• Lykilorð:
  • Staðgreiðsla opinberra gjalda
  • Virðisaukaskattur

 

D Ó M U R

Héraðsdóms Reykjavíkur 2. mars 2017 í máli nr. S-717/2016:

 

Ákæruvaldið

(Klara Dögg Steingrímsdóttir saksóknarfulltrúi)

gegn

Haraldi Karli Reynissyni og

(Hólmgeir Elías Flosason hdl.)

Ófeig Guðmundssyni

(Guðmundur St. Ragnarsson hdl.)

 

            Mál þetta sem dómtekið er í dag var höfðað með ákæru útgefinni af héraðssaksóknara þann 21. september á hendur Haraldi Karli Reynissyni,      Laxatungu 25, Mosfellsbæ og Ófeigi Guðmundssyni, Háaleitisbraut 121, Reykjavík.

A

fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum í rekstri einkahlutafélagsins HS2 (hét áður Vissa), ákærða Haraldi sem framkvæmdastjóra félagsins og ákærða Ófeigi sem daglegum stjórnanda og stjórnarmanni félagsins, með því að hafa:

 

1.                  Eigi staðið ríkissjóði skil á virðisaukaskatti einkahlutafélagsins vegna uppgjörstímabilsins nóvember – desember rekstrarárið 2012 að því er varðar ákærða Ófeig, og vegna sama greiðslutímabils auk janúar - febrúar rekstrarárið 2013 að því er varðar ákærða Harald, í samræmi við fyrirmæli IX. kafla laga um virðisaukaskatt nr. 50/1988, samtals að fjárhæð kr. 2.365.004 hvað varðar ákærða Ófeig og kr. 4.042.043 hvað varðar ákærða Harald, sem sundurliðast sem hér greinir:

 

Uppgjörstímabil:

 

Vangoldinn VSK

Ófeigur:

Vangoldinn VSK

Haraldur:

Árið 2012

 

 

 

 

nóvember – desember

kr.

2.365.004

kr.

2.365.004

 

Árið 2013

 

 

 

 

janúar – febrúar

 

 

kr.

1.677.039

 

 

 

 

 

Samtals

kr.

2.365.004

kr.

4.042.043

 

2.                  Eigi staðið ríkissjóði skil á skilagreinum einkahlutafélagsins á lögmæltum tíma vegna staðgreiðslu opinberra gjalda vegna greiðslutímabilanna september, október og desember rekstrarárið 2012 og janúar rekstrarárið 2013, að því er varðar ákærða Ófeig, og vegna sömu greiðslutímabila auk mars til og með júlí rekstrarárið 2013 að því er varðar ákærða Harald, og hafa eigi staðið ríkissjóði skil á staðgreiðslu opinberra gjalda, sem haldið var eftir af launum starfsmanna einkahlutafélagsins vegna sömu greiðslutímabila, í samræmi við fyrirmæli III. kafla laga um staðgreiðslu opinberra gjalda nr. 45/1987, samtals að fjárhæð kr. 6.766.664 hvað varðar ákærða Ófeig og kr. 17.159.666 hvað varðar ákærða Harald, sem sundurliðast sem hér greinir:

 

Greiðslutímabil:

 

Vangoldin staðgreiðsla Ófeigur:

 

Vangoldin staðgreiðsla Haraldur:

Árið 2012

 

 

 

 

 

september

kr.

1.970.025

 

kr.

1.892.720

október

kr.

1.688.951

 

kr.

1.611.646

desember

kr.

1.675.299

 

kr.

1.406.621

 

kr.

5.334.275

 

kr.

4.910.987

 

 

 

 

 

 

Árið 2013

 

 

 

 

 

janúar

kr.

1.432.389

 

kr.

1.568.979

mars

 

 

 

kr.

3.050.778

apríl

 

 

 

kr.

2.286.299

maí

 

 

 

kr.

3.293.161

júní

 

 

 

kr.

2.028.621

júlí

 

 

 

kr.

20.841

 

kr.

1.432.389

 

kr.

12.248.679

 

 

 

 

 

 

Samtals

kr.

6.766.664

 

kr.

17.159.666

 

Mál: 300-2016-41

 

B

fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum í rekstri einkahlutafélagsins Vissa, á hendur ákærða Haraldi sem stjórnarformanni og daglegum stjórnanda félagsins, ...... með því að hafa:

 

1.                  Eigi staðið ríkissjóði skil á virðisaukaskattsskýrslu einkahlutafélagsins á lögmæltum tíma vegna uppgjörstímabilsins nóvember – desember rekstrarárið 2013 og hafa eigi staðið ríkissjóði skil á virðisaukaskatti einkahlutafélagsins vegna uppgjörstímabilanna júlí – ágúst til og með nóvember – desember rekstrarárið 2013 í samræmi við fyrirmæli IX. kafla laga um virðisaukaskatt nr. 50/1988, samtals að fjárhæð kr. 10.403.424, sem sundurliðast sem hér greinir:

 

Uppgjörstímabil:

 

Vangoldinn VSK:

Árið 2013

 

 

júlí – ágúst

kr.

1.302.950

september – október

kr.

3.505.307

nóvember – desember

kr.

5.595.167

 

 

 

Samtals

kr.

10.403.424

 

2.                  Eigi staðið ríkissjóði skil á skilagreinum einkahlutafélagsins á lögmæltum tíma vegna staðgreiðslu opinberra gjalda vegna greiðslutímabilanna frá og með desember rekstrarárið 2013 til og með september rekstrarárið 2014 ... auk desember rekstrarárið 2014 að því er varðar ákærða Harald, og hafa eigi staðið ríkissjóði skil á staðgreiðslu opinberra gjalda, sem haldið var eftir af launum starfsmanna einkahlutafélagsins vegna greiðslutímabilanna september og desember rekstrarárið 2013 og frá og með janúar til og með nóvember rekstrarárið 2014 ... auk desember rekstrarárið 2014 að því er varðar ákærða Harald, í samræmi við fyrirmæli III. kafla laga um staðgreiðslu opinberra gjalda nr. 45/1987, ... kr. 23.330.487 hvað varðar ákærða Harald, sem sundurliðast sem hér greinir:

 

Greiðslutímabil:

 

 

Vangoldin staðgreiðsla Haraldur:

 

 

 

 

 

Árið 2013

 

 

 

september

kr.

2.591.775

 

desember

kr.

2.641.935

 

 

kr.

5.233.710

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Árið 2014

 

 

 

janúar

kr.

1.548.686

 

febrúar

kr.

1.355.818

 

mars

kr.

1.739.362

 

apríl

kr.

1.862.912

 

maí

kr.

1.577.656

 

júní

kr.

1.853.680

 

júlí

kr.

1.147.645

 

ágúst

kr.

1.638.228

 

september

kr.

2.753.332

 

október

kr.

34.431

 

nóvember

kr.

1.500.390

 

desember

kr.

1.084.637

 

 

kr.

18.096.777

 

 

 

 

 

Samtals

kr.

23.330.487

 

Mál: 090-2015-127

 

Framangreind brot ákærðu teljast varða við 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 1. gr. laga nr. 39/1995, sbr. einnig:

a)    1. mgr. 40. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, sbr. 3. gr. laga nr. 42/1995 og 3. gr. laga nr. 134/2005, að því er varðar 1. tölulið A. og B. kafla ákæru.

b)    2. mgr. 30. gr. laga nr. 45/1987 um staðgreiðslu opinberra gjalda, sbr. 2. gr. laga nr. 42/1995 og 1. gr. laga nr. 134/2005, að því er varðar 2. tölulið A. og B. kafla ákæru.

 

            Þess er krafist að ákærðu verði dæmdir til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar.

Verjendur ákærðu krefjast vægustu refsingar er lög leyfa og hæfilegrar þóknunar sér til handa.

            Farið var með mál þetta samkvæmt 164. gr. laga um meðferð sakamála og var það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu er sækjanda og verjendum ákærðu hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. 

            Ákærðu hafa ekki áður sætt refsingu svo kunnugt sé.

            Ákærði Haraldur Karl, hefur skýlaust játað brot sitt. Sannað er með játningu ákærða og öðrum gögnum málsins að ákærði er sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök og eru brot hans rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru.

 

            Ákærði Ófeigur, hefur skýlaust játað brot sitt. Sannað er með játningu ákærða og öðrum gögnum málsins að ákærði er sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök og eru brot hans rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru.

            Með hliðsjón af greiðlegri játningu ákærðu, sem ekki hafa áður sætt refsingu svo kunnugt sé, og dómvenju á þessu réttarsviði er refsing ákærðu ákveðin þannig að ákærði Haraldur sæti fangelsi í 10 mánuði, sem heimilt þykir að skilorðsbinda svo sem í dómsorði er mælt fyrir. Ákærði Ófeigur sæti fangelsi í 3 mánuði, sem einnig þykir heimilt að skilorðsbinda svo sem í dómsorði greinir.

            Ákærði Haraldur greiði 87.300.000 krónur í sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins en sæti ella fangelsi í 12 mánuði.

            Ákærði Ófeigur greiði 7.350.000 krónur í sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá uppkvaðningu dómsins en sæti ella fangelsi í 4 mánuði.

Ákærðu greiði málsvarnarþóknun skipaðra verjenda, sem nánar greinir í dómsorði. Ákærðu greiði jafnframt þóknun til verjenda á rannsóknarstigi, svo sem í dómsorði greinir. Hefur þá verið tekið tillit til virðisaukaskatts. Engan annan sakarkostnað hefur leitt af málinu.  

Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Klara Dögg Steingrímsdóttir saksóknarfulltrúi.

Símon Sigvaldason héraðsdómari kveður upp þennan dóm.

 

                                                              D ó m s o r ð :

            Ákærði, Haraldur Karl Reynisson, sæti fangelsi í 10 mánuði, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá birtingu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Ákærði greiði jafnframt 87.300.000 krónur í sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins að telja en sæti ella fangelsi í 12 mánuði.

            Ákærði, Ófeigur Guðmundsson, sæti fangelsi í 3 mánuði, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Ákærði greiði jafnframt 7.350.000 krónur í sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá uppkvaðningu dómsins að telja en sæti ella fangelsi í 4 mánuði.

            Ákærði Haraldur Karl greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Hólmgeirs Elíasar Flosasonar héraðsdómslögmanns, 611.320 krónur. Jafnframt greiði ákærði þóknun til Ólafs Kristinssonar héraðsdómslögmanns, á rannsóknarstigi, 611.320 krónur.

Ákærði Ófeigur greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Guðmundar St. Ragnarssonar héraðsdómslögmanns, 527.000 krónur. Ákærði greiði einnig þóknun til Jóhannesar S. Ólafssonar héraðsdómslögmanns, á rannsóknarstigi, 316.200 krónur.

 

           

                                                            Símon Sigvaldason