• Lykilorð:
  • Ávana- og fíkniefni
  • Nytjastuldur
  • Umferðarlagabrot
  • Þjófnaður

 

D Ó M U R

Héraðsdóms Reykjavíkur 14. febrúar 2017 í máli nr. S-909/2016:

Ákæruvaldið

(Einar Laxness aðstoðarsaksóknari)

gegn

Þorkeli Diego Jónssyni

(Stefán Karl Kristjánsson hrl.)

 

 

            Mál þetta, sem dómtekið var 10. febrúar sl., var höfðað með ákæru lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, dags. 22. nóvember 2016, á hendur:

 

                        „A, kt. 000000-0000,

                        [...], og

 

                        Þorkeli Diego, kt. 000000-0000,

                        [...], báðum í Reykjavík,

 

fyrir eftirtalin brot framin á árinu 2016:

 

Á hendur þeim báðum fyrir þjófnað í félagi, með því að hafa:

 

1. Með því að hafa miðvikudaginn [...], brotist inn í sumarhús að [...], með því að spenna upp hurð og stolið þaðan Samsung flatskjá, plötuspilara, tveimur golfkylfum, hárblásara, snyrtivörum og lyfjum stíluð á húsráðanda, en munirnir fundust í bifreiðinni [...], sem ákærðu höfðu komist yfir, og valt við [...] sama dag, sbr. mál nr. 007-2016-26691.   

 M. 318-2016-4608

 

Telst þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940.

 

2. Sama dag og í ákærulið I. 1 greinir, brotist inn í sumarhús að [...], með því að spenna upp hurð á bústað og geymslu og stolið þaðan sláttuorfi, AEG hjólsög, Nokia öryggismyndavél, áfengi og 5 lítra bensínbrúsa, en munirnir fundust í bifreiðinni [...], sem ákærðu höfðu komist yfir og valt við [...] sama dag, sbr. mál nr. 007-2016-26691. 

M. 318-2016-4599

 

Telst þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940.

 

                                                             II.

3. Á hendur ákærðu báðum fyrir nytjastuld, með því að hafa ekið bifreiðinni [...] heimildarlaust, frá [...] um götur Reykjavíkur og austur í [...], en ákærðu höfðu komist yfir lykla bifreiðarinnar, sem tilkynnt var stolið var frá [...] í Reykjavík, síðar ekið suður [...] og við [...] velt bifreiðinni að morgni [...], en ákærðu yfirgáfu bifreiðina.

 M. 007-2016-26691

 

Telst þetta varða við 259. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940.

 

Þess er krafist að ákærðu verði dæmdir til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar.“

 

            Þá var ákærða í þinghaldi í dag birt ákæra lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu dagsett 10. febrúar 2017 þar sem honum eru gefin að sök eftirtalin brot framin á árinu 2016 nema annað sé tekið fram:

 

„1. Fyrir nytjastuld og gripdeild, með því að hafa aðfaranótt [...] í félagi við þekktan aðila tekið heimildarlaust bifreiðina [...], þar sem hún stóð fyrir utan [...] í Reykjavík og ekið henni meðal annars um götur Reykjavíkur og í [...] sama dag, jafnframt [...] dælt eldsneyti á bifreiðina [...] við bensínstöð [...] í [...] að andvirði kr. 6.242,- og ekið henni á brott án þess að greiða fyrir eldsneytið, en bifreiðin var síðan skilin eftir að [...] í Reykjavík [...] 2015, þar sem hún fannst.

M. 313-2015-3262

 

Telst þetta varða við 1. mgr. 259. gr. og 245 gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940

 

2. Fyrir nytjastuld, með því að hafa [...] í félagi við þekktan aðila, heimildarlaust tekið bifreiðina [...] þar sem hún stóð framan við [...] í Hafnarfirði, og því næst ók meðkærða bifreiðinni, en ákærði var farþegi frá [...] uns bifreiðin var stöðvuð á [...] í átt að [...].

M. 007-2016-10613

 

Telst þetta varða við 1. mgr. 259. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940.

 

3. Fyrir tilraun til þjófnaðar í félagi við þekktan aðila og til vara húsbrot, með því að morgni [...] farið í auðgunartilgangi og heimildarlaust inn í húsið að [...] í [...] en ákærði hafði sett skrefamæli í buxnavasa, en lögreglan koma að ákærða með mælinn í vasanum.

M. 008-2016-4958

 

Telst þetta varða við 244. gr., sbr. 20. gr. og til vara 231. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940.

 

4. Fyrir hylmingu í félagi við þekktan aðila, með því að hafa, með því að hafa að morgni [...] í bifreiðinni [...] sem stóð við hús [...] sem ákærði hafði ekið og haft aðganga að, haft í vörslum sínum í bifreiðinni, standborvél af gerðinni Einhell, höggborvél af sömu gerð, tösku undir Laser mælitæki af gerðinni DeWalt, handtösku af gerðinni Milwaukee, leikfangabíl (blár og svartur), svarta svipu og barnaskó merktir Avengers Assemble, þrátt fyrir að ákærða og meðkærðu væri ljóst að um þýfi var að ræða og þannig haldið mununum ólöglega fyrir eigendunum fram til morguns [...], en mununum hafði verið stolið úr húsnæði, geymsluskúr að [...] í [...] um nóttina aðfaranótt [...] (mál lögreglu nr. 318-2016-3488), en um hádegið [...] voru munirnir tilkynntir stolnir til lögreglunnar á [...].

M. 008-2016-4958 og 318-2016-3488

 

Telst þetta við 1. mgr. 254. gr. almennra hegningalaga nr. 19, 1940.

 

5. Fyrir umferðar- og fíkniefnalagabrot, með því að hafa þriðjudaginn [...] ekið bifreiðinni [...] undir áhrifum ávana- og fíkniefna og slævandi lyfja, óhæfur til að stjórna henni örugglega (amfetamín í blóði 90 ng/ml, metamfetamín 70 ng/ml, O-desmetýltamadól, 170 ng/ml og Tramadól 85 ng/ml ) við hús nr. [...], þar sem þar sem akstri lauk og jafnframt haft í vörslum sínum 15,53 g af amfetamíni, sem lögregla fann eftir leit á ákærða á lögreglustöðinni á [...].

M. 008-2016-4958

 

Telst þetta varða við 1., sbr. 2. mgr., 45. gr. a, og 1., sbr. 2. mgr. 44. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr., umferðarlaga nr. 50, 1987, sbr. 5. gr. laga nr. 66, 2006 og 2. gr., sbr. 5. og 6. gr., laga um ávana- og fíkniefni nr. 65, 1974, sbr. lög nr. 13, 1985 og lög nr. 68, 2001, og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr., reglugerðar um ávana- og fíknefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233, 2001, sbr. reglugerð nr. 848, 2002.

 

6. Fyrir fíkniefnalagabrot, með því að hafa mánudaginn [...] í [...], haft í vörslum sínum 0,45 g af marihúana-kannabis, sem fangaverðir fundu við leit á ákærða.

M. 318-2016-12430

 

Telst þetta varða við 2. gr., sbr. 5. og 6. gr., laga um ávana- og fíkniefni nr. 65, 1974, sbr. lög nr. 13, 1985 og lög nr. 68, 2001, og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr., reglugerðar um ávana- og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233, 2001, sbr. reglugerð nr. 848, 2002.

 

Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til sviptingar ökuréttar skv. 101. og 102. gr. nefndra umferðarlaga, sbr. 25. gr. laga nr. 44, 1993 og 18. gr. laga nr. 66, 2006 og einnig er krafist að 15,53 g af amfetamíni og 0,45 g af marihúana-kannabis fíkniefni verði gerð upptæk samkvæmt 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65, 1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233, 2001.

M. 313-2015-3262.

 

            Í málinu er jafnframt gerð einkaréttarkrafa af hálfu B f.h. C. Krafist er skaðabóta úr hendi ákærða að fjárhæð 6.242 kr. með vöxtum skv. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38, 2001 um vexti og verðtryggingu, frá tjónsdegi, 28. febrúar 2015, þar til mánuður er liðinn frá birtingu kröfunnar, en síðan dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga, frá þeim degi til greiðsludags.

           

            Verjandi ákærða krefst vægustu refsingar er lög leyfa og hæfilegrar þóknunar sér til handa.

 

            Í þinghaldi 21. desember sl. var þáttur meðákærða A skilinn frá máli þessu og það rekið undir öðru málsnúmeri, sbr. 2. mgr. 169. gr. laga nr. 88/2008, um meðferð sakamála.

 

            Farið var með mál þetta samkvæmt 164. gr. laga um meðferð sakamála og var það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu er sækjanda og verjanda ákærða hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga.

            Ákærði hefur skýlaust játað brot sín. Sannað er með játningu ákærða og öðrum gögnum málsins að ákærði er sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök og eru brot hans rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru.

            Ákærði er fæddur [...]. Hann á að baki nokkurn sakarferil sem nær aftur til ársins [...]. Frá því að hann náði [...] ára aldri hefur hann hlotið níu refsidóma, flesta fyrir auðgunarbrot, umferðarlagabrot og brot á lögum um ávana- og fíkniefni. Nú síðast var ákærði dæmdur í 16 mánaða fangelsi með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 30. júní 2016.

            Við ákvörðun refsingar er litið til játningar ákærða á brotum sínum og ungs aldurs hans. Á móti kemur að brot hans samkvæmt 1. og 2. tl. ákæru dagsettri 22. nóvember 2016 voru innbrot í híbýli fólks. Ákærði hefur átt við ávana- og fíkniefnavanda og stríða og voru brot hans í flestum tilvikum framin þegar hann var undir áhrifum fíkniefna. Það leysir hann hins vegar ekki undan sök sbr. 17. gr. almennra hegningarlaga. Ákærði lýsti því hins vegar yfir fyrir dómi að hann hygðist nýta tímann í afplánun til þess að takast á við fíkniefnavanda sinn. Við ákvörðun refsingar er jafnframt litið til 255. gr. almennra hegningarlaga. Þá er með vísan til þess sem áður hefur verið rakið litið til 4. og 5. tl. 1. mgr. 70. gr. og 2. mgr. 70. gr. hvað varðar brot ákærða samkvæmt ákæru dagsettri 22. nóvember 2016.

            Brot þau sem ákærði hefur nú verið sakfelldur fyrir eru öll utan eitt framin eftir uppkvaðningu þess dóms og verður honum því dæmdur hegningarauki í samræmi við ákvæði 78. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 en jafnframt er höfð hliðsjón af 77. gr. laganna.

            Að öllu ofangreindu virtu er refsing ákærða ákveðin sex mánaða fangelsi.

            Áréttuð er ævilöng svipting ökuréttar.

            Ákærði sæti upptöku á 15,53 g af amfetamíni og 0,45 g af marijúana-kannabis í samræmi við þau lagaákvæði sem vísað er til í ákæru.

            Í málinu krefst C skaðabóta úr hendi ákærða að fjárhæð 6.242 krónur með vöxtum frá tjónsdegi [...] 2015 þar til liðinn er mánuður frá birtingu kröfunnar en síðan dráttarvaxta frá þeim degi til greiðsludags. Ákærða var kynnt krafan í skýrslutöku hjá lögreglu [...] 2015. Ákærði hefur samþykkt bótakröfuna og verður á hana fallist eins og í dómsorði greinir.

            Ákærði greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns Stefáns Karls Kristjánssonar hrl. 260.800 krónur og 160.020 krónur í annan sakarkostnað.

 

            Sigríður Hjaltested héraðsdómari kveður upp dóm þennan.

 

                                                            D ó m s o r ð :

            Ákærði, Þorkell Diego Jónsson, sæti fangelsi í sex mánuði.

            Áréttuð er ævilöng svipting ökuréttar.

            Ákærði sæti upptöku á 15,53 g af amfetamíni og 0,45 g af marijúana-kannabis.

            Ákærði greiði C 6.242 krónur með vöxtum skv. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, frá tjónsdegi, [...] 2015 til [...] 2015 en síðan dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga, frá þeim degi til greiðsludags.

            Ákærði greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Stefáns Karls Kristjánssonar hrl., 260.800 krónur og 160.020 krónur í annan sakarkostnað.

 

                                                            Sigríður Hjaltested (sign.)