að þeirri niðurstöðu undir ákæruefni varðandi Aað ákærði hafi sjálfur komið fram sem pilturinn Rikki í samskiptum við A á veraldarvefnum, er það niðurstaða dómsins að hafið sé yfir skynsamlegan vafa að ákærði hafi upphaflega komist í kynni við H á veraldarvefnum með því að láta sem hann væri pilturinn Rikki. Jafnframt er sannað að hann hafi hitt stúlkuna og haft við hana munnmök í fyrstu 5 til 6 skiptin er þau hafi hist en að hann hafi síðan haft samfarir við stúlkuna. Þá verður lagt til grundvallar er H heldur fram að hann hafi káfað á brjóstum hennar og kynfærum og stungið fingri í leggöng hennar en dómurinn metur framburð hennar trúverðugan að þessu leyti. Þá verður einnig miðað við að hann hafi haft við hana munnmök. Með vísan til framburðar H, Í og þess sem fram er komið undir ákæruefni um A, er ennfremur sannað að ákærði hafi greitt stúlkunni fyrir hin kynferðislegu samskipti á bilinu 10.000 til 20.000 krónur í hvert sinn, fyrir utan að í fyrsta sinn er H hafði við ákærða munnmök hafi endurgjaldið falist í því að aka H og Í á milli staða, auk þess sem ákærði lét Í í té 2.500 krónur í reiðufé.

            Engin ástæða er til að efast um annað en að Rikki hafi fengið H, Í, K og A, til að treysta sér og orðið góður vinur þeirra og félagi. Við mat á niðurstöðu liggur þannig fyrir að ákærði blekkti H og fékk hana til að treysta sér er hann gaf henni til kynna að hann væri ungur piltur að nafni Rikki. Þá liggur það fyrir að H stóð afar höllum fæti félagslega á þessum tíma, var vinafá og hafði þá þegar leiðst út í fíkniefnaneyslu. Í þessari stöðu kynnti ákærði til sögunnar vin sinn Robba, sem væri til í að greiða stúlkunni talsverða fjárhæð fyrir kynferðisleg samskipti. Er það niðurstaða dómsins að ákærði, sem vissi fullvel um bágar aðstæður stúlkunnar og fjárþörf vegna fíkniefnaneyslu hennar, hafi með þessu blekkt stúlkuna og nýtt sér yfirburði sína vegna aldurs-, þorska- og aðstöðumunar. Hann aflaði sér vitneskju um hagi hennar í skjóli samskipta, sem stúlkan taldi að væru við vin sinn Rikka og fann sér leið til þess að eiga við hana kynferðisleg samskipti. Í þessari háttsemi ákærða eru þannig fólgin fjögur atriði. Í fyrsta lagi frumkvæði af hans hálfu til að setja sig í samband við H. Í annan stað blekking af hans hálfu með því að koma fram sem Rikki og í þriðja lagi aldurs- og þroskamunur á þeim tveim. Í fjórða lagi eru til staðar bágar aðstæður stúlkunnar. Er það niðurstaða dómsins að í þessu framferði ákærða í heild sinni hafi falist tæling. Ákærða mátti vera það ljóst að miklar lýkur væru á að stúlkan léti til leiðast um síðir og væri reiðubúin að hafa við hann kynferðismök til að afla fjárins. Fellur háttsemi ákærða undir 3. mgr. 202. gr. laga nr. 19/1940. Með vísan til þessa verður ákærði sakfelldur samkvæmt ákæru og er háttsemin rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru.

 

            4. tl. ákæru.

            Í skýrslu lögreglunnar í Reykjavík frá laugardeginum 28. október 2006 kemur fram að lögreglumenn hafi 22. október 2006 rætt við O vegna dóttur hennar I, en taka hafi átt skýrslu af I sem vitni vegna gruns um kynferðisbrot gegn J og H. O hafi upplýst lögreglu um að I væri á skóla- og meðferðarheimilinu að [...]. Í framhaldi af samtali við starfsmann Barnaverndar Reykjavíkur hafi verið ákveðið að taka skýrslu af I að [...]laugardaginn 28. október 2006. Rannsóknarlögreglumenn hafi farið að [...] og rætt við I og forstöðumann vistheimilisins í viðtalsherbergi. Hafi lögreglumenn tjáð I að rætt yrði við hana sem vitni í máli er varðaði kynferðisbrot gagnvart J og H. Eftir að gerð hafi verið grein fyrir því hafi I náfölnað og farið að gráta. Í framhaldi hafi hún tjáð lögreglu að hún hafi sjálf verið misnotuð af sama manni og gengi undir nafninu Árni. Í máli I hafi komið fram að hún hafi fengið að vita að H og Í hafi verið í sambandi við mann sem kallaði sig Árni og hafi hann greitt stúlkum fyrir kynlífs­greiða. Hafi I fengið símanúmer Árna gefið upp þar sem hana hafi bráðvantað peninga til að fjármagna eigin fíkniefnaneyslu. Hafi hún hringt í símanúmer Árna en lagt á áður en hann hafi svarað. Umræddur Árni hafi hringt til baka og hafi hann viljað fá I til að hafa við sig munnmök. Hafi hún samþykkt að taka þátt í því gegn greiðslu. Hún hafi verið stödd í Mjóddinni ásamt H og Í er maðurinn hafi hringt. Hafi hún sagt þeim frá símtalinu. Árni hafi síðan sótt hana í Mjóddina. Þá hafi hann verið á gráum jeppa með skyggðum rúðum afturí. Sennilega hafi dökk leðursæti verið í bifreiðinni. Hafi hún tekið eftir að hann hafi verið búinn að fella aftursætin niður. Árni hafi ekið með hana sem leið hafi legið niður í Elliðaárdal. Þar hafi hann fengið hana til að koma með sér aftur í bifreiðina til að hafa við hann munnmök. Hún hafi ekki ætlað að hafa sig í það en hann þá fært henni sterkan bjór sem hún hafi ,,skellt í sig”. Hafi hún í framhaldi haft við hann munnmök. Fyrir vikið hafi hún fengið 15.000 krónur í reiðufé. Síðan hafi hann ekið henni til baka í Mjóddina þar sem hún hafi yfirgefið bifreiðina. Á þessum tíma hafi I verið með símanúmerið [...]. Eftir þetta hafi umræddur Árni hringt stöðugt og hún loks orðið að skipta um símanúmer til að fá frið. Umræddum Árna hafi I lýst sem manni um fimmtugt, sem hafi verið feitur.  

            Sunnudaginn 29. október 2006 mætti á lögreglustöð O til að leggja fram kæru á hendur manni að nafni Árni vegna kynferðisbrots gegn dóttur hennar, I. Í kæru O kemur fram að laugardaginn 28. október 2006 hafi I hringt í O eftir að hafa rætt við tvo lögreglumenn. Hafi I þá tjáð henni að hún hafi orðið fyrir kynferðisbroti af hálfu tiltekins manns. I hafi hins vegar ekki viljað tala neitt meira um brotið. 

            Með úrskurði Héraðsdómur Reykjavíkur frá 15. júní 2006 var kveðið á um að símaþjónustufyrirtækjum væri skylt að veita lögreglu upplýsingar um tengingar við símanúmerið 616 9913, en grunur léki á um að óþekktur maður sem hafi haft í frammi kynferðislegar athafnir gagnvart H hafi hringt úr því númeri. Í gögnum málsins liggja fyrir viðamiklar upplýsingar símaþjónustufyrirtækis um samskipti við umrætt síma­númer. Lögregla hefur ritað skýrslu um umrædd gögn. Þar kemur m.a. fram að símanúmerið 616 9913 hafi verið notað í tveim símtækjum sem beri IMEI númerin 350771104359090 og 490523201387700. Þá komi fram að í þessum símtækjum hafi verið notuð fjögur númer, en um sé að ræða númerin 616 9913, 663 7018, 692 6688 og 693 0183. Öll númerin séu óskráð, nema númerið 692 6688 sem sé skráð á Fáfnir ehf. - Fjárfestingarfélag, en ákærði sé skráður fyrir félaginu. Rituð hefur verið lögregluskýrsla 10. janúar 2007 um samskipti símanúmeranna [...] og 616 9913 og 663 7018. Fyrsta númerið sé símanúmer I og þau síðari hafi fundist skrifað í minnisbók við húsleit á heimili ákærða. Númerin hafi verið notað í tveim símtækjum með tilgreind IMEI númer sem fundist hafi við leit á heimili ákærða. Auk þess hafi einnig númerin 692 6688 og 693 0183 verið notuð í símtækjunum. Samkvæmt símayfirlitum liggi fyrir símasamskipti milli númeranna 663 7018 og 616 9913 við símanúmer I  [...]. Samskipti hafi einnig átt sér stað á milli númeranna 616 9913 og 663 7018 og númera sem H hafi haft og séu nr. [...] og  [...]

            Þriðjudaginn 12. desember 2006 mætti I í myndsakbendingu á lögreglustöð til að bera kennsl á þann mann er hún hafi haft kynferðisleg samskipti við. Er fært í skýrslu að I þekki ekki neinn á þeim myndum er fyrir hana hafi verið lagðar.

 

            Mánudaginn 4. desember 2006 var tekin skýrsla af I fyrir dómi, sbr. a-liður 1. mgr. 74. gr. laga nr. 19/1991. Í skýrslu I kemur m.a. fram að hún hafi frétt hjá H að H hafi hitt mann sem hafi greitt henni fyrir að hafa við sig munnmök. Hafi H í upphafi fengið 10.000 krónur fyrir skiptið. Síðar hafi hún farið að fá meira. Einn daginn hafi I verið annað hvort á niðurtúr eða í fráhvörfum vegna fíkniefnaneyslu og þurft að fá einhver efni. Kvaðst I hafa hringt í H til að fá símanúmer þessa manns er H hafi verið að hitta. Kvaðst I hafa hringt í hann í framhaldinu og kynnt sig sem Sandra. Hafi hún hitt hann í nágrenni við kirkju í Mjóddinni. Það hafi verið um miðjan dag. Hafi hún farið upp í bifreið til mannsins, sem hafi gefið henni bjór að drekka. Hafi maðurinn verið á gráleitum jeppa með leðursætum og dökkum rúðum afturí. Í framhaldi hafi maðurinn, sem hafi sagst heita Árni og vera fasteignasali, ekið í nágrenni við Elliðaár­dalinn. Í samræðum þeirra á milli á leiðinni hafi hún skýrt honum frá því að hún væri 15 ára gömul. Maðurinn hafi verið búinn að leggja aftursætin niður og koma fyrir sængum. Hafi I veitt manninum munnmök í bifreiðinni. Fyrir það hafi hann greitt henni fjármuni. Maðurinn hafi sagt að hún fengi ,,sama díl” og greitt henni 14.000 krónur fyrir athafnirnar. Þá hafi hann afhent henni þrjá eða fjóra bjóra um leið. Kvaðst I ekki hafa hitt manninn aftur þrátt fyrir að hann hafi haft samband við hana. I kvað sér hafa liðið mjög illa á meðan á hinum kynferðislegu athöfnum hafi staðið. Hafi hún einfaldlega fyllst viðbjóði að þeim loknum. Maðurinn hafi sennilega verið 173 til 175 cm á hæð, þybbinn, með gullkeðju um hálsinn, í svörtum leðurjakka, drapplituðum buxum og með húfu á höfði sem hann hafi aldrei tekið af sér. I kvaðst ekki kannast við að hafa heyrt pilt að nafni Rikki nefndan á nafn. Á þeim tíma er þessir atburðir hafi átt sér stað hafi I verið í mikilli fíkniefnaneyslu og notað hass, amfetamín og stundum kókaín. Fyrir þá peninga er Árni hafi látið hana fá hafi hún keypt sér amfetamín og hass.

            Ákærði var yfirheyrður af lögreglu þriðjudaginn 21. nóvember 2006. Kvaðst ákærði neita sök og ekkert kannast við stúlku að nafni I. Við aðalmeðferð málsins fyrir dómi nýtti ákærði sér rétt sinn sem ákærður einstaklingur til að tjá sig ekki fyrir dómi.

            Fimmtudaginn 8. júní 2006 var tekin skýrsla af H fyrir dómi, sbr. a-liður 1. mgr. 74. gr. laga nr. 19/1991. Í framburði H kom m.a. fram að hún hafi nokkuð oft hitt mann að nafni Árni, sem hafi greitt henni fyrir að hafa við hann kynferðisleg samskipti. Tvær vinkonur H vissu af þessu, þær I og Í.

            Í gaf skýrslu hjá lögreglu 19. júní 2006. Bar hún að H og tiltekinn maður að nafni Árni hafi oft hist og H haft við hann munnmök gegn greiðslu. Í kvaðst þekkja I en hún hafi kynnst henni á þeim tíma er þær tvær hafi verið í neyslu fíkniefna. Kvaðst Í telja að I hafi einu sinni haft munnmök við nefndan Árna gegn greiðslu fyrir. Á þeim tíma hafi H ekki verið með þeim en Í beðið hjá einhverri kirkju á meðan I hafi farið með manninum. Er hún hafi komið til baka hafi hún sagt að hún hafi haft munnmök við manninn.

            Ó faðir I, kvaðst hafa fengið vitneskju um ætluð kynferðisbrot gagnvart dóttur sinni eftir að lögregla hafi ætlað að taka af henni skýrslu sem vitni í máli. Við þá yfirheyrslu hafi ætluð brot komið í ljós. Hafi I aðeins rætt málið við föður sinn. I hafi verið í talverðri neyslu fíkniefna á sínum tíma, en hún hafi byrjað að nota fíkniefni 13 eða 14 ára gömul. Hafi hún á þeim tíma búið hjá honum en stúlkan hafi verið inn og út af heimilum vegna ástands síns í um tvö ár. Í dag væri I komin með kærasta sem hún byggi hjá og væri byrjuð að vinna. Ástand stúlkunnar væri því umtalsvert betra en síðastliðin tvö ár.

 

            Niðurstaða:

            Í þessum lið er ákærða gefið að sök kynferðisbrot gegn I með því að hafa látið stúlkuna hafa við sig munnmök í bifreið sem lagt var í Elliðaárdal í Reykjavík og að hafa greitt henni 14.000 krónur fyrir kynferðismökin og gefið henni áfengi. Ákærði neitar sök. Kvaðst hann hjá lögreglu ekki kannast við I.

            I greindi lögreglu frá broti þessu er taka átti skýrslu af henni sem vitni í máli H, en H hafði tjáð lögreglu að I vissi af samskiptum H og eldri manns sem greiddi fyrir kynlífsathafnir. Hefur I lýst því þannig að hún hafi einhverju sinni þurft á peningum að halda til fíkniefnakaupa þar sem hún hafi verið í ,,niðurtúr eða frá­hvörfum. Hafi hún vitað til þess að H væri í samskiptum við eldri mann sem greiddi henni fyrir kynferðisleg samskipti. Eftir að hafa hringt í manninn hafi hann sótt I í Mjódd­ina og farið með hana í Elliðaárdalinn þar sem hún hafi haft við hann munnmök. Fyrir það hafi hann greitt henni 14.000 krónur en hann hafi sagt henni að hún ,,fengi sama díl“. Þá hafi hann gefið henni áfengi. Í hefur borið um að hún hafi einhverju sinni beðið í Mjóddinni á meðan I hafi farið með þeim manni er H hafi verið í samskiptum við. Hafi I komið aftur til baka nokkru síðar og sagt að hún hafi haft munnmök við manninn. Þá hefur H staðfest að I hafi vitað af samskiptum H og Árna.

            Undir ákæruefni varðandi A var rakið að rannsókn hafi farið fram á símum er fundist hafi við húsleit á heimili ákærða. Sú rannsókn hafi m.a. leitt í ljós að tveir gsm símar hafi fundist með IMEI númerin 350771104359090 og 490523201387700. Rannsókn lögreglu hafi jafnframt leitt í ljós að símarnir hafi báðir verið í notkun með fjórum símanúmerum, en það eru númerin 616 9913, 663 7018, 692 6688 og 693 0183. Fram er komið að öll númerin eru óskráð, nema númerið 692 6688 sem er skráð á Fáfnir ehf. - Fjárfestingarfélag, en ákærði er skráður fyrir félaginu. Ákærði hefur borið að hann hafi notað númerið 692 6688, en hefur ekki viljað kannast við númerin 693 0183, 663 7018 eða 616 9913. Samkvæmt símayfirlitum liggja fyrir síma­samskipti milli númeranna 663 7018 og 616 9913 við símanúmer I  [...]

            Þegar virtur er framburður I, sem stuðning hefur af framburði Í, litið er til þess að í ljós hafa verið leidd símasamskipti milli síma er fundust á heimili ákærða og síma I og miðað er við að I hefur lýst þeim manni sem hún hafði munnmök við með svipuðum hætti og H, Í og A lýsa þeim manni er þær höfðu samskipti við, er að mati dómsins sannað að ákærði hafi í lok janúar 2006 látið stúlkuna I , þá 15 ára, hafa við sig munnmök í bifreið sem lagt var í Elliðaárdal í Reykjavík og að hann hafi greitt stúlkunni fyrir það 14.000 krónur. Þá verður lagður til grundvallar sá framburður stúlkunnar að ákærði hafi gefið henni áfengi. Með vísan til þessa verður ákærði sakfelldur samkvæmt þessum lið ákæru og er háttsemin þar rétt heimfærð til refsiákvæða.

 

            5-6. tl. ákæru.

            Fimmtudaginn 6. júlí 2006 mætti á lögreglustöð P til að leggja fram kæru vegna kynferðisbrots er dóttir hennar, J, hefði orðið fyrir. Í kærunni kemur fram að dóttir hennar hafi verið í helgarleyfi frá meðferðarheimilinu að [...] 2. júní 2006. P hafi frétt frá dóttur sinni að þá helgi hafi átt sér stað tiltekin kynferðisleg samskipti dótturinnar við tiltekinn mann í Reykjavík og hafi maðurinn greitt henni fyrir sam­skiptin.

            Lögregla hefur ritað skýrslu um tölvuskoðun á tölvu í eigu J. Fram kemur að úr tölvunni hafi verið afritaðar svonefndar ,,log-skrár” úr samskiptarásinni msn svo og valdar ljósmyndir. Meðfylgjandi skýrslunni er útprentun úr nefndum skrám þar sem fram koma samskipti á milli ,,Robba” með netfangið bestur2000@hotmail.com og viðmælanda hans með netfangið [...]. Þá fylgja gögnum útprentun á myndum úr tölvu J. Á einni myndinni má sjá mynd af eldra fólki á bát með vatn í bakgrunni. Á annarri mynd má sjá mynd af ungum dreng og er myndin skráð undir nafninu rikki9.

            Miðvikudaginn 19. júlí 2006 var tekin skýrsla af J fyrir dómi, sbr. a-liður 1. mgr. 74. gr. laga nr. 19/1991. Í skýrslu J kom m.a. fram að hún hafi verið heima hjá vinkonu sinni að nafni L er L hafi verið á samskiptarásinni msn að ræða við mann að nafni Robbi. Hafi J spurt L hver þessi maður væri og L sagt að hann væri maður sem væri að bjóða L 30.000 krónur fyrir að fá að sofa hjá honum. Kvaðst J hafa verið í neyslu fíkniefna á þessum tíma og þá fengið þá hugmynd að þarna gæti hún útvegað sér pening til að fjármagna fíkniefnaneyslu sína. Hafi hún fengið netfangið hjá nefndum Robba. Eftir að heim kom hafi hún sett sig í samband við Robba á msn og spurt hann hvað hann myndi greiða henni mikið fyrir ef hún myndi senda honum myndir af sér og vinkonu sinni gera eitthvað kynferðislegt. Hafi Robbi sagt að hann myndi ef til vill greiða 5.000 krónur fyrir hverja mynd. Hafi J og L ákveðið að fara inn veraldarvefinn og finna myndir af tveim stelpum í kynferðislegum athöfnum og senda honum. Aldrei hafi þó komið til þess en J samt beðið Robba um að gefa sér pening. Í framhaldi hafi Robbi sent J pening og um leið tvo boli og hálsmen handa L. Í samskiptum þeirra á netinu hafi Robbi beðið J um að ,,sofa hjá honum” og myndi hann greiða henni 30.000 krónur fyrir. J kvaðst hafa verið með myndavél, eða svo­kallaða ,,web-cam” á tölvunni sinni. Kvaðst J hafa verið að ræða við Robba í gegnum msn. Þá hafi Robbi beðið hana um að sýna sér ber brjóstin í gegnum myndavélina. Hafi hún gert það og einnig sýnt honum á sér kynfærin. Kvaðst J einnig hafa fróað sér fyrir framan myndavélina en það hafi Robbi beðið hana um að gera. Fyrir það hafi Robbi greitt henni 8.000 krónur. Peningana hafi Robbi sent með langferðabifreið og þeir komið á [...]. Peningarnir hafi verið merktir J. Enginn sendandi hafi verið skráður á umslagið. Kvaðst J hafa verið í mikilli neyslu fíkniefna á þessum tíma. Hafi hún aldrei hitt Robba, heldur einungis rætt við hann í gegnum veraldarvefinn. Þá hafi Robbi sent henni mynd af sér. Hafi Robbi beðið hana um að eyða myndinni um leið og hann hafi sent henni hana. Kvaðst J hafa lofað að gera það en samt ekki gert það. Væri myndin enn í tölvu hennar. Á myndinni af Robba væri hann með annarri konu og væri sjór í bakgrunni. Robbi hafi einu sinni hringt í J en hún ekki viljað tala við hann. Kvaðst J hafa skipt um síma eftir það og ekki hafa númer hans lengur. J kvað hana og Robba oft hafa talað um að hittast en það hafi alltaf eitthvað komið í veg fyrir það. Hafi Robbi t.a.m. ætlað að sækja J í skólann og þau ætlað að ,,sofa saman” í framhaldinu. Fyrir það hafi J átt að fá 30.000 krónur. J kvaðst hafa tjáð Robba að hún notaði þá peninga sem hún fengi frá honum til að greiða skuldir og kaupa sígarettur og fíkniefni. Hafi Robba fundist gott að geta hjálpað henni. Þá kvað J Robba hafa boðið sér með honum til útlanda. J kvað Robba hafa verið með netfangið bestur2000@hot­mail.com. J kvaðst sjálf hafa verið með netfangið [...] og auðkennið [...] Þá hefði hún einnig verið með netfangið [...]. J kvaðst einnig hafa rætt við mann á samskiptarásinni msn sem héti Rikki. Kvaðst hún aldrei sjálf hafa hitt þann mann. Rikki hafi þó verið með mynd af sér í tilteknum glugga á samskiptarásinni. Af myndinni að dæma væri Rikki mjög myndarlegur drengur 17 til 19 ára gamall. J kvaðst þekkja til þess að Rikki hafi verið í sambandi við H, K og L. Kvaðst J hafa hætt að vera í sambandi við Robba þegar hún hafi reynt að vera ,,edrú”, en henni hafi fundist samskiptin við Robba á hinum kynferðislegu nótum ,,ógeðsleg”.

            Laugardaginn 14. október 2006 var tekin skýrsla af ákærða hjá lögreglu. Kvaðst ákærði kannast við að hafa átt í samskiptum við J á samskiptarásinni msn. Hafi ákærði notað netfangið bestur2000@hotmail.com. Kvaðst ákærði aldrei hafa hitt J sjálfa. J hafi hann kynnst á spjallrásum, en ekki myndi ákærði hvernig það hafi byrjað. Ákærði kvað J hafa tjáð sér að hana vantaði peninga og að það væru einhverjir ,,handrukkarar” á eftir henni. Hafi ákærði af þessum sökum lánað henni í tvígang peninga sem hún hafi ætlað að greiða aftur. Til þess hafi þó ekki komið. Fjárhæðin hafi verið 7.000 eða 8.000 krónur. Ákærði kvaðst telja að samskipti hans og J á samskiptarásinni msn hafi á köflum verið á kynferðislegum nótum. Ákærði kvaðst hafa sent J mynd af sjálfum sér, en á myndinni sæti ákærði í bát ásamt konu. Ákærði kvað J hafa sent sér myndir af sjálfri sér. Kvaðst ákærði ekki minnast þess að hafa séð nektarmyndir af henni. Kvaðst ákærði hugsanlega hafa viljað hitta stúlkuna í kynferðislegum tilgangi. Við aðalmeðferð málsins fyrir dómi nýtti ákærði sér rétt sinn sem ákærður einstaklingur til að tjá sig ekki fyrir dómi.

            K kvaðst hafa verið góð vinkona H. Hafi K heyrt af því veturinn 2005 til 2006 að H væri að hitta eldri mann sem hún væri að stunda munnmök með gegn greiðslu. Væri Robbi með númerið 616 9913 og Rikki með 663 7018. K kvaðst hafa haft vitneskju um að J hafi verið í samskiptum við Robba og Rikka.

            L kvaðst kannast við að hafa rætt við tvo menn í gegnum samskiptarásina msn sem hafi gengið undir nöfnunum Robbi og Rikki. Robbi hafi verið með póstfangið bestur2000@hotmail.com en hún myndi ekki eftir póstfangi Rikka. Hafi J fengið netföng þeirra hjá L. Kvaðst L snemma hafa áttað sig á því að Robbi og Rikki væru sami maðurinn enda hafi Rikki sagst þekkja Robba. Hafi hún tekið eftir því að Rikki og Robbi hafi sjaldan verið virkir á samskiptarásinni msn á sama tíma, en oft til skiptis. Er þeir hafi verið virkir hafi þeir verið á mismunandi útgáfum á msn enda væri ekki hægt að vera með tvö notendanöfn í gangi nema að vera með gamla og nýja útgáfu af msn opna á sama tíma. L kvað Robba snemma hafa farið að hrósa L með útlit sitt en hún hafi verið með ljósmynd af sér á veraldarvefnum. Síðan hafi Robbi farið að bjóða henni peninga fyrir að hitta hana og eiga kynlíf með sér. Við hverja neitun hafi hann viljað minna fyrir upphæðina. Fyrst hafi hann boðið henni 30.000 krónur fyrir samræði en síðan hafi hann boðið henni 30.000 krónur fyrir að eiga við sig munnmök. L kvaðst aldrei hafa hitt Robba eða Rikka. Hún hafi aldrei séð ljósmynd af Robba. Þá kvaðst hún vita til þess að J hafi verið með mynd af Robba sem hann hafi sent henni. Á einhverjum tíma í janúar eða febrúar 2006 hafi L verið búin að fá nóg af þessum samskiptum og eytt þeim út úr msn.

            P, móðir J, kvaðst á sínum tíma enga vitneskju hafa haft um þau samskipti er J hefði haft við ákærða. Hafi J ekki viljað ræða þessa hluti við móður sína. Á tímabilinu janúar til febrúar 2006 hafi stúlkan búið hjá móður og verið með aðgang að tölvu. Líðan hennar hafi ekki verið góð þá, en stúlkan hafi verið hrokafull og með ,,skæting”. Í dag byggi J hjá systur sinni og væri í sæmilegu jafnvægi. Hafi hún á sínum tíma verið í neyslu en væri það ekki í dag.  

            Sigurður Ragnarsson sálfræðingur staðfesti greinargerð sína á dskj. nr. 14 og gerði grein fyrir einstökum atriðum í henni. Fram kom að J hafi verið vistuð á meðferðarheimilinu að [...]J hafi verið vísað til skólasálfræðings á árinu 2000 vegna hegðunarerfiðleika og lélegs sjálfsmats. Á árinu 2003 hafi hún í þrígang verið lögð inn á barnageðdeild vegna depurðareinkenna. Hún hafi í tvígang verið vistuð að Stuðlum, eða frá 20. maí til 4. júlí 2005 og síðan 13. febrúar til 22. mars 2006. Hafi vistunin komið til vegna vaxandi hegðunarvandamála, útigangs og sívaxandi fíkniefnaneyslu, auk þess sem skólaganga hafi verið í molum. Við innlögn að [...] hafi J verið í miklum mótþróa, sem og fyrstu mánuðina á eftir. Hafi hún farið í eiturlyfjaneyslu í leyfum og verið í tengslum við óæskilega aðila. Sjálfsmynd stúlkunnar hafi verið í molum. Námsleg staða hennar hafi verið mjög bágborin. Eftir nóvember 2006 hafi leið hennar legið uppávið. Hafi hún tekið miklum framförum. Hafi sjálfsmynd hennar styrkst til muna og hún náð góðum tökum á ,,edrúmennsku”. Námsleg staða hennar hafi stórbatnað og hafi J lokið tilskyldum prófum vorið 2007. Mun betra jafnvægi væri komið á í samskiptum innan fjölskyldunnar. J muni að lokinni langtímameðferð njóta stuðnings í formi sálfræðiviðtala fyrst um sinn. J hafi í meðferðinni greint frá þeim kynferðislegu samskiptum er hún hafi átt í gagnvart manni, sem greitt hafi henni fyrir. Kvaðst Sigurður telja augljóst að þau samskipti hefðu haft áhrif á stúlkuna. I hafi einnig komið á meðferðarheimilið, en stoppað stutt. K hafi einnig komið þangað og hafi lögregla tekið skýrslu af K. Kvaðst Sigurður minnast þess að hafa verið viðstaddur skýrslugjöfina og að hafa lesið skýrsluna vel yfir með K áður en stúlkan undirritaði skýrsluna.

 

            Niðurstaða:

            Í 5. tl. ákæru er ákærða gefið að sök kynferðisbrot gagnvart stúlkunni J, þá 15 ára, með því að hafa, í samskiptum þeirra á veraldarvefnum, reynt að tæla stúlkuna til kynferðismaka með því að bjóða henni peningagreiðslur og nýta sér yfirburði sína gagnvart stúlkunni vegna aldurs- og þroskamunar. Er brotið talið varða við 3. mgr. 202. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 20. gr. laganna. Ákærði neitar sök. Við skýrslutöku hjá lögreglu kvaðst hann kannast við að hafa verið í sambandi við stúlkuna á veraldarvefnum en kvaðst ekki telja að hann hafi reynt að tæla stúlkuna til kynferðis­maka.

            J hefur greint frá því að hún hafi komist í kynni við Robba á veraldarvefnum er hún hafi verið heima hjá vinkonu sinni L. L hafi sagt henni að Robbi hafi verið að bjóða L 30.000 krónur fyrir að fá að sofa hjá henni. Hafi J, eftir að heim var komið, sett sig í samband við Robba á veraldarvefnum. Í samskiptum þeirra í framhaldinu hafi Robbi margsinnis boðið henni greiðslu fyrir kynferðismök. Hafi það staðið til en ávallt eitthvað komið í veg fyrir að úr því yrði. L hefur staðfest að J hafi komist yfir netfang Robba er J hafi verið í heimsókn hjá henni. Jafnframt hefur L staðfest að Robbi hafi verið að bjóða stúlkum greiðslu fyrir kynferðismök.

            Í kjölfar kæru móður J fór fram lögreglurannsókn á tölvum er J hafði aðgang að. Leiddi sú rannsókn í ljós að stúlkan hafði ekki eytt skjölum úr samskiptarásinni msn þar sem hún var í samskiptum við ákærða. Þau skjöl leiða í ljós, svo ekki verður um villst, að ákærði bauð stúlkunni margsinnis greiðslu fyrir að hafa við hann kynferðismök. 

            Að mati dómsins þarf við þær aðstæður sem hér eru til staðar fjögur atriði að liggja fyrir til að um sé að ræða tælingu af hálfu ákærða þannig að varði við 3. mgr. 202. gr. laga nr. 19/1940. Í fyrsta lagi þarf frumkvæði af hans hálfu til að setja sig í samband við stúlkuna. Því er ekki fyrir að fara hér þar sem J hefur sjálf sagt að hún hafi sett sig í samband við ákærða að fyrra bragði eftir að henni hafi orðið það ljóst heima hjá L að ákærði greiddi stúlkum fyrir kynlífssamskipti. Í annan stað blekking af hans hálfu. Í tilviki J kemur ákærði ekki fram sem Rikki, heldur kemur hann alla tíð fram sem hann sjálfur. Í þriðja lagi þarf að vera fyrir hendi aldurs- og þroskamunur á þeim tveim. Því skilyrði er fullnægt hér. Í fjórða lagi þurfa að vera til staðar bágar aðstæður stúlkunnar. Því skilyrði er einnig fullnægt, en J átti á þessum tíma m.a. við fíkniefnavanda að stríða. Að mati dómsins skipta tvö fyrstnefndu atriðin slíku máli fyrir niðurstöðu að hjá því verður ekki komist að sýkna ákærða af broti gegn 3. mgr. 202. gr. laga nr. 19/1940. Ákærði bauð hins vegar stúlku undir 18 ára aldri greiðslu fyrir kynmök. Varðar sú háttsemi hans við 4. mgr. 202. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 20. gr. laganna.

            Í 6. tl. ákæru er ákærða gefið að sök að hafa sýnt J lostugt og ósiðlegt athæfi með því að fá hana, gegn greiðslu, til að sýna honum á sér nakin brjóst sín og kynfæri og til að fróa sjálfri sér í gegnum vefmyndavél í samskiptum þeirra á veraldarvefnum. J hefur greint frá þessu atriði fyrir dómi, auk þess sem samskipti þessi koma fram á útprentun á samskiptum þeirra á milli á samskiptarásinni msn. Með vísan til fram­burðar stúlkunnar og þeirra sönnunargagna er fyrir liggja í útprentun á samskiptum ákærða og stúlkunnar er komin fram lögfull sönnun um sekt ákærða. Hefur ákærði því gerst brotlegur við þau ákvæði er í ákæru greinir undir 6. tl. ákæru og er háttsemin þar rétt heimfærð til refsiákvæða.

 

            Ákærði er fæddur í maí 1946. Hefur hann samkvæmt framlögðu sakavottorði ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi. Við ákvörðun refsingar verður litið til þess að brot ákærða voru ítrekuð og beindust gegn fjórum ungum stúlkum. Nýtti hann sér yfirburðastöðu sína í krafti aldurs síns og reynslu gagnvart unglingsstúlkunum sem voru á viðkvæmu kynþroskaskeiði, þegar sjálfsmynd einstaklings er í mótun. Þá má ráða af gögnum málsins og framburði vitna fyrir dómi að allar stúlkurnar áttu við að stríða andlega og félagslega erfiðleika og sjálfsmynd þeirra því afar brothætt. Var ákærða fullkunnugt um þetta. Brot hans gagnvart H var sérstaklega alvarlegt þar sem hann hafði margsinnis við hana kynferðismök og stóð samband þeirra yfir í talsverðan tíma. Að mati dómsins var brotavilji ákærða einbeittur. Þá hélt hann brotum sínum áfram eftir að honum var kunnugt um að hann væri grunaður um kynferðisbrot gagnvart A. Þá verður ekki hjá því litið að ákærði var starfandi lögmaður er hann framdi brotin en hann hefur m.a. annast hagsmunagæslu fyrir brotaþola í sakamálum og sinnt verjandastörfum í kynferðisbrotamálum. Voru honum því fyrirfram einkar ljósir hinir mikilsverðu hagsmunir er brot hans beindust gegn. Þá er við ákvörðun refsingar litið til þess að ákærði hafði í vörslum sínum talsvert magn af barnaklámi. Með hliðsjón af þessu, sbr. og 1., 2., 6., 7. og 8. tl. 1. mgr. 70. gr., sbr. og 77. gr. laga nr. 19/1940 er refsing hans ákveðin fangelsi í 3 ár, sem í ljósi eðlis brota ákærða þykir ekki fært að skilorðsbinda að neinu leyti.

            Með vísan til lagaákvæða í ákæru eru upptæk gerð til ríkissjóðs tvær tölvur sem lögregla lagði hald á, í haldlagningarskýrslum merktar G-15 og H-01 og fimm myndbandsspólur sem lögregla lagði hald á í haldlagningarskýrslum merktar G-19.07, 19.08, 19.15, 19.21 og 19.22.

            Ákæruvald hefur krafist þess að ákærði verði, með vísan til 2. mgr. 68. gr. laga nr. 19/1940, sviptur lögmannsréttindum sínum en ákærði er starfandi héraðsdóms­lögmaður. Samkvæmt tilvitnuðu ákvæði má í opinberu máli á hendur manni, sem dæmdur er sekur um brot, svipta hann heimild er hann hefur öðlast til að stunda starfsemi sem opinbert leyfi, löggildingu, skipun eða próf þarf til að gegna, enda gefi brotið til kynna að veruleg hætta sé á því að sakborningur muni fremja brot í stöðu sinni eða starfsemi. Þegar brot er stórfellt má einnig svipta hann ofangreindum rétti, ef hann telst ekki framar verður til að rækja starfann eða njóta réttindanna. Ákærði hefur í þessu máli verið sakfelldur fyrir alvarlegt kynferðisbrot gagnvart 4 stúlkum. Er brot hans stórfellt og verður ótvírætt að telja að hann sé ekki verður til að rækja þann starfa að vera héraðsdómslögmaður eða njóta þeirra réttinda. Með vísan til þess, sbr. 2. mgr. 68. gr. if., laga nr. 19/1940, er ákærði sviptur réttindum til að vera héraðsdóms­lögmaður. Í málflutningsræðu ákæruvalds kom fram að við héraðsdómstól lægi á þessari stundu fyrir ósk um að ákærði yrði skipaður verjandi manns, sem ákærður væri fyrir kynferðisbrot gegn barni. Dómurinn hefur fengið þær upplýsingar staðfestar frá viðkomandi dómstól. Í ljósi þeirra mikilsverðu hagsmuna sem í húfi eru þykir rétt, með vísan til 2. mgr. 139. gr. laga nr. 19/1991, að láta áhrif réttindasviptingarinnar þegar koma til framkvæmda.

            A hefur krafist skaðabóta úr hendi ákærða að fjárhæð 2.000.000 krónur, auk vaxta. Í bótakröfu réttargæslumanns hennar er vísað til þess að brot ákærða hafi valdið A umtalsverðum miska. Hafi stúlkan verið félagslega einangruð og þunglynd. Mikil breyting hafi orðið á líðan hennar eftir verknað ákærða. Um lagarök er vísað til 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Í vottorði Vigdísar Erlendsdóttur sálfræðings í Barnahúsi kemur m.a. fram að A hafi átt undir högg að sækja áður en hin ætlaða kynferðis­misnotkun hafi átt sér stað vegna eineltis í skóla. Á fyrstu mánuðum eftir atburðinn hafi stúlkan greinilega uppfyllt greiningarskilmála áfallaröskunar. Þær afleiðingar sem stelpan hafi glímt við séu til þess fallnar að auka á félagslega erfiðleika og draga úr árangri í námi og starfi. Það sé mat Vigdísar að A hafi beðið alvarlegt tjón vegna atvika sem hún hafi lýst. Það er niðurstaða dómsins að framferði ákærða hafi valdið A miska. Þó svo A hafi einnig glímt við líðan sem rætur á að rekja til atvika í lífi hennar fyrir þennan atburð er ljóst að háttsemi ákærða á einna stærstan þátt í því hvernig líðan stúlkunnar varð í kjölfar atburðanna. Á hún rétt á skaðabótum vegna háttsemi ákærða á grundvelli 26. gr. laga nr. 50/1993. Í ljósi atvika málsins eru bætur þessar hæfilega ákveðnar 700.000 krónur. Sú fjárhæð ber vexti eins og í dómsorði greinir.

            H hefur krafist skaðabóta úr hendi ákærða að fjárhæð 1.500.000 krónur auk vaxta. Er vísað til þess að brot ákærða hafi valdið H miska. Hafi stúlkan verið tæplega fjórtán ára gömul þegar fyrsta brotið hafi átt sér stað og fram komið að henni hafi liðið mjög illa eftir atburðina. Hafi ákærði misnotað sér gróflega slæmar aðstæður stúlkunnar. Hafi hún neytt fíkniefna á þessum tíma og oft verið á flótta undan lögreglu eftir að hafa strokið að heiman. Um lagarök er vísað til 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Í framburði Guðbjargar Erlingsdóttur, ráðgjafa hjá Götusmiðjunni, kom fram að H hafi verið illa á sig komin við komu 10. júlí 2006, bæði líkamlega og andlega. Ekki hafi leynt sér að stúlkunni hafi liðið mjög illa. Fljótlega hafi komið í ljós að H hafi átt mjög erfitt með svefn en aðspurð hafi hún sagt að erfiðar minningar hafi sótt á hana við þær aðstæður og að hana dreymdi iðulega illa. Fram hafi komið í máli H að hún hafi talið að hún fengi vinkonur sínar á móti sér ef hún myndi ekki framkvæma þessar athafnir, en stúlkan hafi verið hrædd við höfnun og fá ekki að vera með í hópi. Með vísan til þess er hér að framan er rakið er það niðurstaða dómsins að framferði ákærða hafi valdið H miska. Þó svo slæmri líðan stúlkunnar hafi einnig tengst aðrir atburðir í lífi hennar lítur dómurinn svo á að framferði ákærða gagnvart stúlkunni skipti einna mestu um líðan hennar í kjölfar brotanna. Á hún rétt á skaðabótum vegna háttsemi hans á grundvelli 26. gr. laga nr. 50/1993. Í ljósi atvika málsins eru bætur þessar hæfilega ákveðnar 800.000 krónur. Sú fjárhæð ber vexti eins og í dómsorði greinir.

            I hefur krafist skaðabóta úr hendi ákærða að fjárhæð 800.000 krónur auk vaxta. Er vísað til þess að brot ákærða hafi valdið I miska. Hafi stúlkan verið mjög illa stödd þegar atburðurinn hafi átt sér stað. Hafi ákærði nýtt sér ástand I , sem og aldursmun þeirra og reynsluleysi stúlkunnar, til að fá hana til að hafa við sig munnmök gegn greiðslu. I hafi á eftir fundist sem hún væri skítug og verið full andúðar gegn sér og ákærða. Þá hafi stúlkan verið á viðkvæmum aldri í kynferðisþroska. Um lagarök er vísað til 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Er það niðurstaða dómsins að framferði ákærða hafi valdið I miska. Á hún rétt á skaðabótum vegna háttsemi hans á grundvelli 26. gr. laga nr. 50/1993. Í ljósi atvika málsins eru bætur þessar hæfilega ákveðnar 400.000 krónur. Sú fjárhæð ber vexti eins og í dómsorði greinir.

            J hefur krafist skaðabóta úr hendi ákærða að fjárhæð 500.000 krónur auk vaxta. Er vísað til þess að brot ákærða hafi valdið J miska. Hafi stúlkan verið 14 ára þegar brotin hafi átt sér stað og stúlkunni liðið mjög illa á því tímabili. Atburðurinn hafi sett mark sitt á andlega líðan hennar. Um lagarök er vísað til 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Í vottorði Sigurðar Ragnarssonar sálfræðings kemur m.a. fram að við innlögn að [...] hafi J verið í miklum mótþróa, sem og fyrstu mánuðina á eftir. Hafi hún farið í eiturlyfjaneyslu í leyfum og verið í tengslum við óæskilega aðila. Sjálfsmynd stúlkunnar hafi verið í molum. Námsleg staða hennar hafi verið mjög bágborin. Eftir nóvember 2006 hafi leið hennar fyrst legið uppávið. Kvaðst Sigurður telja augljóst að samskipti stúlkunnar við ákærða hafi haft áhrif á stúlkuna. Það er niðurstaða dómsins að framferði ákærða hafi valdið J miska. Framferðið er ekki eini orsakavaldur að slæmri líðan hennar eftir að rökstuddur grunur vaknaði um kynferðisbrot gegn stúlkunni. Hins vegar er ljóst að brot ákærða á umtalsverðan þátt í því hvernig hagir hennar og líðan þróuðust. Á hún rétt á skaðabótum vegna háttsemi hans á grundvelli 26. gr. laga nr. 50/1993. Í ljósi atvika málsins eru bætur þessar hæfilega ákveðnar 300.000 krónur. Sú fjárhæð ber vexti eins og í dómsorði greinir.

            Ákærði greiði sakarkostnað samkvæmt yfirliti ríkissaksóknara um sakar­kostnað að fjárhæð 169.840 krónur. Hann greiði 221.802 krónur í þóknun vegna réttargæslustarfa Guðrúnar Bjargar Birgisdóttur héraðsdómslögmanns á rannsóknar­stigi málsins. Hefur þá verið tekið tillit til virðisaukaskatts. Loks greiði ákærði tildæmd málsvarnar­laun og þóknun réttargæslumanna brotaþola, hvorutveggja að viðbættum virðis­aukaskatti, sem í dómsorði greinir.

            Í ljósi þess tíma sem mál þetta hefur verið fyrir dóminum þykir rétt að gera nokkra grein fyrir framvindu þess fyrir dóminum. Mál þetta var þingfest 6. mars sl. Ákærði mætti á dómþing þann dag og óskaði eftir fresti til að kynna sér gögn málsins m.t.t. þess hvort hann myndi sjálfur halda uppi vörnum eða hvort hann myndi fá sér skipaðan verjanda. Var málinu frestað í þessu skyni til 28. mars sl. Þann dag var málið tekið aftur fyrir. Á dómþingi óskaði ákærði eftir því að tilgreindur lögmaður yrði skipaður verjandi sinn í málinu, en ákærði hafði fyrir þinghaldið komið boðum þess efnis til dómsins. Fyrir þinghaldið hafði dómari haft samband við lögmanninn og fengið staðfest að hann væri reiðubúinn að taka að sér verjandastörf í málinu. Fór lögmaðurinn þess á leit að fá hæfilegan frest til að kynna sér umfangsmikil gögn málsins. Í þessu ljósi var málinu frestað til 2. maí sl., en að samkomulagi varð síðar að þinghaldið yrði haldið 4. maí. Skömmu fyrir dómþing 4. maí sl. barst dóminum bréf verjandans þar sem hann fór þess á leit að verða leystur undan verjendastörfum af nánar tilgreindum ástæðum. Á dómþingi þann dag lá einnig fyrir að ákærði hafði komið boðum til dómsins um að hann óskaði eftir að tiltekinn annar lögmaður yrði skipaður verjandi sinn. Hafði dómari samband við þann lögmann, sem síðar tjáði dómara að hann gæti ekki tekið að sér verjandastörfin. Á dómþingi 4. maí var núverandi verjandi ákærða skipaður. Var ákveðið að fresta málinu til 14. maí þar sem ákærði tæki afstöðu til sakarefnisins. Var þá jafnframt fært í þingbók að aðalmeðferð málsins yrði 23. til 25. maí 2007. Á dómþingi 14. maí mætti ákærði ásamt sínum verjanda og lýsti yfir að hann neitaði sök samkvæmt öllum liðum ákæru. Var þá fært til bókar að verjandi ákærða treysti sér ekki til að vera nægjanlega undirbúinn fyrir aðalmeðferðina 23. til 25. maí, þar sem hann þyrfti að huga betur að einstökum atriðum varðandi sönnunarfærslu í málinu. Þá upplýsti verjandinn að ákærði færi í sex vikna veikindaleyfi til útlanda frá og með 28. maí 2007. Lét sækjandi færa til bókar mótmæli sín við því að málinu yrði frestað um of. Ákvað dómari að aðalmeðferð málsins færi fram 18. og 19. júní 2007. Jafnframt var ákveðið að málið yrði tekið fyrir 23. maí. Á dómþingi þann dag lét verjandi færa til bókar að ákærði þyrfti nauðsynlega að taka sér frí til heilsubótar og að réttarhöld myndu trufla þann bata og að verjandinn myndi leggja fram vottorð um að ákærði væri að glíma við alvarlegt krabbamein. Væri því gerð krafa um að aðalmeðferð málsins færi fram haustið 2007. Þá voru færðar í þingbók athugasemdir verjanda varðandi tölvugögn í málinu sem hugsanlega þyrfti að rannsaka frekar. Sækjandi ítrekaði mótmæli sín við frestun málsins. Ákvað dómari að áfram yrði miðað við að aðalmeðferð málsins færi fram eins og ákveðið hafi verið 18. og 19. júní. Við ákvörðun í því efni réði einna mestu tillit til brotaþola í málinu, en hagsmunir þeirra krefðust þess að málinu yrði lokið sem allra fyrst. Réttarhald var haldið á ný í málinu 30. maí 2007. Lagði verjandi þá fram bókun vegna kröfu um framlagningu gagna og tímasetningu aðalmeðferðar. Var þá ákveðið að þinghald yrði haldið í málinu 7. júní til að bregðast við kröfu verjanda ákærða um rannsókn á tölvugögnum. Þá ákvað dómari að áfram væri miðað við að aðalmeðferð málsins færi fram 18. og 19. júní. Á dómþingi 7. júní lá fyrir að verjandi ákærða hafði bæði formlega og óformlega boðað kröfur um framlagningu gagna og önnur atriði sem myndu girða fyrir að aðalmeðferð málsins gæti farið fram 18. og 19. júní. Þá hafði verjandi ítrekað kröfu um frestun málsins í ljósi veikinda ákærða. Í ljósi þess að fyrirsjáanlegt var að ekki væri unnt að láta aðalmeðferð málsins fara fram 18. og 19. júní var ákveðið að fresta aðalmeðferð málsins til 5. og 6. september 2007. Þá daga fór aðalmeðferð málsins fram.

            Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Kolbrún Sævarsdóttir saksóknari.

 

                                                           D ó m s o r ð:

            Ákærði, Róbert Árni Hreiðarsson, sæti fangelsi í 3 ár.

            Upptæk eru gerð til ríkissjóðs tvær tölvur sem lögregla lagði hald á og eru í haldlagningarskýrslum merktar G-15 og H-01 og fimm myndbandsspólur sem lögregla lagði hald á og eru í haldlagningarskýrslum merktar G-19.07, 19.08, 19.15, 19.21 og 19.22.

            Ákærði er sviptur réttindum til að vera héraðsdómslögmaður. Áhrif réttindasviptingarinnar koma þegar til framkvæmda.

            Ákærði greiði A, 700.000 krónur í skaða­bætur, ásamt vöxtum samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 1. ágúst 2005 til 12. júní 2006, en með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags.

            Ákærði greiði H, 800.000 krónur í skaða­bætur, ásamt vöxtum samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 1. júní 2006 til 14. nóvember 2006, en með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags.

            Ákærði greiði I, 400.000 krónur í skaða­bætur, ásamt vöxtum samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 1. febrúar 2006 til 6. febrúar 2007, en með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags.

            Ákærði greiði J, 300.000 krónur í skaða­bætur, ásamt vöxtum samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 1. mars 2006 til 14 nóvember 2006, en með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags.

            Ákærði greiði 2.670.490 krónur í sakarkostnað, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Einars Gauts Steingrímssonar hæstaréttarlögmanns, 1.424.280 krónur, og þóknun til réttargæslumanna brotaþola, Ásu Ólafsdóttur hæstaréttar­lögmanns, 258.960 krónur, Jóhannesar Ásgeirssonar héraðsdómslögmanns, 284.856 krónur og Steinunnar Guðbjartsdóttur hæstaréttarlögmanns, 310.752 krónur, auk 221.802 króna í þóknun vegna réttargæslustarfa Guðrúnar Bjargar Birgisdóttur héraðsdómslögmanns á rannsóknarstigi málsins.

 

 

                                                            Símon Sigvaldason

                                                            Ingveldur Einarsdóttir

                                                            Sandra Baldvinsdóttir