• Lykilorð:
  • Bókhald
  • Skattar

D Ó M U R

Héraðsdóms Reykjavíkur fimmtudaginn 2. mars 2017 í máli nr. S-523/2016:

Ákæruvaldið

(Kristín Ingileifsdóttir saksóknarfulltrúi)

gegn

Sverri Agnarssyni

(Jóhannes Albert Kristbjörnsson hdl.)

 

            Mál þetta, sem dómtekið var 22. febrúar sl., var höfðað með ákæru héraðssaksóknara, dagsettri 12. ágúst 2016, á hendur Sverri Agnarssyni, kt. 000000-0000, [...], Reykjavík,

 

                                                                A.

fyrir meiri háttar brot gegn skatta- og bókhaldslögum, sem framkvæmdastjóri og stjórnarmaður einkahlutafélagsins [...], kt. 000000-0000, nú gjaldþrota og afskráð, með því að hafa:

1.                  Eigi staðið skil á skattframtölum einkahlutafélagsins fyrir gjaldárin 2012 og 2013 vegna rekstraráranna 2011 og 2012 og með þeim hætti vanframtalið rekstrartekjur félagsins vegna rekstrarársins 2011 um kr. 11.563.328 og möguleg rekstrargjöld um kr. 6.481.356. Með þessu vanframtaldi ákærði tekjuskattsstofn félagsins vegna rekstrarársins 2011 um kr. 5.081.972 og kom félaginu undan greiðslu tekjuskatts að fjárhæð samtals kr. 1.016.394 sem sundurliðast sem hér greinir:

Rekstrarárið 2011

Vanframtaldar rekstrartekjur

kr.

    11.563.328    

Möguleg rekstrargjöld

kr.

      6.481.356    

kr.

  5.081.972    

 

 

Vangoldinn tekjuskattur 20%            kr. 1.016.394 

 

2.                  Staðið skil á efnislega rangri virðisaukaskattsskýrslu einkahlutafélagsins uppgjörstímabilið mars – apríl rekstrarárið 2011 og eigi staðið skil á virðisaukaskattsskýrslum vegna uppgjörstímabilanna maí – júní rekstrarárið 2011 til og með nóvember – desember rekstrarárið 2013 á lögmæltum tíma, og fyrir að hafa eigi staðið ríkissjóði skil á virðisaukaskatti sem innheimtur var í starfseminni, vegna uppgjörstímabilanna mars – apríl rekstrarárið 2011 til og með nóvember – desember rekstrarárið 2013, í samræmi við fyrirmæli IX. kafla laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, samtals að fjárhæð kr. 8.617.299, sem sundurliðast sem hér greinir.:

 

Árið 2011                  

mars - apríl                              kr.     701.250    

maí - júní                                 kr.     474.300    

júlí - ágúst                               kr.     474.300    

september - október                kr.     469.200    

nóvember - desember              kr.     768.399    

                                                kr.  2.887.449   

Árið 2012                  

janúar - febrúar                        kr.     474.300    

mars - apríl                              kr.     474.300    

maí - júní                                 kr.     512.550    

júlí - ágúst                               kr.     474.300    

september - október                kr.     232.050    

nóvember - desember              kr.     716.550    

                                                kr.  2.884.050    

           

Árið 2013                  

janúar – febrúar                       kr.     474.300    

mars - apríl                              kr.     479.400    

maí - júní                                 kr.     479.400    

júlí - ágúst                               kr.     464.100    

september – október                kr.     479.400    

nóvember – desember             kr.     469.200    

                                                kr.  2.845.800    

 

Samtals:                                 kr. 8.617.299

 

3.                  Látið undir höfuð leggjast að færa lögboðið bókhald einkahlutafélagsins vegna rekstraráranna 2011, 2012 og 2013.

 

                                                                B.

Á hendur ákærða fyrir meiri háttar skattalagabrot með því að hafa staðið skil á efnislega röngu skattframtali gjaldárið 2012 vegna tekjuársins 2011 og fyrir að hafa eigi staðið skil á skattframtölum fyrir gjaldárin 2013 og 2014 vegna tekjuáranna 2012 og 2013, en með því lét ákærði undir höfuð leggjast að telja fram á skattframtölum sínum tekjur í formi úttekta ákærða úr einkahlutafélaginu [...], sem skattskyldar eru sem tekjur samkvæmt 1. tl. a-liðar 7. gr. laga um tekjuskatt nr. 90/2003, sbr. einnig 19. og 21. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga, en með því komst ákærði hjá því að greiða tekjuskatt og útsvar að fjárhæð kr. 11.212.985, sem sundurliðast sem hér greinir:

 

Tekjuárið 2011:

Framtaldar tekjur:

kr.

3.245.000

Vantaldar tekjur:

kr.

2.996.356

Tekjuskattur, skattprósenta 25,8%

kr.

-

Útsvar, útsvarsprósenta 14,40%

kr.

-

(Tekjur af stofni 0 – 2.512.800 kr.)

Tekjuskattur, skattprósenta 25,8%

kr.

773.060

Útsvar, útsvarsprósenta 14,40%

kr.

431.475

(Tekjur af stofni 2.512.801 – 8.166.600 kr.)

Ónýttur persónuafsláttur

kr.

0

Vangreiddur tekjuskattur og útsvar samtals:

kr.

1.204.535

 

 

 

Tekjuárið 2012:

Framtaldar tekjur:

kr.

0

Vantaldar tekjur:

kr.

13.440.950

Tekjuskattur, skattprósenta 22,9%

kr.

632.040

Útsvar, útsvarsprósenta 14,48%

kr.

399.648

(Tekjur af stofni kr. 0-2.760.000 kr.)

Tekjuskattur, skattprósenta 25,8%

kr.

1.468.639

Útsvar, útsvarsprósenta 14,48%

kr.

824.260

(Tekjur af stofni kr. 2.760.001 – 8.452.400 kr.)

Tekjuskattur, skattprósenta 31,8%

kr.

1.586.359

Útsvar, útsvarsprósenta 14,48%

kr.

722.342

(Tekjur af stofni yfir 8.452.401 kr.)

Ónýttur persónuafsláttur

kr.

558.384

Vangreiddur tekjuskattur og útsvar samtals:

kr.

5.074.904

 

Tekjuárið 2013:

Framtaldar tekjur :

kr.

0

Vantaldar tekjur:

kr.

    13.249.450    

Tekjuskattur, skattprósenta 22,9%

kr.

         663.573    

Útsvar, útsvarsprósenta 14,48%

kr.

         419.587    

(Tekjur af stofni kr. 0 - 2.897.702 kr.)

Tekjuskattur, skattprósenta 25,8%

kr.

      1.541.913    

Útsvar, útsvarsprósenta 14,48%

kr.

         865.384

(Tekjur af stofni kr. 2.897.703 – 8.874.108 kr.)

Tekjuskattur, skattprósenta 31,8%

kr.

      1.391.359    

Útsvar, útsvarsprósenta 14,48%

kr.

         633.550

(Tekjur af stofni yfir 8.874.108 kr.)

Ónýttur persónuafsláttur

kr.

         581.820    

Vangreiddur tekjuskattur og útsvar samtals:

kr.

      4.933.546    

 

 

 

 

 

 

 

 

Samtals vantaldar tekjur:

 

kr.

29.686.756

Vangreiddur tekjuskattur og útsvar samtals:

kr.

    11.212.985    

 

Framangreind brot ákærða samkvæmt 1. tölulið A-liðar ákæru eru talin varða við 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 1. gr. laga nr. 39/1995, sbr. einnig 2. mgr. 109. gr. laga um tekjuskatt, nr. 90/2003, með áorðnum breytingum.

Framangreind brot ákærða samkvæmt 2. tölulið –A-liðar ákæru eru talin varða við 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 1. gr. laga nr. 39/1995, sbr. einnig 1. mgr. 40. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, sbr. 3. gr. laga nr. 42/1995 og 3. gr. laga nr. 134/2005.

            Framangreind brot ákærða samkvæmt 3. tölulið A-liðar ákæru eru talin varða við 2. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 1. gr. laga nr. 39/1995, sbr. einnig 1. tölulið 1. mgr. 37. gr., sbr. 36. gr. laga nr. 145/1994, um bókhald, sbr. 1. gr. laga nr. 37/1995.

            Framangreind brot samkvæmt B-lið ákæru eru talin varða við 1. mgr. 262. gr. alm. hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 1. gr. laga nr. 39/1995, sbr. einnig 1. og 2. mgr. 109. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, og 2. mgr. 22. gr. laga nr. 4/1995, um tekjustofna sveitarfélaganna.

            Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar.

 

            Verjandi ákærða krefst þess aðallega að málinu verði vísað frá dómi en til vara er krafist sýknu af kröfum ákæruvaldsins, til þrautavara sýknu að svo stöddu og til þrautaþrautavara að ákærða verði gerð vægasta refsing sem lög frekast heimila. Þá er krafist málsvarnarlauna.

 

            Í þinghaldi 26. september 2016 tók ákærði afstöðu til sakarefnisins og neitaði sök að því er varðar A-lið ákæru en játaði sök að því er varðar B-lið hennar. Ákærða var veittur frestur til þess að skila greinargerð og lagði verjandi hans hana fram í þinghaldi 21. nóvember sl. Var aðalmeðferð þá ákveðin 22. febrúar sl. Við upphaf aðalmeðferðar var flutt frávísunarkrafa ákærða og í kjölfarið tók dómari þá ákvörðun að hafna kröfunni. Ákærði óskaði þá eftir því að breyta afstöðu sinni hvað varðaði A-lið ákærunnar og játaði sök. Var þá farið með mál þetta samkvæmt 164. gr. laga um meðferð sakamála og það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu er sækjanda og verjanda ákærða hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga.

            Ákærði hefur skýlaust játað brot sín. Sannað er með játningu ákærða og öðrum gögnum málsins að ákærði er sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök og eru brot hans rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru.

                       

            Við ákvörðun refsingar verður litið til játningar ákærða hér fyrir dómi. Þá hefur ákærði ekki áður verið fundinn sekur um refsiverða háttsemi. Vísast í þessu sambandi til 5. tl. 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga. Með hliðsjón af 77. gr. almennra hegningarlaga verður refsing ákærða ákveðin fangelsi í tólf mánuði. Að framangreindu virtu þykir fært að fresta fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Einnig ber að dæma ákærða til sektargreiðslu en vegna þess hve stórfelld brot hans eru er ekki unnt að takmarka sektarfjárhæð við lágmörk viðeigandi laga. Að þessu virtu er fjárhæð sektar ákveðin 62.540.034 krónur sem ákærða ber að greiða til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá uppkvaðningu dóms þessa. Með hliðsjón af því að sektarfjárhæð er umfram lögbundið lágmark og með hliðsjón af viðmiðunarreglum dómstólaráðs þykir vararefsing hæfilega ákveðin fangelsi í tíu mánuði.

     Með vísan til 2. mgr. 218. gr. laga nr. 88/2008, um meðferð sakamála, ber ákærða að greiða sakarkostnað málsins sem er málsvarnarlaun skipaðs verjanda hans, Jóhannesar Alberts Kristbjörnssonar hdl., vegna starfa hans á rannsóknarstigi og hér fyrir dómi, 847.156 krónur, og 78.469 kr. vegna aksturs og útlagðs kostnaðar. Stuðst er við tímaskráningu verjanda.

 

                                                            D ó m s o r ð :

            Ákærði, Sverrir Agnarsson, sæti fangelsi í tólf mánuði en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955.

            Ákærði greiði 62.540.034 krónur í sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins, en sæti ella fangelsi í tíu mánuði.

     Ákærði greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Jóhannesar Alberts Kristbjörnssonar hdl., 847.156 krónur, og 78.469 kr. vegna aksturs og útlagðs kostnaðar.

                                                            Sigríður Hjaltested (sign.)