• Lykilorð:
  • Skilorð

 

D Ó M U R

Héraðsdóms Reykjavíkur 19. nóvember 2014 í máli nr. S-207/2013:

Ákæruvaldið

(Arnþrúður Þórarinsdóttir saksóknari)

gegn

Sigurjóni Þorvaldi Árnasyni

(Sigurður G. Guðjónsson hrl.)

Ívari Guðjónssyni

(Jóhannes Rúnar Jóhannsson hrl.)

Júlíusi Steinari Heiðarssyni og

(Helgi Sigurðsson hrl.)

Sindra Sveinssyni

(Reimar Snæfells Pétursson hrl.)

 

 

            Mál þetta, sem dómtekið var fimmtudaginn 16. október 2014, er höfðað með ákæru, útgefinni af sérstökum saksóknara 15. mars 2013, samkvæmt I. kafla ákæru, á hendur Sigurjóni Þorvaldi Árnasyni, kt. 000000-0000, Ívari Guðjónssyni, kt. 000000-0000, Júlíusi Steinari Heiðarssyni, kt. 000000-0000, og Sindra Sveinssyni, kt. 000000-0000, fyrir eftirtalin brot gegn lögum um verðbréfaviðskipti:

 

„Á hendur ákærðu Sigurjóni sem bankastjóra Landsbanka Íslands hf., kt. 000000-0000, Austurstræti 11, Reykjavík, (hér eftir Landsbankinn), Ívari sem forstöðumanni eigin fjárfestinga Landsbankans og Júlíusi og Sindra sem starfsmönnum eigin fjárfestinga Landsbankans, fyrir markaðsmisnotkun í sameiningu í störfum sínum fyrir bankann í tilboðum og viðskiptum fyrir eigin reikning Landsbankans með hlutabréf útgefin af bankanum sjálfum í sjálfvirkum pörunarviðskiptum í viðskiptakerfi Kauphallar Íslands hf. (NASDAQ OMX Iceland hf., hér eftir Kauphöllin) á tímabilinu frá og með 1. nóvember 2007 til og með 3. október 2008, samtals 228 viðskiptadaga, sem tryggðu óeðlilegt verð og bjuggu til verð á hlutabréfunum og gáfu eða voru líkleg til að gefa eftirspurn og verð hlutabréfanna ranglega og misvísandi til kynna.

Markaðsmisnotkunin var framkvæmd af ákærðu Júlíusi og Sindra að undirlagi ákærðu Sigurjóns og Ívars. Ákærðu Júlíus og Sindri, sem önnuðust fjárfestingar fyrir bankann sjálfan, lögðu fram, fyrir hönd Landsbankans, í upphafi hvers viðskiptadags á tímabilinu, röð stórra kauptilboða með litlu innbyrðis verðbili í hlutabréf í Landsbankanum í tilboðabók Kauphallarinnar. Þegar framboð á hlutabréfum í Landsbankanum í tilboðabók Kauphallarinnar varð meira en eftirspurn annarra markaðsaðila en Landsbankans mættu ákærðu Júlíus og Sindri að jafnaði auknu framboði með því að bæta við nýjum kauptilboðum jafnharðan og fyrri tilboðum þeirra var tekið og komu þannig ýmist í veg fyrir eða hægðu á verðlækkun hlutabréfanna. Þá hækkaði að jafnaði hlutfall kaupa þeirra á hlutabréfunum í sjálfvirkum pörunarviðskiptum við lok viðskiptadags, þ.e. við lok samfellda viðskiptatímabilsins og í lokunaruppboðum í Kauphöllinni, og höfðu ákærðu þannig áhrif á dagslokaverð hlutabréfanna.

Kaup eigin fjárfestinga Landsbankans á hlutabréfum í Landsbankanum í sjálfvirkum pörunarviðskiptum á áðurgreindu tímabili voru umfangsmikil og kerfisbundin, enda voru þau verulegur hluti af heildarveltu með hlutabréf í Landsbankanum í sjálfvirkum pörunarviðskiptum á tímabilinu. Eigin fjárfestingar Landsbankans keyptu 2.325.395.153 hluti af þeim 4.801.255.966 hlutum í Landsbankanum sem viðskipti voru með í sjálfvirkum pörunarviðskiptum á tímabilinu, eða 48,4% af heildarveltunni, en seldu aðeins 57.213.029 hluti, eða 1,2% af heildarveltunni. Kaup umfram sölu námu því samtals 47,2% af heildarveltunni í sjálfvirkum pörunarviðskiptum með hlutabréf í Landsbankanum, samtals 2.268.182.124 hlutum eða 56.240.113.876 krónum að markaðsvirði. Þar af voru kaup umfram sölu í opnunaruppboðum 46% af heildarveltunni með hlutabréf í Landsbankanum í opnunaruppboðum og kaup umfram sölu í lokunaruppboðum 63% af heildarveltunni í lokunaruppboðum. Nafnverð kauptilboða eigin fjárfestinga Landsbankans í hlutabréf í Landsbankanum nam á fyrrgreindu tímabili 43% af heildarnafnverði kauptilboða í hlutabréfin en nafnverð sölutilboða eigin fjárfestinga Landsbankans í hlutabréf í Landsbankanum aðeins um 3% af heildarnafnverði sölutilboða í hlutabréfin. Samtals námu kaup eigin fjárfestinga Landsbankans á hlutabréfum í bankanum umfram sölu á tímabilinu um 20% af öllu útgefnu hlutafé hans.

Með þessum umfangsmiklu kauptilboðum og kaupum, en óverulegu magni sölutilboða og sölu í sjálfvirkum pörunarviðskiptum, komu ákærðu ýmist í veg fyrir eða hægðu á lækkun á verði hlutabréfa í Landsbankanum og mynduðu þannig gólf í verðmyndun á hlutabréfunum. Um var að ræða ólögmætt inngrip í gangverk markaðarins sem hafði áhrif á markaðsgengi hlutabréfa í Landsbankanum, tryggði óeðlilegt verð á hlutabréfunum á tímabilinu, bjó til verð á hlutabréfunum og gaf eða var líklegt til að gefa eftirspurn og verð hlutabréfanna ranglega og misvísandi til kynna. Með háttsemi sinni röskuðu ákærðu þeim forsendum og lögmálum sem liggja að baki eðlilegri verðmyndun á skipulegum verðbréfamarkaði með því að auka seljanleika hlutabréfa í Landsbankanum með ólögmætum hætti.

Framangreindum viðskiptum og tilboðum eigin fjárfestinga Landsbankans með hlutabréf í Landsbankanum í sjálfvirkum pörunarviðskiptum á tímabilinu er lýst í eftirfarandi töflu (neikvæð gildi merkja nettó sölu eða sölu umfram kaup, eigin fjárfestingar Landsbankans er skammstafað EFL):

                                                                                     

Tímabil

Nettó viðskipti EFL (Fjöldi hluta)

Nettó viðskipti EFL sem hlutfall af heildarveltu

Nettó viðskipti EFL í opnunaruppboðum sem hlutfall af heildarveltu

Nettó viðskipti EFL í lokunaruppboðum sem hlutfall af heildarveltu

Nafnverð kauptilboða EFL sem hlutfall af heildarnafnverði kauptilboða

Nafnverð sölutilboða EFL sem hlutfall af heildarnafnverði sölutilboða

Nóv. 2007

67.705.455

15%

-8%

30%

20%

9%

Des. 2007

67.214.212

33%

40%

59%

37%

13%

Jan. 2008

195.885.014

39%

48%

50%

36%

4%

Feb. 2008

171.587.476

44%

40%

78%

39%

3%

Mar. 2008

154.885.306

42%

25%

51%

38%

2%

Apríl 2008

57.700.747

19%

28%

39%

22%

5%

Maí 2008

137.995.707

43%

0%

69%

35%

1%

Júní 2008

241.609.648

57%

73%

85%

47%

0%

Júlí 2008

125.348.530

50%

61%

59%

50%

2%

Ágúst 2008

64.867.026

48%

67%

53%

58%

1%

Sept. 2008

569.989.300

61%

46%

77%

56%

0%

Okt. 2008

413.393.703

79%

94%

82%

73%

0%

Alls

2.268.182.124

47%

46%

63%

43%

3%

 

 

Viðskiptum og tilboðum ákærða Júlíusar (JSH í töflu) fyrir hönd eigin fjárfestinga Landsbankans í hlutabréf í Landsbankanum á framangreindu tímabili er lýst í eftirfarandi töflu:

 

Tímabil

Nettó viðskipti JSH (fjöldi hluta)

Nettó viðskipti JSH sem hlutfall af heildarveltu

Nettó viðskipti JSH í opnunaruppboðum sem hlutfall af heildarveltu

Nettó viðskipti JSH í lokunaruppboðum sem hlutfall af heildarveltu

Nafnverð kauptilboða JSH sem hlutfall af heildarnafnverði kauptilboða

Nafnverð sölutilboða JSH sem hlutfall af heildarnafnverði sölutilboða

Nóv. 2007

53.648.100

12%

-26%

30%

15%

5%

Des. 2007

27.159.365

13%

22%

30%

17%

5%

Jan. 2008

114.829.808

23%

15%

30%

21%

2%

Feb. 2008

129.555.064

33%

13%

30%

28%

2%

Mar. 2008

146.713.003

40%

35%

47%

34%

1%

Apríl 2008

34.195.247

11%

9%

8%

14%

4%

Maí 2008

81.641.688

25%

0%

55%

20%

0%

Júní 2008

171.382.690

40%

50%

59%

32%

0%

Júlí 2008

63.390.689

25%

32%

14%

29%

0%

Ágúst 2008

29.096.239

22%

0%

12%

22%

0%

Sept. 2008

470.701.384

50%

25%

61%

42%

0%

Okt. 2008

374.490.902

72%

94%

82%

65%

0%

Alls

1.696.804.179

35%

26%

43%

30%

1%

 

Viðskiptum og tilboðum ákærða Sindra (SS í töflu) fyrir hönd eigin fjárfestinga Landsbankans í hlutabréf í Landsbankanum á framangreindu tímabili er lýst í eftirfarandi töflu:

 

Tímabil

Nettó viðskipti SS (fjöldi hluta)

Nettó viðskipti SS sem hlutfall af heildarveltu

Nettó viðskipti SS í opnunaruppboðum sem hlutfall af heildarveltu

Nettó viðskipti SS í lokunaruppboðum sem hlutfall af heildarveltu

Nafnverð kauptilboða SS sem hlutfall af heildarnafnverði kauptilboða

Nafnverð sölutilboða SS sem hlutfall af heildarnafnverði sölutilboða

Nóv. 2007

14.057.355

3%

18%

0%

5%

4%

Des. 2007

40.054.847

20%

18%

29%

21%

8%

Jan. 2008

81.055.206

16%

33%

20%

15%

3%

Feb. 2008

42.032.412

11%

26%

49%

10%

2%

Mar. 2008

8.172.303

2%

-10%

4%

4%

1%

Apríl 2008

23.505.500

8%

19%

31%

7%

1%

Maí 2008

56.354.019

17%

0%

14%

15%

0%

Júní 2008

70.226.958

16%

23%

26%

15%

0%

Júlí 2008

31.362.653

13%

0%

27%

14%

1%

Ágúst 2008

32.925.986

25%

67%

41%

33%

1%

Sept. 2008

99.287.916

11%

21%

16%

14%

0%

Okt. 2008

38.902.801

7%

0%

0%

8%

0%

Alls

537.937.956

11%

19%

19%

13%

1%

 

Viðskiptum eigin fjárfestinga Landsbankans með hlutabréf í Landsbankanum í sjálfvirkum pörunarviðskiptum ásamt sundurliðun viðskipta ákærðu Júlíusar og Sindra fyrir hvern viðskiptadag á því tímabili sem ákært er fyrir, er lýst í eftirfarandi töflu:

 

Dagsetning

Heildarvelta

Kaup EFL

Nettó viðskipti Júlíusar

Nettó viðskipti Sindra

Nettó viðskipti EFL

Nettó viðskipti EFL sem hlutfall af heildarveltu

Nettó-viðskipti

EFL í lokunar

uppboðum

Dagsloka gengi 

1.11.2007

29.277.097

1.500.000

755.000

0

755.000

3%

0%

43,4

2.11.2007

6.109.472

0

0

0

0

0%

-

43

5.11.2007

35.864.375

3.070.000

0

2.570.000

2.570.000

7%

0%

42,6

6.11.2007

19.659.301

4.054

0

-995.946

-995.946

-5%

-

42

7.11.2007

43.056.554

5.000.000

2.000.000

3.000.000

5.000.000

12%

0%

40,8

8.11.2007

24.556.951

2.185.000

1.260.000

185.000

1.445.000

6%

0%

40,6

9.11.2007

20.652.254

4.225.000

412.500

1.000.000

1.412.500

7%

-

40

12.11.2007

13.273.903

5.500.000

1.000.000

3.000.000

4.000.000

30%

-

40

13.11.2007

19.958.877

3.730.000

2.230.000

0

2.230.000

11%

100%

39,6

14.11.2007

15.224.833

0

-500000

0

-500.000

-3%

0%

40

15.11.2007

13.722.992

2.517.500

2.517.500

0

2.517.500

18%

0%

39,5

16.11.2007

20.524.639

3.572.500

3.072.500

-487.500

2.585.000

13%

0%

39

19.11.2007

14.134.376

7.000.000

6.500.000

500.000

7.000.000

50%

0%

38

20.11.2007

51.152.837

8.890.000

5.890.000

1.500.000

7.390.000

14%

-

37,9

21.11.2007

15.724.279

6.000.000

4.500.000

1.500.000

6.000.000

38%

100%

36,6

22.11.2007

30.088.837

8.500.000

5.000.000

3.500.000

8.500.000

28%

0%

36,3

23.11.2007

25.429.819

19.538.100

19.538.100

0

19.538.100

77%

89%

36,6

26.11.2007

14.857.031

0

-1000000

0

-1.000.000

-7%

0%

37,1

27.11.2007

7.782.571

3.225.000

3.197.500

-800.000

2.397.500

31%

-100%

36,4

28.11.2007

15.142.255

1.687.500

-222.500

-136.699

-359.199

-2%

-100%

37

29.11.2007

9.996.655

1.232.500

-990.000

-277.500

-1.267.500

-13%

9%

37,2

30.11.2007

8.337.139

500.000

-1.512.500

0

-1.512.500

-18%

100%

37,6

3.12.2007

5.717.287

1.000.000

1.000.000

0

1.000.000

17%

0%

37,2

4.12.2007

17.243.427

2.500.000

0

2.500.000

2.500.000

14%

-

36,1

5.12.2007

31.621.869

6.527.380

5.527.380

1.000.000

6.527.380

21%

0%

35,9

6.12.2007

14.074.882

3.520.782

-494.218

1.500.000

1.005.782

7%

50%

35,4

7.12.2007

13.720.561

4.083.700

3.083.700

500.000

3.583.700

26%

-

35,7

10.12.2007

5.853.002

500.000

500.000

0

500.000

9%

-

35,8

11.12.2007

10.512.007

2.525.000

-1.180.000

0

-1.180.000

-11%

100%

36,8

12.12.2007

11.155.431

1.287.500

287.500

500.000

787.500

7%

-

37

13.12.2007

9.217.984

500.000

0

0

0

0%

0%

37

14.12.2007

13.195.195

1.429.258

0

1.429.258

1.429.258

11%

-

36,9

17.12.2007

5.932.371

3.833.163

0

3.833.163

3.833.163

65%

-

36,2

18.12.2007

12.590.189

7.719.166

2.552.500

5.166.666

7.719.166

61%

71%

36,3

19.12.2007

15.154.259

11.537.400

3.100.000

8.437.400

11.537.400

76%

-

35,6

20.12.2007

12.150.160

9.655.000

8.655.000

1.000.000

9.655.000

79%

100%

35,5

21.12.2007

5.607.657

2.772.503

2.012.503

760.000

2.772.503

49%

-

35,7

27.12.2007

3.309.039

2.115.000

2.115.000

0

2.115.000

64%

76%

35,4

28.12.2007

16.877.613

13.523.360

0

13.428.360

13.428.360

80%

100%

35,5

3.1.2008

15.390.345

11.505.000

11.505.000

0

11.505.000

75%

100%

34,9

4.1.2008

18.586.694

8.702.500

5.700.000

3.002.500

8.702.500

47%

100%

33,7

7.1.2008

23.202.354

7.460.250

2.000.000

5.460.250

7.460.250

32%

0%

32,5

8.1.2008

12.474.092

8.802.081

2.984.689

5.817.392

8.802.081

71%

50%

32,3

9.1.2008

59.444.514

40.900.907

20.835.907

20.065.000

40.900.907

69%

100%

31,6

10.1.2008

34.617.412

14.490.000

11.000.000

1.990.000

12.990.000

38%

100%

32,1

11.1.2008

12.987.062

8.139.108

7.639.108

0

7.639.108

59%

100%

32,2

14.1.2008

7.617.467

5.425.500

5.425.500

0

5.425.500

71%

-

32

15.1.2008

15.380.596

6.697.500

5.697.500

500.000

6.197.500

40%

-

31,8

16.1.2008

18.881.979

8.935.691

8.435.691

500.000

8.935.691

47%

46%

31,6

17.1.2008

4.338.365

0

-500000

0

-500.000

-12%

-

31,9

18.1.2008

3.374.861

1.492.500

1.492.500

0

1.492.500

44%

-

32,2

21.1.2008

19.352.071

8.650.000

5.150.000

3.500.000

8.650.000

45%

100%

31,2

22.1.2008

42.134.957

10.241.435

0

9.741.435

9.741.435

23%

0%

31,1

23.1.2008

35.924.005

17.351.589

0

17.351.589

17.351.589

48%

100%

30

24.1.2008

19.795.432

2.560.000

1.060.000

1.500.000

2.560.000

13%

100%

30,7

25.1.2008

41.781.339

9.535.391

9.535.391

0

9.535.391

23%

22%

31,9

28.1.2008

20.465.063

2.005.000

2.005.000

0

2.005.000

10%

0%

31,5

29.1.2008

14.121.360

4.754.500

1.779.500

2.475.000

4.254.500

30%

0%

31,9

30.1.2008

54.189.741

17.194.862

9.172.822

6.022.040

15.194.862

28%

100%

31,4

31.1.2008

23.468.702

9.541.200

3.911.200

3.130.000

7.041.200

30%

-

30,8

1.2.2008

15.033.383

8.654.500

5.954.500

2.690.000

8.644.500

58%

100%

30,8

4.2.2008

5.619.491

2.960.555

1.120.000

1.840.555

2.960.555

53%

100%

30,6

5.2.2008

16.245.747

8.222.500

7.222.500

1.000.000

8.222.500

51%

19%

29,9

6.2.2008

36.117.079

18.221.450

15.721.450

2.500.000

18.221.450

50%

-

29

7.2.2008

26.219.392

5.000.000

5.000.000

0

5.000.000

19%

0%

28,8

8.2.2008

27.211.598

13.559.250

8.2.2008

27.211.598

13.559.250

50%

100%

28,5

11.2.2008

29.546.673

20.481.017

19.809.257

671.760

20.481.017

69%

0%

27,5

12.2.2008

34.007.427

11.864.643

11.860.419

4.224

11.864.643

35%

0%

28,4

13.2.2008

22.989.685

717.500

0

717.500

717.500

3%

100%

28,8

14.2.2008

8.135.354

1.310.000

0

1.310.000

1.310.000

16%

0%

28,7

15.2.2008

17.508.010

6.472.427

0

6.472.427

6.472.427

37%

100%

28,8

18.2.2008

6.752.151

520.484

0

-479.516

-479.516

-7%

-

29,2

19.2.2008

10.187.145

5.004.600

0

5.004.600

5.004.600

49%

100%

28,6

20.2.2008

26.060.334

18.425.484

18.425.484

0

18.425.484

71%

100%

28,3

21.2.2008

10.250.511

8.233.969

7.816.969

417.000

8.233.969

80%

100%

28,1

22.2.2008

14.469.217

9.051.321

9.051.321

0

9.051.321

63%

-

28

25.2.2008

8.020.659

1.522.689

0

1.522.689

1.522.689

19%

-

28,2

26.2.2008

9.792.107

4.810.000

4.200.000

610.000

4.810.000

49%

-

28,2

27.2.2008

11.966.598

5.128.800

2.528.800

2.600.000

5.128.800

43%

0%

27,6

28.2.2008

37.194.973

17.204.364

8.314.364

8.890.000

17.204.364

46%

100%

26,9

29.2.2008

15.853.112

5.231.923

0

5.231.923

5.231.923

33%

76%

26,8

3.3.2008

23.316.451

16.871.642

14.389.670

2.481.972

16.871.642

72%

100%

26,4

4.3.2008

20.862.050

10.095.000

9.855.000

-760.000

9.095.000

44%

100%

26,2

5.3.2008

18.745.093

10.507.500

7.007.500

2.500.000

9.507.500

51%

100%

26,5

6.3.2008

8.669.313

5.585.000

4.632.500

0

4.632.500

53%

0%

26,6

7.3.2008

32.452.244

18.946.500

18.946.500

0

18.946.500

58%

-

27,4

10.3.2008

10.913.583

5.842.026

5.659.526

182.500

5.842.026

54%

100%

27,4

11.3.2008

10.245.102

1.102.500

650.000

452.500

1.102.500

11%

-

28

12.3.2008

12.151.188

7.736.485

7.236.485

500.000

7.736.485

64%

100%

28,5

13.3.2008

12.246.813

8.102.500

8.102.500

0

8.102.500

66%

100%

28,2

14.3.2008

17.733.057

8.530.000

7.985.000

545.000

8.530.000

48%

63%

28,3

17.3.2008

20.760.514

11.801.500

10.801.500

1.000.000

11.801.500

57%

-

27,1

18.3.2008

16.784.442

5.850.000

5.850.000

0

5.850.000

35%

-

27

19.3.2008

53.722.677

16.072.831

15.802.500

270.331

16.072.831

30%

0%

27,5

25.3.2008

21.140.757

546.779

546.779

0

546.779

3%

0%

28,9

26.3.2008

16.282.892

10.316.100

9.816.100

500.000

10.316.100

63%

100%

29,4

27.3.2008

35.226.500

7.595.000

7.095.000

500.000

7.595.000

22%

79%

29,7

28.3.2008

27.350.359

11.177.500

10.177.500

0

10.177.500

37%

100%

29,4

31.3.2008

6.692.363

2.158.943

2.158.943

0

2.158.943

32%

0%

29,6

1.4.2008

22.163.922

7.132.500

7.017.500

115.000

7.132.500

32%

100%

29,5

2.4.2008

22.557.394

4.891.360

386.360

0

386.360

2%

-

30,2

3.4.2008

24.644.163

2.332.500

1.332.500

0

1.332.500

5%

0%

30,4

4.4.2008

7.752.791

1.195.000

195.000

1.000.000

1.195.000

15%

0%

30,2

7.4.2008

13.720.781

5.738.000

0

5.238.000

5.238.000

38%

0%

30,6

8.4.2008

21.952.815

4.300.000

3.300.000

1.000.000

4.300.000

20%

0%

31

9.4.2008

24.881.275

8.842.500

6.700.000

1.642.500

8.342.500

34%

-

31,2

10.4.2008

23.897.808

7.720.000

6.000.000

1.720.000

7.720.000

32%

-

30,8

11.4.2008

19.481.824

7.188.181

7.188.181

0

7.188.181

37%

-

30,4

14.4.2008

4.607.599

1.235.794

235.794

1.000.000

1.235.794

27%

0%

29,8

15.4.2008

7.944.936

2.500.000

1.000.000

1.500.000

2.500.000

31%

100%

29,8

16.4.2008

15.870.745

1.157.412

657.412

-1000000

-342.588

-2%

0%

30,5

17.4.2008

15.831.453

3.172.500

1.000.000

2.172.500

3.172.500

20%

0%

30,9

18.4.2008

9.661.683

17.500

-3000000

17.500

-2.982.500

-31%

0%

31,3

21.4.2008

3.247.114

1.000.000

0

1.000.000

1.000.000

31%

0%

31,1

22.4.2008

6.322.329

2.197.500

2.182.500

15.000

2.197.500

35%

100%

30,6

23.4.2008

17.277.575

0

0

0

0

0%

0%

30,8

25.4.2008

10.565.777

1.585.000

0

1.085.000

1.085.000

10%

83%

31

28.4.2008

3.897.434

0

0

0

0

0%

0%

31

29.4.2008

12.476.290

4.500.000

0

4.500.000

4.500.000

36%

60%

30

30.4.2008

13.316.408

2.500.000

0

2.500.000

2.500.000

19%

83%

29,9

2.5.2008

5.651.047

3.525.000

0

3.525.000

3.525.000

62%

-

29,7

5.5.2008

13.576.192

4.769.113

0

4.769.113

4.769.113

35%

-

28,6

6.5.2008

24.827.761

3.492.190

0

3.492.190

3.492.190

14%

3%

27,8

7.5.2008

26.087.139

8.492.500

307.500

7.185.000

7.492.500

29%

98%

27,9

8.5.2008

11.057.402

8.003.979

3.008.000

4.995.979

8.003.979

72%

-

27,6

9.5.2008

16.333.591

8.889.603

2.612.500

6.277.103

8.889.603

54%

-

27,4

13.5.2008

19.848.933

6.522.500

6.522.500

0

6.522.500

33%

100%

27,1

14.5.2008

11.428.042

5.333.345

3.000.000

2.333.345

5.333.345

47%

0%

26,6

15.5.2008

30.437.420

16.771.500

10.771.500

6.000.000

16.771.500

55%

100%

25,9

16.5.2008

35.453.153

13.972.203

13.972.203

0

13.972.203

39%

-

26

19.5.2008

6.056.660

40.000

0

40.000

40.000

1%

0%

26,1

20.5.2008

17.844.541

11.885.000

11.885.000

0

11.885.000

67%

0%

26

21.5.2008

24.245.706

4.500.000

1.000.000

3.500.000

4.500.000

19%

0%

26,1

22.5.2008

5.123.674

125.000

120.000

5.000

125.000

2%

100%

26

23.5.2008

11.330.161

7.130.850

7.130.850

0

7.130.850

63%

100%

25,7

26.5.2008

13.866.722

5.228.789

1.997.500

3.231.289

5.228.789

38%

-

25,5

27.5.2008

6.281.918

2.000.000

2.000.000

0

2.000.000

32%

0%

25,7

28.5.2008

13.314.584

6.000.000

6.000.000

0

6.000.000

45%

-

25,6

29.5.2008

8.019.541

6.910.785

3.910.785

3.000.000

6.910.785

86%

-

25,5

30.5.2008

22.059.068

15.403.350

7.403.350

8.000.000

15.403.350

70%

100%

25,2

2.6.2008

32.149.167

19.529.711

18.529.711

1.000.000

19.529.711

61%

-

24,9

3.6.2008

33.544.008

19.460.426

19.460.426

0

19.460.426

58%

100%

24,7

4.6.2008

28.453.521

18.328.016

15.321.911

3.006.105

18.328.016

64%

0%

24,7

5.6.2008

14.238.503

4.089.069

4.000.000

89.069

4.089.069

29%

-

24,8

6.6.2008

9.635.383

5.992.869

3.916.157

2.076.712

5.992.869

62%

70%

24,6

9.6.2008

8.202.362

3.000.000

0

3.000.000

3.000.000

37%

-

24,2

10.6.2008

27.308.776

19.494.778

13.617.391

5.877.387

19.494.778

71%

100%

23,6

11.6.2008

40.788.498

27.535.323

20.535.323

7.000.000

27.535.323

68%

100%

23,2

12.6.2008

75.834.506

44.533.271

38.533.271

6.000.000

44.533.271

59%

100%

22,8

13.6.2008

18.834.571

7.289.071

6.009.868

1.279.203

7.289.071

39%

0%

22,9

16.6.2008

11.883.450

4.897.511

0

4.897.511

4.897.511

41%

8%

23,5

18.6.2008

14.240.344

7.409.853

6.393.908

1.015.945

7.409.853

52%

0%

23,5

19.6.2008

10.924.966

6.273.386

6.273.386

0

6.273.386

57%

100%

23,1

20.6.2008

8.573.084

6.097.159

0

6.097.159

6.097.159

71%

0%

23,1

23.6.2008

7.484.055

2.000.000

1.000.000

1.000.000

2.000.000

27%

23,1

24.6.2008

9.312.593

2.032.294

2.032.294

0

2.032.294

22%

100%

23

25.6.2008

13.785.809

7.248.344

7.248.344

0

7.248.344

53%

23,3

26.6.2008

11.921.214

7.289.128

1.000.000

6.289.128

7.289.128

61%

23,3

27.6.2008

18.525.810

11.100.057

7.510.700

3.589.357

11.100.057

60%

100%

23,4

30.6.2008

30.460.382

18.009.382

0

18.009.382

18.009.382

59%

100%

23,1

1.7.2008

27.499.851

11.922.404

11.922.404

0

11.922.404

43%

0%

22,9

2.7.2008

8.639.266

4.045.819

4.045.819

0

4.045.819

47%

-

22,9

3.7.2008

17.503.674

11.257.388

11.257.388

0

11.257.388

64%

-

22,8

4.7.2008

3.187.561

1.154.147

1.154.147

0

1.154.147

36%

-

22,9

7.7.2008

13.550.513

3.026.512

3.026.512

0

3.026.512

22%

-

23,3

8.7.2008

13.311.735

6.619.918

6.619.918

0

6.619.918

50%

98%

23

9.7.2008

6.031.475

2.676.475

2.676.475

0

2.676.475

44%

100%

23,2

10.7.2008

6.670.849

2.301.643

2.301.643

0

2.301.643

35%

-

23,1

11.7.2008

15.621.550

12.825.954

7.332.073

0

12.825.954

82%

-

22,8

14.7.2008

4.233.396

2.548.410

0

0

2.548.410

60%

100%

22,8

15.7.2008

32.582.897

22.552.897

0

0

22.552.897

69%

100%

22,6

16.7.2008

15.492.063

5.300.000

5.300.000

0

5.300.000

34%

-

22,7

17.7.2008

11.704.519

4.000.000

4.000.000

0

4.000.000

34%

0%

23

18.7.2008

11.064.036

2.406.849

2.406.849

0

2.406.849

22%

0%

23,1

21.7.2008

3.365.213

1.347.461

1.347.461

0

1.347.461

40%

-

23,1

22.7.2008

6.003.861

1.000.000

0

1.000.000

1.000.000

17%

0%

22,8

23.7.2008

4.824.589

664.662

0

664.662

664.662

14%

76%

23

24.7.2008

1.173.661

622.389

0

622.389

622.389

53%

50%

23

25.7.2008

4.321.080

2.099.405

0

2.099.405

2.099.405

49%

0%

22,8

28.7.2008

13.795.284

6.474.661

0

6.474.661

6.474.661

47%

0%

22,4

29.7.2008

14.853.942

10.200.000

0

10.200.000

10.200.000

69%

0%

22,9

30.7.2008

11.325.478

8.091.902

0

8.091.902

8.091.902

71%

92%

22,7

31.7.2008

3.222.666

2.209.634

0

2.209.634

2.209.634

69%

100%

22,8

1.8.2008

10.189.000

2.000.000

0

2.000.000

2.000.000

20%

-

23,1

5.8.2008

2.601.066

193.034

0

193.034

193.034

7%

100%

23,1

6.8.2008

5.368.982

82.622

0

82.622

82.622

2%

0%

23,1

7.8.2008

18.301.323

12.083.591

0

12.083.591

12.083.591

66%

100%

23

8.8.2008

2.584.004

1.017.403

0

1.017.403

1.017.403

39%

-

23,2

11.8.2008

4.109.562

3.149.282

0

3.149.282

3.149.282

77%

0%

23,1

12.8.2008

4.831.770

1.786.938

0

0

1.786.938

37%

-

23,6

13.8.2008

8.292.497

1.057.863

0

0

1.057.863

13%

0%

23,2

14.8.2008

5.784.487

3.570.057

3.570.057

0

3.570.057

62%

0%

23,2

15.8.2008

8.740.494

4.943.837

4.943.837

0

4.943.837

57%

50%

23,9

18.8.2008

8.079.461

5.029.528

1.475.400

3.554.128

5.029.528

62%

100%

24,4

19.8.2008

6.540.467

2.085.154

2.085.154

0

2.085.154

32%

-

24,1

20.8.2008

9.486.432

5.823.280

5.623.280

200.000

5.823.280

61%

100%

23,9

21.8.2008

11.158.363

5.778.008

0

5.519.178

5.519.178

49%

-

23,7

22.8.2008

4.570.070

3.510.070

3.010.070

500.000

3.510.070

77%

100%

24

25.8.2008

3.008.065

1.342.073

0

1.342.073

1.342.073

45%

58%

23,9

26.8.2008

5.392.932

3.600.000

1.600.000

2.000.000

3.600.000

67%

-

23,9

27.8.2008

9.799.665

5.145.486

3.860.811

1.284.675

5.145.486

53%

100%

24

28.8.2008

1.479.320

403.717

403.717

0

403.717

27%

-

24

29.8.2008

3.684.683

2.523.913

2.523.913

0

2.523.913

68%

0%

24

1.9.2008

4.888.169

3.080.688

2.000.000

1.080.688

3.080.688

63%

-

23,9

2.9.2008

6.103.061

3.157.159

1.115.000

2.042.159

3.157.159

52%

100%

24

3.9.2008

4.866.100

3.233.562

3.000.000

233.562

3.233.562

66%

-

23,7

4.9.2008

23.562.260

19.531.426

19.531.426

0

19.531.426

83%

-

23,5

5.9.2008

27.996.758

16.354.355

9.000.000

6.354.355

15.354.355

55%

100%

23

8.9.2008

25.284.193

12.000.000

8.000.000

4.000.000

12.000.000

47%

50%

23,1

9.9.2008

30.505.489

14.325.567

3.325.567

11.000.000

14.325.567

47%

100%

22,3

10.9.2008

44.782.172

16.719.565

11.600.000

5.119.565

16.719.565

37%

64%

21,9

11.9.2008

28.084.836

13.000.484

8.000.000

5.000.484

13.000.484

46%

100%

21,7

12.9.2008

57.314.234

45.193.778

45.193.778

0

45.193.778

79%

50%

22,1

15.9.2008

45.469.200

21.707.998

3.000.000

18.707.998

21.707.998

48%

94%

21,8

16.9.2008

41.236.962

20.384.839

15.284.839

5.100.000

20.384.839

49%

0%

21,6

17.9.2008

40.543.912

26.549.687

22.547.580

4.002.107

26.549.687

65%

96%

21,2

18.9.2008

40.468.590

10.861.504

8.758.750

2.102.754

10.861.504

27%

43%

21,7

19.9.2008

70.242.120

36.387.108

32.368.940

4.018.168

36.387.108

52%

93%

22,7

22.9.2008

21.780.007

5.813.592

5.659.417

-845.825

4.813.592

22%

0%

23,1

23.9.2008

24.030.774

10.729.350

10.729.350

0

10.729.350

45%

92%

22,8

24.9.2008

15.498.822

5.078.234

3.000.000

2.078.234

5.078.234

33%

-

23

25.9.2008

18.111.931

9.017.334

8.842.280

175.054

9.017.334

50%

100%

23,4

26.9.2008

15.700.720

7.197.346

7.197.346

0

7.197.346

46%

0%

23,1

29.9.2008

194.737.388

165.031.863

141.913.250

23.118.613

165.031.863

85%

100%

21,5

30.9.2008

153.290.193

106.633.861

100.633.861

6.000.000

106.633.861

70%

86%

20,4

1.10.2008

97.861.092

76.740.325

63.369.646

13.370.679

76.740.325

78%

75%

20

2.10.2008

261.975.553

220.534.697

203.063.198

17.471.499

220.534.697

84%

89%

19,1

3.10.2008

161.458.820

117.118.681

108.058.058

8.060.623

116.118.681

72%

0%

19,9

 

 

Hin miklu kaup eigin fjárfestinga Landsbankans á hlutabréfum í Landsbankanum í sjálfvirkum pörunarviðskiptum umfram sölu leiddu til þess að hlutabréfin söfnuðust upp hjá bankanum. Vegna lögbundinna takmarkana á eignarhaldi fjármálafyrirtækja á eigin hlutabréfum, reglna um flöggunarskyldu og neikvæðra áhrifa á eiginfjárhlutfall Landsbankans þurfti að losa Landsbankann við hlutabréfin til þess að unnt væri að halda áfram umfangsmiklum kaupum á hlutabréfum í Landsbankanum í sjálfvirkum pörunarviðskiptum. Það var meðal annars gert með sölu á þeim í stórum utanþingsviðskiptum, fyrir tilstilli verðbréfamiðlunar Landsbankans, en ákært er fyrir þrenn slík hlutabréfaviðskipti í köflum II-IV. [...]“

            Er háttsemi ákærðu talin varða við a- og b-lið 1. töluliðar 1. mgr. 117. gr., sbr. 1. tölulið 146. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007.

            Þess er krafist að ákærðu verði dæmdir til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar.

 

Verjendur ákærðu krefjast þess aðallega að ákærðu verði sýknaðir af kröfum ákæruvalds, en til vara að þeim verði dæmd vægasta refsing er lög leyfa. Þá krefjast verjendur málsvarnarlauna sér til handa, sem greiðist úr ríkissjóði.

 

            Með ákærunni var jafnframt höfðað mál á hendur ákærða Sigurjóni Þorvaldi, Sigríði Elínu Sigfúsdóttur, framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Landsbankans, og Steinþóri Gunnarssyni, forstöðumanni verðbréfamiðlunar bankans, fyrir markaðsmisnotkun samkvæmt a-lið 1. töluliðar og 2. tölulið 1. mgr. 117. gr., sbr. 1. tölulið 146. gr. laga um verðbréfaviðskipti, og jafnframt gegn þeim tveimur fyrrnefndu fyrir umboðssvik samkvæmt 249. gr. almennra hegningarlaga, svo sem í II. til IV. kafla ákæru greinir. Í þinghaldi 12. júní 2013 var sá þáttur skilinn frá málinu, sbr. 2. mgr. 169. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008. Var það mál rekið undir málsnúmerinu S-553/2013 og kveðinn upp í því dómur 5. júní 2014.

 

Málsatvik

Ákærðu er gefin að sök markaðsmisnotkun í störfum sínum fyrir Landsbanka Íslands hf. í tilboðum og viðskiptum fyrir eigin reikning Landsbankans með hlutabréf í bankanum á tímabilinu frá 1. nóvember 2007 til 3. október 2008. Samkvæmt áhættureglum Landsbankans, sem giltu á þeim tíma sem um ræðir, fólust verkefni deildar eigin fjárfestinga bankans í umsjón með öllum veltubókarviðskiptum bankans með hlutabréf og að sjá um fjárfestingar í skráðum eða óskráðum bréfum. Þá skyldi deildin sjá um sölutryggingar og viðskiptavakt á hlutabréfum. Deild eigin fjárfestinga heyrði undir verðbréfasvið bankans, en samkvæmt verkaskiptingu bankastjóra fór ákærði Sigurjón Þorvaldur Árnason fyrir því sviði. Ákærði Ívar Guðjónsson var forstöðumaður deildarinnar, en ákærðu Júlíus Steinar Heiðarsson og Sindri Sveinsson voru starfsmenn þar. Framkvæmdastjóri verðbréfasviðs var Yngvi Örn Kristinsson.

Í málinu liggja fyrir drög að áhættureglum bankans, en samkvæmt þeim var færsluheimildum eigin fjárfestinga skipt í fjóra flokka, A-, B-, C- eða D-mál, eftir umfangi viðskipta, sem hér greinir:

D-mál: öll mál sem þarfnast samþykki starfsmanna eigin fjárfestinga.

C-mál: D-mál + samþykki forstöðumanns eigin fjárfestinga.

B-mál: C-mál + samþykki framkvæmdastjóra verðbréfasviðs.

A-mál: B-mál + samþykki fjármálanefndar eða bankastjórnar.

Til D-mála töldust viðskipti sem höfðu í för með sér breytingar á heildar gnótt eða skortstöðu milli funda fjármálanefndar sem námu 250 milljónum króna, til C-mála viðskipti sem höfðu í för með sér breytingar sem námu 500 milljónum króna, til B-mála breytingar sem námu 1.000 milljónum króna, en önnur mál töldust til A-mála.

            Fjármálanefnd bankans var skipuð bankastjórunum, ákærða Sigurjóni og Halldóri J. Kristjánssyni, auk framkvæmdastjórum verðbréfasviðs, fyrirtækjasviðs og alþjóðasviðs. Samkvæmt áhættureglum og svokölluðum ICAAP-reglum (Internal Capital Adequacy Assessment Process) hafði fjármálanefnd það hlutverk að fylgjast með áhættuþáttum í starfsemi bankans og ákveða áhættumörk. Allar stefnumarkandi ákvarðanir vegna markaðsáhættu bankans voru teknar af nefndinni. Þar voru einnig teknar ákvarðanir um allar nýjar gerðir af samningum og viðskiptum áður en bankinn bauð þau viðskiptavinum sínum og teknar ákvarðanir vegna eigin stöðutöku. Fjármálanefndin hafði mikið að segja um lausafjárstýringu og veitti ráðgjöf um samsetningu eigna og skulda bankans. Forstöðumenn mættu á fundi nefndarinnar og gerðu grein fyrir stöðu sinna deilda. Nefndin fundaði vikulega, síðast miðvikudaginn 1. október 2008.

 

Samkvæmt gögnum málsins gaf bjalla í eftirlitskerfi Kauphallarinnar merki 9. janúar 2008 vegna viðskipta eigin fjárfestinga Landsbankans með hlutabréf í bankanum. Starfsmaður Kauphallarinnar skráði eftirfarandi athugasemd vegna bjöllunnar: „Eigin viðskipti keyra upp verðið í lok dags. LAIS nánast sá eini á kauphlið þó EVK sjáist þarna í einstökum viðskiptum. Setjum þetta á Watch í ljósi þess að það er augljóst að LAIS eru þarna að keyra upp verðið.“ Bjalla gaf aftur merki 3. júní og kemur eftirfarandi fram í skráðum athugasemdum starfsmanns: „Lækkanir á markaðnum við opnun markaðar, eigin viðskipti LAIS stórir. Gengi aðeins að koma til baka. Lækkanir í LAIS nokkuð í takt við markaðinn. Margir að selja og eigin viðskipti LAIS að kaupa stóran hluta“. Hinn 29. september gaf bjalla í eftirlitskerfinu enn merki og kemur eftirfarandi fram í skráðum athugasemdum starfsmanns: „Nokkur tilvik þar sem eigin viðskipti Landsbankans ganga gegn markaðnum og keyra verðið upp. Er til skoðunar. Höfum á watch. Sterkar vísbendingar þess efnis að eigin viðskipti félagsins séu að halda uppi verðinu. Svipað með Kaupþing. Munum rannsaka þetta nánar, taka saman gögn og áframsenda til FME teljum við þörf á því.“ Bjalla gaf aftur merki daginn eftir, 30. september og eftirfarandi athugasemd var skráð: „Margt sem bendir til þess að eigin viðskiptin séu að reyna að halda verðinu uppi á óeðlilegan hátt, sbr. þróun sl. daga. Tökum saman og sendum til FME ef þörf er talin á.“ Hinn 2. október gáfu bjöllur merki í tvígang. Í athugasemdum starfsmanna er skráð: „Almennar lækkanir. Bankarnir að fá lækkun á lánshæfismati. Verðið að koma til baka – eigin viðskipti LAIS á kauphliðinni – í skoðun“ og síðar: „Miklar almennar lækkanir, en vísbendingar um að hugsanlega séu eigin viðskipti LAI að auka óþarflega mikið við [kaupþrýstinginn] þar á móti. Mál til skoðunar og verður sent til FME.“ Daginn eftir, 3. október, gáfu bjöllur í Kauphöllinni merki í tvígang. Í athugasemd starfsmanns vegna fyrri bjöllunnar kemur eftirfarandi fram: „Mikil kaup EV LÍ og miðlunar vekja athygli í dag eins og síðustu daga. EV LÍ-JULHEI straujar söluhliðina í tilboðabókinni og keyrir verðið upp um 5% rétt fyrir lok dags. Verðið endar í +4,2%. Haft var samband við miðlarann og hann sagði að hann teldi lækkunina sem hefði átt sér stað vera óeðlilega og að menn væru að reyna að keyra niður verðið. Hann taldi einnig líkur vera á því að menn væru ekki að sinna best execution skyldu sinni þegar þeir væru að eiga viðskipti á svo lágu verði, þ.e. að hægt væri að fá betra verð með öðrum hætti en í bókinni. Hann sagði að um væri að ræða stöðutöku bankans og að bankinn teldi svo lágt verð óeðlilegt. Höfum þetta á investigate og sendum upplýsingar um þetta til FME.“ Síðar um daginn er skráð: „Sama athugasemd og fyrri bjallan 3.10.2008.“ Meðal gagna málsins eru endurrit símtals sem starfsmaður Kauphallarinnar átti við ákærða Júlíus klukkan 15:10 þennan dag og endurrit símtals ákærða Júlíusar, er hann hringdi til starfsmannsins 15 mínútum síðar, til að gefa frekari skýringar á kauphegðun sinni.

Þá eru í gögnum málsins tölvupóstsamskipti ákærða Ívars við regluvörð Landsbankans 3. október 2008 klukkan 11:41 vegna umsóknar ákærða um heimild til að selja hlut í bankanum að nafnverði 1.000.000 á genginu 19,05. Svar regluvarðar er eftirfarandi: „Það er ekki hægt að veita starfsmönnum í Innsta hring heimild til að selja núna eins og staðan er nú og ekki þeim sem sitja í fjármálanefnd. Slíkt yrði ávallt gagnrýnt af FME.“ Einnig er í málinu tölvupóstur regluvarðar til ákærða Júlíusar þennan dag kl. 12:47, þar sem staðfest er móttaka umsóknar um að selja hlut í bankanum að nafnverði 115.737. Klukkan 13:20 sendi ákærði síðan tölvupóst til regluvarðar svohljóðandi: „Vinsaml. afgr. ekki þessa umsókn.“ Regluvörður svaraði með tölvupósti skömmu síðar: „Ekkert mál. Eyði þessu skjali.“

            Föstudagurinn 3. október 2008 var síðasti viðskiptadagur Landsbankans. Mánudaginn 6. október voru svonefnd neyðarlög samþykkt á Alþingi. Daginn eftir tók Fjármálaeftirlitið yfir rekstur Landsbankans og tók skilanefnd við stjórn hans.

 

Í bréfi Kauphallarinnar til Fjármálaeftirlitsins, dagsettu 27. janúar 2009, kemur fram að Kauphöllin hafi haft til athugunar verðmyndun með hlutabréf stærstu viðskiptabankanna, þ. á m. Landsbanka Íslands hf. Hafi Kauphöllin veitt því athygli, þegar skoðuð voru viðskipti miðlara innan bankanna sem átt hafi viðskipti fyrir hönd eigin reiknings (eigin viðskipta) á síðustu mánuðum að svo virtist sem það magn hlutabréfa sem keypt var í eigin félagi hafi verið umtalsvert meira en það sem var selt. Á stundum þegar mikill almennur söluþrýstingur hafi verið á hlutabréfamarkaði, innlendum sem erlendum, sérstaklega gagnvart bönkum og fjármálafyrirtækjum, og í kjölfar þess að fréttir birtust, sem undir eðlilegum kringumstæðum teldust neikvæðar, hafi eigin viðskipti bankanna allt að því einokað kauphlið tilboðabókar eigin félags. Slíkur kaupþrýstingur geti eðli málsins samkvæmt haft talsverð áhrif á verðmyndun hlutabréfanna. Að mati Kauphallarinnar fáist skýrust mynd af hegðun kauphallaraðila með því að skoða viðskipti sem verða til við sjálfvirka pörun tilboða í viðskiptakerfi Kauphallarinnar. Í bréfinu kemur m.a. fram að dagana 29. september til 3. október 2008 hafi kaup eigin viðskipta Landsbankans numið 70 til 85% af heildarveltu með hlutabréf í bankanum í sjálfvirkum pörunarviðskiptum. Auk þess hafi velta með hlutabréf í bankanum þessa daga verið talsvert meiri en mánuðina á undan. Í niðurlagi bréfsins kemur fram að Kauphöllin telji ástæðu til að kanna nánar hvort viðskiptahættir eigin viðskipta bankanna hafi verið í samræmi við lög. Nánar tiltekið telji Kauphöllin vert að taka til skoðunar hvort bankarnir hafi með viðskiptaháttum sínum verið að tryggja óeðlilegt verð á markaði með því að halda verði félaganna uppi eða koma í veg fyrir eðlilega lækkun og með því brotið gegn 1. mgr. 117. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007.

Með bréfi, dagsettu 19. október 2010, kærði Fjármálaeftirlitið 18 fyrrverandi starfsmenn Landsbankans til sérstaks saksóknara vegna meintrar markaðsmisnotkunar með hlutabréf í bankanum frá maí 2003 til október 2008. Kemur þar fram að Fjármálaeftirlitið hafi hafið rannsókn málsins í kjölfar tilkynningar Kauphallarinnar. Hafi þá verið komnar fram vísbendingar um afmörkuð tilvik meintrar markaðsmisnotkunar sem hefðu átt sér stað í aðdraganda bankahrunsins. Fljótlega hefði hins vegar vaknað grunur um að deild eigin fjárfestinga bankans (EFL) hefði verið beitt með skipulögðum hætti í þeim tilgangi að hækka eða styðja við gengi hlutabréfa sem gefin voru út af Landsbankanum, yfir margra ára tímabil. Rannsókn Fjármálaeftirlitsins hafi leitt í ljós að starfsmenn EFL hafi keypt á tímabilinu 1. maí 2003 til 3. október 2008 umtalsvert af hlutabréfum útgefnum af Landsbankanum. Umfang kaupanna hafi verið stór hluti af veltu bréfanna í marga mánuði á tímabilinu sem um ræði. Fjármálaeftirlitið telji að hin umfangsmiklu kaup EFL á hlutabréfum útgefnum af bankanum hafi leitt til þess að röng mynd hafi verið gefin af eftirspurn, veltu og verði hlutabréfanna. Talið sé að þessi umfangsmiklu kaup EFL hafi verið vel skipulögð og kerfisbundin og haft þann tilgang í fyrstu að hækka gengi hlutabréfanna, en síðan styðja við það og að lokum að tefja fyrir falli þess. Þá geti viðskipti EFL með hlutabréf útgefin af bankanum sjálfum ekki talist eðlilegir viðskiptahættir sviðsins. Hlutabréf í Landsbankanum sem EFL keypti hafi því næst verið seld í gegnum verðbréfamiðlun bankans, oft á tíðum í stórum utanþingsvipskiptum til viðskiptavina bankans. Í mörgum tilvikum hafi viðskiptin verið fjármögnuð af bankanum sjálfum. Loks kemur fram að talið sé að auk EFL og miðlunar hafi fleiri deildir innan bankans tengst hinni meintu markaðsmisnotkun með beinum eða óbeinum hætti og verið meðvitaðar um háttsemina sem viðgengist hefði. Þá komi fram í fundargerðum fjármálanefndar bankans að yfirstjórnendum hafi verið fullkunnugt um kaup EFL á hlutum í Landsbankanum. Ekki hafi þó fundist gögn sem sýni að bankaráð Landsbankans hafi verið upplýst um umfang viðskiptanna.

            Í framhaldi af kæru Fjármálaeftirlitsins hratt embætti sérstaks saksóknara af stað viðamiklum rannsóknaraðgerðum í janúarmánuði 2011. Voru teknar skýrslur af 58 einstaklingum við rannsókn málsins, auk þess sem aflað var gagna á grundvelli dómsúrskurða sem heimiluðu húsleit og símahlustun hjá sakborningum. Þá sættu ákærðu Sigurjón og Ívar gæsluvarðhaldi við upphaf rannsóknarinnar.

Í skýrslu sérstaks saksóknara um rannsókn málsins kemur fram að ákveðið hafi verið að miða rannsókn embættisins við tímabilið frá 1. nóvember 2007 til 3. október 2008, þar sem komið hefði í ljós að kaup Landsbankans á eigin hlutabréfum hefðu aukist mjög á því tímabili. Greining rannsakenda byggist á gögnum Kauphallarinnar um viðskipti með bréfin. Er viðskiptum eigin fjárfestinga og ákærðu Júlíusar og Sindra með hlutabréf í bankanum í sjálfvirkum pörunarviðskiptum lýst í fjórum töflum í ákæru. Kemur þar fram að hlutfall viðskipta eigin fjárfestinga í heildarveltu hafi aukist er leið á ákærutímabilið. Á sama tíma fór gengi bréfanna lækkandi, skráð dagslokagengi 1. nóvember 2007 var 43,4 en 19,9 á síðasta viðskiptadegi 3. október 2008.

Í þágu rannsóknar málsins var Tómas Philip Rúnarsson, prófessor í verkfræði, fenginn til að útbúa svokallaðan kauphallarhermi til að skoða hvernig viðskiptum starfsmanna eigin fjárfestinga með hlutabréf í Landsbankanum í sjálfvirkri pörun hefði verið háttað á þeim tíma sem ákæra tekur til. Við gerð forritsins var byggt á gögnum fengnum frá Kauphöllinni um öll viðskipti og tilboð í hlutabréf í bankanum, sem tölulegar upplýsingar í ákæru eru jafnframt byggðar á. Gögnin sem um ræðir er jafnframt að finna í tölvutæku formi í málinu. Með herminum er dregin upp mynd af hverjum viðskiptadegi á ákærutímabilinu og reyndar allt aftur til ársins 2003. Koma þar fram upplýsingar um hvenær kaup- og sölutilboð voru sett fram, hvenær þingviðskipti og utanþingsviðskipti áttu sér stað og um gengi hlutabréfanna. Unnt er að velja ákveðna flokka viðskipta og rekja tilboð til einstakra miðlara. Í skýrslu sem höfundur forritsins ritaði um gerð þess kemur fram að herminum sé ætlað að sýna með myndrænum hætti atburði hvers viðskiptadags, kaup- og sölutilboð og viðskipti með hlutabréf og sé það gert með því að spila allar færslur í réttri tímaröð og birta á tölvuskjá. Skjámyndinni svipi til þess sem sést í eftirlitskerfi Kauphallarinnar. Kauphallarhermirinn var notaður við aðalmeðferð málsins, einkum við skýrslutökur af ákærðu Júlíusi og Sindra, og var leitað eftir skýringum þeirra á tilboðum sem þeir settu fram í viðskiptakerfi Kauphallarinnar.

            Í röksemdum með ákæru kemur fram að utanþingsviðskipti, sem vísað er til í niðurlagi I. kafla ákæru, séu eftirfarandi:

a)     Skipti Landsbankans og Straums-Burðaráss Fjárfestingarbanka hf. á eigin hlutabréfum á tímabilinu frá 17. mars til 31. mars 2008. Nánar tiltekið seldu eigin fjárfestingar Landsbankans 201.000.000 hluta í Landsbankanum til Straums fyrir 5.727.700.000 krónur og keyptu 507.000.000 hluta í Straumi af Straumi fyrir 5.660.410.000 krónur í utanþingsviðskiptum.

b)     Lækkun hlutafjár Landsbankans um 300.000.000 hluta, sem samþykkt var á aðalfundi Landsbankans 23. apríl 2008. Á sama fundi var samþykkt að hækka hlutafé bankans um 300.000.000 hluta með útgáfu jöfnunarhlutabréfa til hluthafa bankans í formi arðgreiðslu.

c)     Sala Landsbankans á 91.000.000 hluta í bankanum til Hunslow S.A. í utanþingsviðskiptum 12. september 2008.

d)     Skipti Landsbankans og Glitnis banka hf. á eigin hlutabréfum á tímabilinu 17. september til 30. september 2008. Nánar tiltekið seldu eigin fjárfestingar Landsbankans 168.000.000 hluta í Landsbankanum til Glitnis fyrir 3.656.000.000 króna og keyptu 462.000.000 hluta í Glitni af Glitni fyrir 3.667.750.000 krónur í utanþingsviðskiptum.

e)     Sala Landsbankans á 210.000.000 hluta í bankanum til Pro-Invest Partners Corp. í utanþingsviðskiptum 30. september 2008.

f)      Sala Landsbankans á 250.000.000 hluta í bankanum til Imon ehf. í utanþingsviðskiptum 30. september 2008. 

g)     Sala Landsbankans á 200.000.000 hluta í bankanum til Imon ehf. í utanþingsviðskiptum 3. október 2008.

h)     Sala Landsbankans á 199.000.000 hluta í bankanum til Azalea Resources Ltd. 3. október 2008.

Í II. til IV. kafla ákæru var ákært vegna þriggja síðastgreindra viðskipta, en sem áður greinir féll dómur í þeim hluta málsins 5. júní sl.

 

Í 93. gr. laga um veðbréfaviðskipti er að finna ákvæði um flöggunarskyldu vegna eigin hluta. Samkvæmt ákvæðinu skal útgefandi, ef hann aflar eða ráðstafar eigin hlutum, birta opinberlega hlutfall eigin hluta ef öflunin eða ráðstöfunin leiðir til þess að hlutfallið nær, hækkar yfir eða lækkar niður fyrir 5% eða 10% atkvæðisréttar. Þá er þess að geta að samkvæmt þágildandi ákvæði 1. mgr. 29. gr. laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002 mátti fjármálafyrirtæki ekki, án samþykkis Fjármálaeftirlitsins, eiga eða taka að veði eigin hlutabréf sem nam hærri fjárhæð að nafnverði en 10% af nafnverði innborgaðs hlutafjár fyrirtækisins. Loks gat eigin hlutabréfaeign haft neikvæð áhrif á eiginfjárstöðu bankans, sbr. 4. og 5. mgr. 84. gr. laga um fjármálafyrirtæki.

Af hálfu útlánaeftirlits og áhættustýringar Landsbankans var eftir lok hvers bankadags unnið yfirlit yfir stöðu bankans í eigin bréfum, samkvæmt fyrrgreindri 1. mgr. 29. gr. laga um fjármálafyrirtæki, þ.e. svokölluð 4:15 skýrsla. Skýrslan í heild var send ákærða Sigurjóni, og hluti hennar ákærða Ívari, í tölvupósti. Á vikulegum fundum fjármálanefndar var síðan dreift skýrslu sem sýndi m.a. heildareign bankans í sjálfum sér. Enn fremur kynnti Ívar á fundunum sérstaklega stöðu deildar eigin fjárfestinga í hlutabréfum, þ.m.t. hluti í bankanum. Af málsgögnum verður ráðið að á ákærutímabilinu hafi bankinn alltaf verið nálægt eða yfir umræddum 10% mörkum. Ekki liggur fyrir að til þess hafi komið að bankinn hafi „flaggað“ þótt farið hafi verið yfir flöggunarmörk samkvæmt 93. gr. laga um verðbréfaviðskipti, en af tölvupóstum og endurritum símtala milli starfsmanna bankans má ráða að beðið hafi verið með að „flagga“ þótt umræddum mörkum hafi verið náð, ef fyrir lá að sala hlutabréfa væri fram undan.

 

               Verður nú gerð grein fyrir framburði ákærðu við aðalmeðferð málsins að því leyti sem nauðsynlegt þykir til úrlausnar málsins.

            Ákærði, Júlíus Steinar Heiðarsson, gerði grein fyrir menntun sinni og starfsreynslu. Hann kvaðst hafa lokið BSc-gráðu í hagfræði og alþjóðaviðskiptum frá háskóla í Bandaríkjunum. Hann kvaðst ekki hafa hafa lokið prófi í verðbréfaviðskiptum á þeim tíma sem ákæra tekur til. Ákærði kvaðst hafa starfað í deild eigin fjárfestinga Landsbankans frá árinu 2003 til október 2008 og fólst starf hans í því að eiga viðskipti fyrir eigin reikning bankans í innlendum hlutabréfum. Kvaðst ákærði hafa haft það hlutverk að sinna stöðutöku og viðskiptavakt á innlendum markaði. Ákærði bar að samkvæmt óskráðri reglu hefði hann þurft að bera allar stærri viðskiptaákvarðanir, sem hefðu numið um eða yfir 100 milljónum króna, undir yfirmann sinn, meðákærða Ívar Guðjónsson. Hann kvaðst aldrei hafa tekið við fyrirmælum frá öðrum en Ívari. Hann hefði ekki átt nein samskipti við ákærða Sigurjón, en kvaðst vita til þess að Sigurjón og Ívar hefðu átt í einhverjum samskiptum.

Ákærði kvað það hafa komið fyrir að hann hefði fengið bein fyrirmæli frá Ívari um að setja fram ákveðið magn kauptilboða í tilboðabók Kauphallarinnar. Hefði Ívar ýmist gefið honum bein fyrirmæli eða almenn um framkvæmd starfans. Hefðu samskipti þeirra Ívars verið mun tíðari þegar mikið var að gera. Hann hefði þó aldrei fengið fyrirmæli frá Ívari um að gæta þess að verð bréfa í bankanum lækkaði ekki.

Ákærði kvað engar breytingar hafa orðið á starfsháttum sínum í viðskiptum með hlutabréf í bankanum við upphaf ákærutímabilsins, en starfsmenn eigin fjárfestinga hefðu starfað með sama hætti allt frá því bankinn var skráður á markað árið 1998. Um þetta fyrirkomulag hefðu allir verið upplýstir. Á kvittunum til viðskiptavina hefði sérstaklega verið tekið fram ef bankinn var mótaðili í viðskiptum, heimild til kaupa á eigin hlutabréfum hefði verið birt í Kauphöllinni, viðskiptin hefðu komið fram í árshlutareikningum og ársreikningum bankans, viðskiptahreyfingar með bréfin hefðu birst í hlutaskrá og yfirliti Kauphallar yfir stærstu hluthafa auk þess sem upplýsingar hefðu reglulega verið sendar til Fjármálaeftirlitsins.

Að því er varðar sölu hlutabréfa í stórum utanþingsviðskiptum, sem lýst er í ákæru, kvaðst ákærði ekkert umboð hafa haft til að samþykkja slíkt og hefði hann ekki haft yfirsýn yfir þau viðskipti. Hann bar þó að eigin fjárfestingar hefðu fljótlega fullnýtt heimildir ef bréfin hefðu ekki verið seld og þar með ekki átt frekari viðskipti. Ákærði kvað utanþingsviðskiptin hafa horft þannig við sér að um raunveruleg viðskipti hefði verið að ræða, byggð á viðskiptalegum grunni.  

Ákærði kvaðst aldrei hafa reynt að hafa áhrif á dagslokaverð í lokunartilboðum í tilboðabókinni. Samkvæmt þeim viðmiðum sem eftirlitskerfi Kauphallarinnar og norrænar kauphallir störfuðu eftir hefðu heldur ekki orðið marktækar verðbreytingar í lokunaruppboðum á ákærutímabilinu. Þá hefði verðþróun bréfa bankans í lokunaruppboðum í engu verið frábrugðin verðþróun annarra sambærilegra félaga á markaði.

Fram kom hjá ákærða að hann teldi eigin fjárfestingar hafa haft meira svigrúm í hinni óformlegu viðskiptavakt en ef um samningsbundna viðskiptavakt hefði verið að ræða þar sem samið hefði verið um hámarksfjárhæð viðskipta fyrir hvern dag. Þá áréttaði hann að allir markaðsaðilar hefðu verið upplýstir um þessa framkvæmd, Kauphöllin, viðskiptavinir og Fjármálaeftirlitið. Það hefðu hins vegar verið skýr fyrirmæli frá Ívari að fara ekki yfir 5% flöggunarmörkin og hefði áhættustýring bankans fylgst með því og gert viðvart ef svo var. Ef það gerðist hefði verið brugðist við með því að selja hlutabréf. Hefðu eigin fjárfestingar frekar verið kaupandi bréfa í þingviðskiptum, en seljandi í utanþingsviðskiptum.

Ákærði var spurður um kaup- og sölutilboð sem hann setti fram í viðskiptakerfi Kauphallarinnar með hluti í Landsbankanum hvern þann dag sem ákæra tekur til. Hann gaf ýmsar skýringar á viðskiptahegðun sinni, s.s. að hann hefði séð kauptækifæri í Landsbankabréfum eða að breytingar hefðu orðið á gengi annarra íslenskra fjármálafyrirtækja sem hefðu haft áhrif á ákvarðanatöku hans. Þá hefðu utanþingsviðskipti, hlutverk eigin fjárfestinga sem viðskiptavaka með bréf bankans og opinber umfjöllun um bankann eða önnur íslensk fjármálafyrirtæki getað mótað hegðun hans. Hann bar að alla viðskiptadaga hefðu ákvarðanir starfsmanna eigin fjárfestinga verið teknar út frá þeim upplýsingum sem hefðu legið fyrir, s.s. um framboð og eftirspurn á símamarkaði, þróun hlutabréfaverðs í sambærilegum félögum á markaði og fréttaflutningi. Ákærði var jafnframt spurður sérstaklega um kauptilboð sem hann hefði sett fram á hærra verði en hefði verið í næstu viðskiptum á undan. Hann hafnaði því að hafa með þessu verið að gefa til kynna óeðlilega eftirspurn eftir bréfunum, en taldi sig einfaldlega hafa verið að ganga að hagstæðustu sölutilboðum í umrædd sinn. Ekki þykja efni til að rekja svör ákærða um einstaka viðskiptadaga nánar nema að því er varðar síðasta hluta ákærutímabilsins.

Ákærði var spurður um viðskipti 29. september 2008, en þann dag áttu eigin fjárfestingar viðskipti með 165.031.863 hluti í bankanum í sjálfvirkum pörunarviðskiptum, sem nam 85% af veltu í sjálfvirkri pörun. Nettóviðskipti ákærða námu 141.913.250 hlutum, eða 73% veltunnar. Ákærði sagðist hafa tekið mið af öllum fyrirliggjandi upplýsingum þegar hann hefði tekið ákvarðanir um að setja fram tilboð og eiga viðskipti. Vísaði hann til þess að þennan dag hefði gengi bréfanna lækkað um 6,7% og hefði Landsbankinn þannig lækkað meira en Kaupþing banki. Tilkynnt hefði verið um að ríkið hefði eignast meirihluta í Glitni banka og aukið hlutafé bankans um 84 milljarða króna. Haft hefði verið eftir forsætisráðherra í fjölmiðlum að aðrir bankar en Glitnir stæðu vel og þyrftu ekki að leita aðstoðar ríkisins. Þá hefði daginn áður verið fjallað í fjölmiðlum um hugsanlega sameiningu Straums og Landsbankans. Ákærði vísaði jafnframt til þess að þennan dag hefðu verið seld bréf í Landsbankanum að nafnvirði 53 milljónir króna í tilkynntum viðskiptum. Hefði hann talið að í Landsbankabréfunum gætu falist verulega góð kauptækifæri. Ákærði var sérstaklega spurður hvort starfsmenn eigin fjárfestinga hefðu ekki séð sambærileg kauptækifæri í Kaupþingi banka. Svaraði hann því til að út frá framtíðarhorfum í rekstri hefðu þeir talið Landsbankann betri fjárfestingarkost.

Þá var ákærði spurður út í viðskipti 30. september, en þann dag námu nettóviðskipti eigin fjárfestinga í sjálfvirkri pörun 153.290.193 hlutum eða 70% af veltu í sjálfvirkri pörun og viðskipti ákærða 106.633.861 hlut eða 66% veltunnar. Ákærði vísaði til þess að þennan dag hefðu eigin fjárfestingar keypt bréf á lægra verði en bankinn hefði selt á. Hefði sambærileg þróun verið á gengi bréfa í Landsbankanum, Kaupþingi banka og Straumi Fjárfestingarbanka. Þá hefði komið fram hjá viðskiptaráðherra í fjölmiðlum að ríkisvaldið myndi freista þess að vernda stöðugleika og viðskiptavini bankanna, ættu aðgerðirnar að styrkja fjármálakerfið í heild sinni og koma í veg fyrir gjaldþrot fjármálafyrirtækja. Ákærði kvaðst ekki þekkja til viðskipta með hluti í bankanum sem hefðu átt sér stað þennan dag, þ.e. sölu til félaganna Imon og Pro Invest.

Ákærði var spurður út í viðskipti 1. október og vísaði hann til þess að daginn áður hefðu verið seld hlutabréf í bankanum að nafnvirði 460 milljónir króna. Þá hefði gengi bréfa í Landsbankanum lækkað meira en gengi bréfa í Kaupþingi banka og Straumi Fjárfestingarbanka og mátti skilja ákærða þannig að það hefði verið talið skapa kauptækifæri.

Ákærði var spurður út í viðskipti 2. október, en þann dag námu nettóviðskipti eigin fjárfestinga með bréf í bankanum 84% af veltu í sjálfvirkri pörun, þar af námu nettóviðskipti ákærða 78%. Ákærði átti 173 af 199 kauptilboðum í tilboðabókinni þennan dag, en ekkert sölutilboð var sett fram. Hann vísaði til þess að þennan dag hefði Straumur Fjárfestingarbanki til að mynda yfirtekið þrjú dótturfélög Landsbankans og hefði verið haft eftir bankastjóra Landsbankans að kaupin styrktu eiginfjárstöðu bankans verulega. Þá hefði gengi bréfa í Landsbankanum þróast með svipuðum hætti og gengi annarra félaga á markaði. Ákærði lýsti því jafnframt að eigin fjárfestingar hefðu haft tvíþætt hlutverk, annars vegar að „mynda markað“ með hlutabréfin og hins vegar að sinna stöðutöku. Ef starfsmenn hefðu skynjað eftirspurn eftir bréfunum á markaði hefði verið keypt í þeirri von að unnt væri að selja bréfin á hærra verði síðar.

Ákærði var spurður um tölvupóst sem hann sendi meðákærða Ívari þennan dag, þar sem var að finna yfirlit yfir breytingar á stöðu bankans í eigin bréfum. Ákærði sagðist þarna hafa verið að áframsenda Ívari upplýsingar sem honum hefðu borist frá áhættustýringu bankans, en Ívar hefði viljað vera upplýstur um það sem átti sér stað í deildinni.

Loks var ákærði spurður út í viðskipti 3. október, en þann dag námu nettó viðskipti eigin fjárfestinga með bréf í bankanum 72% af veltu í sjálfvirkri pörun og námu nettóviðskipti ákærða 67%. Fjöldi kauptilboða eigin fjárfestinga var 125 af 195, en þar af átti ákærði 110 tilboð. Hann setti hins vegar ekki fram sölutilboð. Ákærði kvað eigin fjárfestingar hafa fundið fyrir mikilli eftirspurn eftir bréfum í bankanum þennan dag. Þá hefði birst frétt á CNN um stærsta björgunarpakka sögunnar til handa bandarískum fjármálafyrirtækjum. Hefðu eigin viðskipti keypt bréfin sem um ræðir í von um að geta ávaxtað fjárfestinguna. Ákærði var spurður um tölvupóstsamskipti þennan dag, þ.e. tölvupóst starfsmanns áhættustýringar bankans með fyrirsögninni „Flöggunarmörk“, sem ákærði framsendi til meðákærða Ívars. Ákærði sagðist telja að bankinn hefði ekki verið yfir flöggunarmörkum í raun, þar sem bréf í bankanum hefðu verið seld, þótt ekki hefði verið búið að ganga frá viðskiptunum. Hann bar þó að honum hefði ekki verið kunnugt um sölu bankans á eigin bréfum til félaganna Imon og Azalea Resources þennan dag.

Ákærði var einnig spurður um tölvupóstsamskipti hans við regluvörð bankans þennan dag, þar sem hann leitaði eftir heimild til að selja hlutabréf sín í Landsbankanum, sem að framan er rakið. Hann kvað það hafa hvarflað að sér að fá heimild til sölu, en hann hefði afturkallað beiðnina áður en hún var afgreidd, þar sem hann hefði síðar talið að markaðurinn gæfi ekki tilefni til sölu.

Þá var ákærði spurður um tvö símtöl sem hann átti við lögfræðing á eftirlitssviði Kauphallarinnar, sem að framan er rakið, þar sem m.a. kom fram hjá ákærða að eigin fjárfestingar fyndu fyrir mikilli eftirspurn eftir Landsbankabréfum og verið væri að leita að kauptækifærum. Ákærði kvað það hafa verið rétt og vísaði m.a. til þess að yfirmaður hans hefði borið honum skilaboð um þetta, auk þess sem stór utanþingsviðskipti hefðu verið að eiga sér stað. Hefðu eigin fjárfestingar því litið svo á að kauptækifæri væri í bréfum Landsbankans. Þá staðfesti ákærði það sem komið hafði fram hjá honum við yfirheyrslu hjá sérstökum saksóknara að þennan dag hefði Ívar staðið fyrir aftan hann þar sem hann sat við borð sitt og sagt honum að taka sölutilboðum sem voru í viðskiptakerfi Kauphallarinnar. Hefðu þeir talið að unnt yrði að hagnast á þessari fjárfestingu.

Loks var ákærði spurður út í tölvupóst sem hann sendi meðákærða Ívari þennan dag og kvaðst hann hafa verið að upplýsa um breytingar á stöðu bankans í eigin bréfum.

Borið var undir ákærða að nettóviðskipti eigin fjárfestinga af veltu í sjálfvirkri pörun á tímabilinu frá 29. september til 3. október 2008 hefðu numið 685.059.427 hlutum og hann spurður hvort hann hefði fengið heimild frá meðákærða Ívari til viðskipta þessa daga. Ákærði svaraði því til að þau viðskipti sem hann hefði átt hefðu verið í samræmi við heimildir og fyrirmæli sem hann hefði fengið frá yfirmanni sínum.

Ákærði, Sindri Sveinsson, kvaðst vera menntaður viðskiptafræðingur. Hann kvaðst ekki hafa lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Ákærði kvaðst hafa starfað í deild eigin fjárfestinga frá maí 2005 til október 2008, við hlið ákærða Júlíusar. Hann hefði haft það verkefni að annast viðskipti með íslensk hlutabréf. Hefði það falið í sér að annast stöðutöku í bréfum, til lengri og skemmri tíma, og viðskiptavakt. Hann hefði haft með höndum að setja fram tilboð í viðskiptakerfi Kauphallarinnar sem viðskiptavaki í þeim félögum sem bankinn hefði samið um að þjónusta. Þá hefði hann jafnframt haft það verkefnið að annast óformlega viðskiptavakt í hlutabréfum í Landsbankanum. Ákærði kvaðst hafa tekið við fyrirmælum frá yfirmönnum sínum við framkvæmd starfs síns, en ákærði Ívar var hans næsti yfirmaður. Ákærði kvað Ívar hafa lagt línur um hvernig hann hagaði sér með bréf í bankanum á markaði, ýmist fyrir einhverja daga í einu eða hluta dags. Stundum hefði Ívar gefið fyrirmæli um kaup eða sölu á einstökum bréfum. Þá hefði hann oft gefið fyrirmæli um kaup með tilteknum hætti í sjálfvirkum pörunarviðskiptum. Ákærði kvaðst jafnframt hafa þurft að leita til yfirmanns síns ef hann ætlaði að eiga í stórum viðskiptum. Auk ákvæða í áhættureglum bankans um heimild hans til fjárfestinga hefði gilt sú óskráða regla að hann hefði þurft heimild til einstakra viðskipta, eða viðskipta innan dags, sem námu 100 milljónum króna eða meira. Ákærði kvaðst aldrei hafa haft samskipti við bankastjóra, en vita til þess að ákærðu Sigurjón og Ívar hefðu hist og rætt saman, þótt hann vissi ekki um efni þeirra samtala.

            Ákærði kvað áherslu hafa verið lagða á að ekki væri keypt svo mikið af hlutabréfum í bankanum að bankinn þyrfti að „flagga“. Þá lýsti hann því að þótt kaup eigin fjárfestinga á hlutabréfum í bankanum hefðu verið mun meiri en sala deildarinnar í sjálfvirkum pörunarviðskiptum á ákærutímabilinu hefðu bréf mjög oft verið seld í utanþingsviðskiptum. Verð bréfanna hefði farið lækkandi á tímabilinu, sem hefði haft í för með sér að mun oftar var gengið að kauptilboðum. Þá kvað ákærði það hafa verið eðlilega og þekkta framkvæmd á erlendum mörkuðum að aðili væri með mörg kaup- og sölutilboð inni á tilboðabók á mismundandi verði og gerði grein fyrir ástæðum þess. Ákærði kvað það hafa verið háð mati hverju sinni hvernig verðbili milli tilboða var háttað og hversu mörg kaup- eða sölutilboð hefðu verið inni í kerfinu. Spilað hefði verið á þá sveiflu sem hefði verið á markaði og kaup- og sölutækifæri myndast á víxl. Þá hefðu opnunar- og lokunartilboð verið eðlilegur hluti af markaðsdeginum. Ákærði rakti að eigin viðskipti hefðu átt viðskipti með bréf í bankanum í lokauppboðum á 100 dögum á ákærutímabilinu. Þar af hefði verð hækkað í lok 35 daga, en um afar litlar verðbreytingar hefði verið að ræða, og hefði verð í lok 23 daga verið lægra en við upphaf dags.

            Fram kom hjá ákærða að bankinn hefði ekki aðeins verið óformlegur viðskiptavaki í eigin bréfum, heldur hefði einnig verið um að ræða stöðutöku bankans í bréfunum. Hann kvaðst hafa haft vitneskju um stöðu bankans í þeim bréfum sem verið hefðu inni á söfnum deildarinnar, en þær upplýsingar hefðu komið fram í Voginni, bókhaldskerfi bankans. Þá hefði hann daglega fengið senda svokallað 4:15 skýrslu, þar sem staða eigin fjárfestinga kom fram. Áhættustýring bankans hefði gert starfsmönnum eigin fjárfestinga viðvart ef komið var nálægt flöggunarmörkum. Ákærði kvað sér ekki hafa verið kunnugt um skipti bankans á hlutafé við Glitni og Straum Fjárfestingarbanka í mars og september 2008 og ekki hafa vitað um lækkun hlutafjár bankans sem samþykkt var á aðalfundi í apríl 2008 fyrr en tilkynning um þá aðgerð barst Kauphöllinni.

Ákærði gaf skýringar á kaup- og sölutilboðum sem hann setti í viðskiptakerfi Kauphallarinnar með hluti í Landsbankanum hvern dag á því tímabili sem ákæra tekur til og gerði grein fyrir þeim, s.s. að hann hefði séð kauptækifæri í bréfunum, keypt bréf á lægra gengi en hann hefði síðan selt á, keypt á sama verði og verið hefði í öðrum viðskiptum sama dag, gengi annarra fjármálafyrirtækja hefði hreyfst á svipaðan hátt, stór viðskipti utan verðbils kynnu að hafa haft áhrif á verð, fréttaumfjöllun eða tilkynnt viðskipti hefðu gefið tilefni til hækkunar. Þá kom fram hjá ákærða að ávallt væru hlutfallslega flest viðskipti við upphaf og lok dags.

Ákærði var spurður út í viðskipti sem hann átti í kerfinu 29. september 2008, en þann dag átti hann nettóviðskipti með 23.118.613 hluti. Hann kvaðst telja að þetta hefðu verið umfangsmestu viðskipti sem hann hefði átt á ákærutímabilinu og hefðu þau verið umfram heimildir sem hann hafði. Hefðu þessi viðskipti verið unnin í samræmi við fyrirmæli frá Ívari. Hann var spurður um viðskipti sem hann átti klukkan tvö þennan dag sem hefðu horft til hækkunar miðað við næsta tilboð á undan, auk þess sem hann virtist hafa keypt nánast öll bréf í bankanum sem framboð var af undir lok dags. Hann gaf þá skýringu að þennan dag hefði verð bréfanna lækkað um 6,7% og hefðu menn hugsanlega metið það svo að um væri að ræða meiri lækkun en eðlilegt gæti talist. Vísaði ákærði til þess að þekkt væri að þegar óþolinmóðir fjárfestar vildu selja hlutabréf skapist tækifæri fyrir fjárfesta sem horfi til lengri tíma. Þetta hefði gerst er markaðir féllu árið 2006. Hefðu stærri fjárfestar þá nýtt sér tækifæri sem fylgdu þeim óróa og það reynst þeim afar arðbært. Ákærði kvað deild eigin fjárfestinga m.a. hafa litið á sig sem langtímafjárfesti og haft háa grunnstöðu í bréfum í bankanum.

Borin voru undir ákærða tvö símtöl sem hann átti þennan dag við starfsmann áhættustýringar bankans. Hann kvaðst ekki hafa vitað hver staða bankans í eigin bréfum var á þessum tíma og því leitað eftir upplýsingum um það. Hann kvaðst þó alltaf hafa talið að staðan væri undir flöggunarmörkum. Ákærði var spurður um tölvubréf sama starfsmanns áhættustýringar til þeirra Júlíusar þennan dag þar sem kom fram að staða bankans í eigin bréfum væri 6,3% af útgefnu hlutafé, en Júlíus svaraði með tölvupósti þar sem fram kom að ekki ætti að flagga þar sem það yrði „trade“ síðar. Ákærði skýrði þetta svo að líklega hefðu einhver viðskipti átt sér stað sem hefðu fært stöðuna niður fyrir flöggunarmörkin, en hann kvaðst þó ekki þekkja viðskiptin.

Ákærði var einnig spurður út í viðskipti sem hann átti með bréf bankans 30. september, en þann dag keypti hann 6.000.000 hluta í bankanum en setti ekki fram nein sölutilboð. Ákærði vísaði til þeirra skýringa sem hann hafði gefið á hegðun sinni daginn áður og bætti því við að viðskiptin gætu ýmist hafa verið vegna stöðutöku eða viðskiptavakahlutverksins. Hann kvaðst ekki hafa komið að sölu verðbréfamiðlunar bankans og Landsbankans í Lúxemborg á bréfum til félaganna Pro Invest og Imon þennan dag. 

Ákærði var spurður um viðskipti sem hann átti 1. október, einkum viðskipti eftir klukkan hálffjögur, en þá setti ákærði fram 11 kauptilboð. Ákærði kvaðst þarna hafa verið að kaupa eftir miklar lækkanir, en vísaði að öðru leyti til fyrri skýringa.

Ákærði var jafnframt spurður út í viðskipti sem hann átti 2. október, en þann dag settu eigin fjárfestingar fram 199 af 266 kauptilboðum í tilboðabókinni en ekkert sölutilboð. Ákærði kvaðst þarna hafa endurnýjað tilboð, eftir að gengið hefði verið að tilboðum sem sett hefðu verið fram fyrr um daginn. Þá tók hann fram að viðskipti hans þennan dag, kaup á rúmlega 17 milljónum hluta, hefðu ekki rúmast innan heimilda hans, en fyrirmæli hefðu komið frá yfirmanni um að eiga viðskiptin. Hann var spurður um símtal sem hann átti þennan dag við starfsmann verðbréfafyrirtækis og kvaðst hann hafa verið að spyrja út í orðróm um að einhverjir lífeyrissjóðir væru að selja bréf í bankanum, en hann hefði talið að lífeyrissjóðir og aðrir stórir fjárfestar ættu að vera að kaupa bréf á þessum tíma.

Ákærði var spurður út í viðskipti sem hann átti 3. október, en þann dag keypti hann rúmlega 8 milljónir hluta, en nettó viðskipti eigin fjárfestinga námu rúmlega 116 milljónum hluta. Hann var m.a. spurður hvers vegna Júlíus hefði keypt mun meira. Svaraði ákærði því til að heimildir Júlíusar hefðu verið umfram heimildir hans. Þá kvaðst hann ekkert hafa komið að sölu bankans á hlutum til félaganna Azalea Resources og Imon þennan dag.

Loks kvaðst ákærði aldrei hafa verið hvattur til að reyna að halda uppi verði hluta í bankanum eða missa verðið ekki niður. Þá hefðu aldrei verið gerðar athugasemdir við hversu mikið hann keypti af hlutabréfum í bankanum.

Ákærði, Ívar Guðjónsson, kvaðst vera menntaður viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og hafa lokið MBA-gráðu frá bandarískum háskóla. Hann kvaðst jafnframt hafa lokið prófi í verðbréfaviðskiptum á þeim tíma sem ákæra tekur til. Ákærði kvaðst hafa hafið störf hjá Landsbankanum vorið 2003. Hann hafi verið forstöðumaður deildar eigin fjárfestinga bankans, sem hafi haft með höndum hlutabréfafjárfestingar bankans, jafnt í skráðum sem óskráðum bréfum, innlendum sem erlendum. Þá hafi deildin annast viðskiptavaktir og sölutryggingar. Markmið deildarinnar hafi verið að hámarka afkomu í fjárfestingum. Starfsemin hefði verið umfangsmikil, en ellefu starfsmenn hefðu starfað í deildinni á Íslandi, tveir í London, sjö í París og einn í Dublin.

Ákærði kvað allar stöðutökur bankans og afkomu hafa verið kynntar yfirstjórn á vikulegum fundum fjármálanefndar og hefði það einnig átt við um viðskipti með Landsbankabréf. Þá hafi yfirstjórn bankans haft aðgang að daglegum upplýsingum um starfsemi deildarinnar, sem hafi jafnframt verið undir stöðugu eftirliti áhættustýringar.

Ákærði kvaðst ekki hafa haft markaðsaðgang að Kauphöll Íslands og hefði hann ekki framkvæmt nokkur þeirra viðskipta sem ákæra lýtur að. Hann kvaðst aldrei hafa gefið fyrirmæli um tiltekna kauphegðun, svo sem um hvernig tilboðum skyldi háttað í opnunar- og lokunaruppboðum í Kauphöll. Þá hefði hann ekki haft nokkra vitneskju um hverjir væru kaupendur þeirra bréfa sem deild eigin fjárfestinga seldi eða hverjir væru seljendur þeirra bréfa sem deildin keypti. Enn síður hefði hann haft vitneskju um fjármögnun þeirra viðskipta. Hann kvaðst aldrei hafa reynt að hafa óeðlileg áhrif á verð hlutabréfa, hvorki eigin bréfa bankans né annarra bréfa. Ákærði kvaðst hafa fengið almennar upplýsingar hjá starfsmönnum sínum til að halda yfirsýn um starfsemi deildarinnar og hefði hann lagt línur um starfsemina og upplýst næsta yfirmann sinn um stöðu mála á grundvelli þeirra upplýsinga. Hann hefði gefið starfsmönnum sínum almenn fyrirmæli, en þeir hefðu að öðru leyti verið mjög sjálfstæðir í störfum sínum. Hefði hann borið traust til þeirra, sem hefði aukist eftir því sem á leið, enda hefðu þeir staðið sig mjög vel að hans mati. Hann kvaðst þó hafa komið að stærri ákvörðunum starfsmanna deildarinnar. Þá hefðu þeir oft borið undir hann viðskipti. Ákærði kvaðst sjálfur hafa látið yfirmann sinn, Yngva Örn Kristinsson, vita af mjög stórum viðskiptum.

Ákærði kvað viðskipti bankans með eigin bréf hafa hafist löngu fyrir sína tíð í bankanum. Sú staðreynd að bankinn stundaði viðskipti með eigin bréf hefði verið öllum kunn, jafnt öðrum markaðsaðilum sem yfirvöldum, þ.m.t. bæði Kauphöllinni og Fjármálaeftirlitinu. Hefðu eðlileg viðskiptaleg sjónarmið ávallt ráðið ferðinni í þessum viðskiptum og allt verið uppi á borðum. Eftirlitsaðilar hefðu ekki hreyft andmælum eða gert athugasemdir við viðskiptin. Hann kvaðst því ekki geta séð að undirmenn hans hefðu gerst brotlegir við lög í viðskiptum með bréf í bankanum, en jafnvel þótt svo væri gæti hann ekki borið ábyrgð á háttsemi þeirra á grundvelli þess að hann hefði verið yfirmaður þeirra.

Ákærði kvaðst reglulega hafa haldið fundi með starfsmönnum deildarinnar til að taka stöðuna. Þegar á leið hefði starfsemin orðið deildaskiptari og hefði hann tilnefnt ábyrgðarmenn á hverju sviði fyrir sig. Þannig hefðu fjárfestingar í innlendum hlutabréfum verið á ábyrgðarsviði Júlíusar. Þegar starf Júlíusar hefði aukist að umfangi hefði hann fengið meðákærða Sindra sér til aðstoðar. Ákærði orðaði það svo að Júlíus hefði verið „mentor“ Sindra.

Ákærði kvaðst kannast við að hafa gefið undirmönnum sínum almenn fyrirmæli, en ekki sérstök fyrirmæli um einstök viðskipti eða tilboð. Eftir því sem starfsemin varð umfangsmeiri og alþjóðlegri hefði hann gefið fyrirmælin með óreglulegri hætti. Þá hefðu undirmenn hans útbúið skýrslu, sem hann hefði farið með á vikulega fundi fjármálanefndar. Hann kvaðst ekki kannast við að hafa gefið fyrirmæli um kauphegðun á markaði. Hann hefði einna helst komið að stærri viðskiptum deildarinnar, en ekki kvaðst hann kannast við viðmið um að bera hefði þurft undir hann viðskipti sem hefðu numið yfir 100 milljónum króna. Lagði ákærði áherslu á að hann hefði aðallega skoðað nettóbreytingar á veltubókinni til að leggja mat á stöðuna. Þá kom fram hjá ákærða að ákvæði áhættureglna um heimildir hefðu verið orðnar úreltar, enda hefði heildarsafn bankans í öllum hlutabréfum margfaldast frá því þær voru settar.

Ákærði kvað bankastjóra helst hafa haft afskipti af starfi sínu í gegnum fjármálanefnd bankans. Þar hafi verið skipst á skoðunum, farið yfir hreyfingar á eignasafninu og afkomu og meginlínur verið lagðar. Hefði reglan um að ekki mætti fara yfir 5% í eigin bréfum komið frá fjármálanefndinni. Honum hefði þótt þetta góð regla, sem veitti hæfilegt svigrúm, og hefði hann komið henni áfram til Júlíusar og Sindra. Ákærði kvað það hafa verið hendingu ef hann hefði verið í samskiptum við bankastjórana utan fjármálanefndarfunda. Ákærði Sigurjón hefði örsjaldan komið niður í deildina og þeir þá rætt saman. Hefði Sigurjón þá meira verið að ganga um og spjalla við fólk, en ekki átt neitt sérstakt erindi við sig.

Ákærði kvað það hafa verið markmið bankans að vera „market maker“ í eigin bréfum. Starfsmenn eigin fjárfestinga hefðu átt að tryggja seljanleika og sjá til þess að skilvirkni í verðmyndun væri eðlileg. Það hafi til dæmis verið gert með því að gæta þess að ekki væri of mikið verðbil og með því að mynda tiltekna dýpt á markaði, en með dýpt á markaði kvaðst ákærði eiga við að unnt væri að eiga einhver lágmarksviðskipti með bréfin. Flestir eða allir innan bankans hefðu vitað af þessari viðskiptavöktun og hefði þetta fyrirkomulag verið til staðar þegar hann kom þangað til starfa.

Ákærði var beðinn um að skýra hvers vegna kaup eigin fjárfestinga á bréfum í Landsbankanum hefðu numið 48,4% af veltunni í sjálfvirkum pörunarviðskiptum á ákærutímabilinu, en sala á bréfum aðeins 1,2% af veltunni á sama tíma. Ákærði kvaðst ekki hafa haft hugmynd um hver hlutdeild deildarinnar hefði verið í sjálfvirkum pörunarviðskiptum, enda hefði hann ekki gert greinarmun á þeim og tilkynntum viðskiptum. Hann kvaðst aðeins hafa gefið undirmönnum sínum almenn fyrirmæli um að „mynda markað“ með bréf bankans og tryggja skilvirka verðmyndun. Jafnframt hafi þeir átt að hafa hagnaðarmarkmið að leiðarljósi. Ekki hefði verið lagt upp með neitt sérstakt varðandi opnunar- og lokunaruppboð í Kauphöllinni. Ákærði áréttaði að hann hefði ekki átt í þessum viðskiptum sjálfur og vísaði til skýringa Júlíusar og Sindra á viðskiptahegðun þeirra.

Ákærði kvaðst ekki telja það hafa verið nauðsynlegt að tilkynna til Fjármálaeftirlitsins að Landsbankinn væri viðskiptavaki í eigin bréfum. Hver sem er geti tekið ákvörðun um að mynda markað fyrir tiltekin hlutabréf og taldi ákærði ekki þurfa sérstakt leyfi til þess. Þar fyrir utan hefði öðrum markaðsaðilum, Kauphöllinni og Fjármálaeftirlitinu verið kunnugt um viðskiptavaktina. Ákærði var beðinn um að skýra hvers vegna Landsbankinn hefði keypt mun minna af bréfum í Kaupþingi og Glitni banka, sem bankinn hafði gert formlega samninga við um viðskiptavakt. Vísaði ákærði til þess að um fjárfestingarákvörðun hefði verið að ræða, en þetta hefði ekki verið sérstaklega rætt innan deildarinnar. Ákærði kvaðst hafa vitað um stöðutöku eigin fjárfestinga í Landsbankanum. Hefði hann verið Júlíusi og Sindra sammála um að Landsbankinn væri góður fjárfestingarkostur. Bankinn hefði fengið góðar einkunnir frá matsfyrirtækinu Moody´s. Hann hefði verið metinn sterkari en hinir bankarnir og ekki jafn áhættusamt að fjárfesta í honum. Þá hefði bankinn verið með betri fjármögnun og meiri innlánafjármögnun en hinir viðskiptabankarnir og skilað góðri afkomu.  

Ákærði kvað ákærða Sigurjón hafa átt frumkvæði að skiptum Landbankans og Straums Fjárfestingarbanka á eigin hlutabréfum í mars 2008 og skiptum bankans og Glitnis banka á eigin bréfum í september sama ár. Hefði ákærði verið beðinn um að ganga í þessi mál og hann falið starfsmönnum deildarinnar það verk. Hann kvaðst fyrst hafa vitað um fyrirhugaða lækkun hlutafjár bankans um 300 milljónir að nafnverði þegar hann sá getið um það í auglýsingu um hluthafafund í apríl þetta ár. Hann kvaðst ekki muna hvort hann kom að sölu bankans á 210 milljónum hluta til félagsins Pro Invest 30. september 2008, en taldi mjög líklegt að hann hefði „gefið go“ á þessa sölu. Hann kvað sér aldrei hafa verið kunnugt um hvernig fjármögnun viðskipta af þessu tagi var háttað. Ákærði var spurður um aðkomu hans að sölu bankans á 250 milljónum hluta til Imon ehf. sama dag. Hann kvaðst hafa verið kallaður inn á fund á fyrirtækjasviði bankans eftir að viðskiptin höfðu komist á. Þar hefði kaupandi bréfanna verið fyrir og hefði hann verið beðinn um álit á markaðnum. Hann hefði staldrað þarna við í um fimm mínútur, en síðan yfirgefið fundinn. Ákærði var spurður hvort hann hefði þessa síðustu daga verið í beinu sambandi við Steinþór Gunnarsson, forstöðumann verðbréfamiðlunar bankans, í því augnamiði að losna við eigin bréf bankans. Kvað ákærði það hafa komið fyrir að Steinþór hefði samband við hann ef um stór viðskipti var að ræða. Hann kvaðst hafa vitað að Imon ehf. væri kaupandi að 200 milljónum hluta sem bankinn seldi 3. október 2008. Þá kvaðst hann ekki þekkja til félagsins Azalea Resources Ltd. sem keypt hefði 200 milljón hluta í bankanum sama dag.

Ákærði kvað stöðu bankans í eigin bréfum hafa verið lága við upphaf ákærutímabilsins, en á þeim tíma hefði verð hlutabréfanna verið hátt, sem leitt hafi til þess að staðan var lækkuð. Þegar gengi bréfanna fór lækkandi hefðu eigin fjárfestingar hins vegar hafið kaup þeirra að nýju. Þannig hefði deildin bætt við sig bréfum þegar gengi þeirra fór lækkandi, en selt þau þegar gengið fór hækkandi.

Ákærði kvað mjög annasamt hafa verið síðustu daga bankans. Hann hefði sjálfur lítinn tíma haft til að einbeita sér að stöðu Landsbankans á markaði, en á þessum tíma hefði hann verið að vinna að mati á tiltekinni eign bankans og sölu á annarri, auk annarra verkefna. Hann kvað undirmenn sína hafa ráðfært sig við hann vegna kaupa á bréfum í bankanum dagana 29. september til 3. október og hefði hann vitað að þeir væru að kaupa nokkurt magn bréfa. Á sama tíma hefðu þeir fengið vitneskju um eftirspurn eftir bréfunum. Ákærði vísaði til skýringa sem Júlíus og Sindri hefðu gefið á kaupum sínum á bréfum bankans í tilboðabókinni þessa daga. Menn hefðu metið það svo að kauptækifæri væru að myndast á markaði. Hann áréttaði að hann hefði ekki átt þessi viðskipti sjálfur, en kvaðst hafa lagt áherslu á það við undirmenn sína að fara ekki yfir 5% mörkin. Þá kvaðst ákærði ekki muna sérstaklega eftir umræðu á fundi fjármálanefndar 1. október. Hann myndi þó að fundarmenn hefðu haft áhyggjur af þróun markaða og hefðu umræður snúist um það, en ekki sérstaklega um uppsafnað tap bankans vegna eigin bréfa.

Ákærði kvaðst minnast þess að hafa staðið hjá Júlíusi og Sindra síðasta daginn, þ.e. 3. október, og fylgst með viðskiptum þeirra í nokkrar mínútur. Það hefði verið eftir að stór sala hefði átt sér stað með hluti í bankanum í tilkynntum viðskiptum. Hefðu Júlíus og Sindri ráðfært sig við hann og þeir hefðu reynt að meta markaðsaðstæður. Kvaðst ákærði því hafa verið meðvitaður um að tilboðum hefði verið tekið í tilboðabókinni sem ollu verðhækkun.

Ákærði var spurður um tölvupóstsamskipti hans við regluvörð bankans 3. október, þar sem fram kom að hann hefði óskað eftir heimild til að selja 1.000.000 hluta af bréfum sem hann átti í bankanum. Ákærði kvaðst ekki hafa verið búinn að taka ákvörðun um að selja bréfin, en hann hefði viljað hafa heimildina ef til þess kæmi. Hann hefði staðið í húsbyggingarframkvæmdum á þessum tíma og þurft að standa skil á skuldbindingum í því sambandi. 

Ákærði kvað forstöðumann verðbréfasviðs bankans hafa kvartað yfir því á fundum fjármálanefndar að eigin fjárfestingar væru ekki nógu virkar á kauphliðinni. Kvaðst ákærði hafa komið því til Júlíusar að vera vakandi yfir því að vera með virka verðmyndun í bréfunum. Nánar spurður út í þetta orðalag kvaðst ákærði hafa litið svo á að það væri hlutverk deildarinnar að mynda markað, þ.e. eiga viðskipti og við það myndaðist verð. Að „mynda markað“ og „mynda verð“ væri þannig hvor sín hliðin á sama peningi.

            Ákærði, Sigurjón Þorvaldur Árnason, gerði grein fyrir menntun sinni og starfsreynslu. Hann kvaðst hafa útskrifast með BSc-gráðu í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands og lokið MBA-gráðu frá bandarískum háskóla. Þá hefði hann stundað nám í hagverkfræði við háskóla í Þýskalandi. Hann kvaðst ekki hafa lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Ákærði kvaðst hafa verið ráðinn bankastjóri Landsbankans í apríl 2003, en fram kemur í gögnum málsins að hann hafi áður starfað hjá Búnaðarbanka Íslands frá 1995 og verið framkvæmdastjóri þar frá árinu 1998.

Ákærði gerði grein fyrir skipulagi bankans og verkaskiptingu bankastjóra, m.a. með vísan til tilkynningar bankans til Kauphallarinnar 22. apríl 2003, sem liggur fyrir í gögnum málsins. Í tilkynningunni kemur fram að bankaráð Landsbankans hafi ráðið ákærða sem bankastjóra við hlið Halldórs J. Kristjánssonar. Síðan segir: „Bankastjórarnir munu fara sameiginlega með stjórnun allra málefna bankans. Verkaskipting samkvæmt nýju skipuriti er þannig að Halldór fer fyrir alþjóðasviði, viðskiptabankasviði og eignastýringarsviði en Sigurjón fyrir fyrirtækjasviði, verðbréfasviði og stoðsviðum. Báðir munu fara með viðskiptatengsl og viðskiptamál.“  

Þá gerði ákærði grein fyrir hlutverki fjármálanefndar og því hvernig fundir nefndarinnar gengu fyrir sig, m.a. aðkomu ákærða Ívars þar. Ákærði kvað Ívar hafa lagt fram skýrslu á fundunum, með yfirliti um innlend og erlend hlutabréf í eigu bankans, skráð og óskráð. Hefði kynning Ívars aðallega falist í yfirferð um það hvort hefði verið hagnaður eða tap hjá deild eigin fjárfestinga. Ívar hefði þó sérstaklega tekið fram ef miklar sveiflur hefðu orðið á verði hluta í Landsbankanum, enda hefði hagnaður eða tap af eigin bréfum haft bein áhrif á eigið fé bankans. Ákærði vék að síðasta fundi nefndarinnar 1. október 2008 og benti á að umfjöllun um Landsbankabréf hefði aðeins verið lítill hluti af skýrslu Ívars á þessum fundi. Hann kvað fundi fjármálnefndar einkum hafa verið haldna í upplýsingarskyni, en bankastjórum hefði þar verið kynnt staða mála. Sérstaklega hefði verið skráð í fundargerð þegar ákvarðanir voru teknar um einhver málefni. Aldrei hefði verið tekin um það ákvörðun á þessum fundum að kaupa eða selja eitthvert ákveðið magn hlutabréfa. Þá hefði heldur aldrei verið rætt um viðskiptavakt í eigin bréfum. Kvaðst ákærði þó telja að öllum sem sátu í fjármálanefnd hefði verið kunnugt um að bankinn væri viðskiptavaki í eigin bréfum. Slík viðskiptavakt hefði verið við lýði í bankanum þegar ákærði kom þar til starfa árið 2003 og enginn hefði gert athugasemd við það fyrirkomulag. 

            Ákærði kvaðst ekki hafa horft mikið til svokallaðra 4:15 skýrslna, sem honum hefðu verið sendar í tölvupósti, enda hefði honum þótt skýrslugjöf sem fram fór á fundum fjármálanefndar fullnægjandi. Hann kvað ritara sinn þó hafa prentað út fyrir sig skýrslurnar þegar þær bárust á tölvupósti og hefði hann lesið þær framan af, en hætt því einhvern tíma á árinu 2005. Þá taldi hann að ritarinn hefði hætt að prenta út þessar skýrslur þegar á leið, þar sem hann hefði ekki talið sig þurfa að kynna sér þær.

            Ákærði gerði grein fyrir því hvaða heimildir eigin fjárfestingar hefðu haft til stöðutöku í hlutabréfum. Annars vegar hefði heildarstaða eigin fjárfestinga ekki mátt fara umfram 3% af heildareignum bankans og hinsvegar hefði svokallað VaR gildi („Value at Risk“) ekki mátt fara yfir þrjá milljarða króna. Jafnframt vísaði ákærði til þeirrar óskráðu reglu, sem bankastjórarnir tveir hefðu mælt fyrir um, að ekki mætti án heimildar þeirra kaupa yfir 5% hlut í félagi, þannig að skylt væri að „flagga“ samkvæmt ákvæðum laga um verðbréfaviðskipti. Ályktanir væru dregnar af því á markaði ef banki „flaggaði“. Því hefðu bankastjórarnir ekki viljað að það væri gert nema samkvæmt ákvörðun þeirra.

Ákærði kvað það hafa verið hlutverk eigin fjárfestinga að ávaxta ákveðið magn af fé bankans og annast viðskiptavöktun. Hefði það hlutverk náð til eigin bréfa bankans, sem annarra hlutabréfa. Starfsmenn eigin fjárfestinga hefðu mátt breyta heildargnóttstöðu og heildarskortstöðu bankans um 250 milljónir króna á milli vikna og forstöðumaður sviðsins um 500 milljónir, samkvæmt áhættureglum bankans. Reglurnar hefðu þó ekkert sagt til um hvernig staðan mátti vera innan hverrar viku, aðeins hvernig hún átti að vera í vikulok.

            Ákærði kvaðst hafna því að utanþingsviðskipti sem væru utan verðbils hefðu takmörkuð áhrif á verð hlutabréfa, eins og fram komi í ákæru, enda væri þar verið að rugla saman verðmyndun og verðmælingu. Rakti ákærði þetta ítarlega og  áréttaði að því stærri sem viðskipti með hlutabréf væru og því lengra sem þau væru frá verði síðustu viðskipta, því meiri verðmótandi áhrif hefðu þau, sem kæmi fram í viðskiptum með bréfin sem fylgdu í kjölfarið. Þá benti ákærði á að gengi bréfa í Landsbankanum hefði þróast með svipuðum hætti og gengi bréfa annarra banka hér á landi og hefði gengi bréfa í bankanum jafnvel fallið ívið meira en gengi bréfa í öðrum bönkum. Þá hefði gengi íslenskra fjármálafyrirtækja þróast á svipaðan veg og gengi fjármálafyrirtækja á Norðurlöndum og í öðrum Evrópulöndum. Væri það ekki vísbending um að myndað hefði verið svokallað verðgólf, sem vísað er til ákæru.

            Ákærði kvaðst ekki hafa haft afskipti af viðskiptum eigin fjárfestinga. Hefðu starfsmenn deildarinnar verið sjálfstæðir í störfum sínum. Hann kvaðst þó hafa haft frumkvæði að skiptum Landsbankans og Glitnis banka á eigin bréfum í september 2008. Á þessum tíma hefði bankinn verið kominn yfir 10% mörkin svokölluðu samkvæmt 29. gr. laga um fjármálafyrirtæki og hefði hann talið æskilegt að losna við eitthvað af eigin bréfum bankans. Hann hefði þá fengið þá hugmynd að skipta á hlutabréfum við Glitni og rætt það við bankastjóra Glitnis, sem hefði litist vel á. Kvaðst ákærði síðan hafa rætt við ákærða Ívar og lagt fyrir hann að framkvæma viðskiptin.

            Ákærði kvaðst hvorki hafa sjálfur, né heldur fjármálanefnd bankans, gefið bein eða óbein fyrirmæli um að eigin fjárfestingar skyldu auka kaup á bréfum bankans eftir því sem verð þeirra lækkaði. Hefðu engin fyrirmæli verið gefin um kauphegðun starfsmanna deildarinnar yfirhöfuð. Þá hefði aldrei í umræðum á fundum fjármálanefndar verið gerður greinarmunur á pöruðum viðskiptum og utanþingsviðskiptum.

            Ákærði var spurður hvort gripið hefði verið til einhverra ráða til að halda eignarhlut bankans undir fyrrgreindum 10% mörkum. Hann kvað erfitt hafa verið að átta sig á því hvernig þetta hlutfall ætti að reikna og gerði ítarlega grein fyrir því. Kvaðst ákærði ekki hafa verið sáttur við útreikninga áhættustýringar bankans á hlutfallinu, einkum þar sem þar hefðu eignir dótturfélaga verið teknar með í reikninginn. Ákærði áréttaði að hann hefði átt hugmynd að skiptum bankans og Glitnis banka á eigin bréfum í september 2008, en á þeim tíma hefði bankinn verið yfir 10% mörkunum. Hann kvaðst ekki minnast þess að hafa átt hugmynd að sams konar viðskiptum við Straum Fjárfestingarbanka í mars sama ár, en kvaðst þó ekki vilja hafna framburði Ívars þar um. Þá kvaðst ákærði hafa átt frumkvæði að því að lækka hlutafé bankans og hækka aftur með útgáfu jöfnunarhlutabréfa sem arðgreiðslu til hluthafa, sem samþykkt var á aðalfundi bankans í apríl þetta ár. Kvaðst ákærði hafa fengið þá hugmynd að með þessari aðgerð mætti „leysa þessi 10% vandamál“. Ákærði kannaðist við að hafa ritað undir millifundasamþykkt um lánveitingu til félagsins Hunslow S.A. í september 2008 vegna fyrirhugaðra kaupa á hlut í bankanum, en tók fram að ekki hefði komið til lánveitingarinnar þar sem viðskiptavinurinn hefði ekki reitt fram 400 milljóna króna eigið fé til kaupanna, eins og ætlast hefði verið til. Hann kvaðst ekkert vita um sölu á hlut í bankanum til félagsins Pro-Invest 30. sama mánaðar. Þá tjáði ákærði sig ekki um viðskipti með bréf í bankanum við félögin Imon ehf. og Azalea Resources 30. september og 3. október 2008 og vísaði til þess að hann hefði gert grein fyrir þeim málum í öðru dómsmáli. Hann vísaði því á bug að utanþingsviðskipti sem áttu sér stað á síðustu viðskiptadögum bankans hefðu verið í því skyni að lækka stöðu eigin bókarinnar í bréfum í bankanum.

 

            Við aðalmeðferð málsins komu eftirfarandi vitni fyrir dóm til skýrslugjafar: Smári Rúnar Þorvaldsson, Egill Darri Brynjólfsson, Oddur Ingimarsson, Hermann Már Þórisson, Berglind Halldórsdóttir og Sverrir Már Jónsson, starfsmenn deildar eigin fjárfestinga Landsbankans, Tryggvi Tryggvason, fyrrverandi starfsmaður deildarinnar, Steinþór Gunnarsson, forstöðumaður verðbréfamiðlunar bankans, Arnar Arnarsson, Barði Már Jónsson, Guðmundur Víðir Guðmundsson, Ólafur Jörgen Hansson og Viggó Hilmarsson, starfsmenn verðbréfamiðlunar, Yngvi Örn Kristinsson, framkvæmdastjóri verðbréfasviðs, sem jafnframt átti sæti í fjármálanefnd, Þórir Örn Ingólfsson, forstöðumaður áhættustýringar bankans, Eggert Þröstur Þórarinsson, Eðvald Eyjólfsson og Styrmir Óskarsson, starfsmenn áhættustýringar, Alexander Lapas, starfsmaður útlánaeftirlits, Þórður Örlygsson, regluvörður, Hannes Júlíus Hafstein, deildarstjóri lögfræðiráðgjafar og fundaritari fjármálanefndar,  Halldór J. Kristjánsson bankastjóri, Sigríður Elín Sigfúsdóttir, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs og Brynjólfur Helgason, framkvæmdastjóri alþjóðasviðs, sem öll áttu sæti í fjármálanefnd bankans, Björgólfur Guðmundsson, formaður bankaráðs, og bankaráðsmennirnir Svafa Grönfeldt, Þorgeir Baldursson, Kjartan Gunnarsson og Andri Sveinsson, Björgólfur Thor Björgólfsson, eigandi Samson eignarhaldsfélags, Sigurjón Geirsson, innri endurskoðandi bankans, Ársæll Hafsteinsson, framkvæmdastjóri lögfræðisviðs, Gunnar Viðar, forstöðumaður lögfræðiráðgjafar, Árni Maríasson, forstöðumaður á fyrirtækjasviði, Berglind Þórhallsdóttir, ritari bankastjóra, Stefán Halldórsson, forstöðumaður Verðbréfaþings, Ásgeir Jónsson, dósent víð Háskóla Íslands, starfsmenn Kauphallar Íslands hf., þau Magnús Kristinn Ásgeirsson, Baldur Thorlacius, Finnbogi Rafn Jónsson og Íris Ösp Björnsdóttir, Tómas Philip Rúnarsson, prófessor í verkfræði við Háskóla Íslands, Einar Sigursteinn Bergþórsson verkfræðingur, Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn, Ágúst Evald Ólafsson lögreglufulltrúi og Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi starfsmaður embættis sérstaks saksóknara.

Verður framburður vitnanna ekki rakinn, en vikið að honum hér á eftir að því leyti er þykir varða niðurstöðu dómsins um sönnunar- og sakarmat.

 

Niðurstaða

Í máli þessu er ákærðu gefin að sök markaðsmisnotkun í sameiningu í störfum sínum fyrir Landsbankann í tilboðum og viðskiptum fyrir eigin reikning bankans með hlutabréf útgefin af bankanum sjálfum í sjálfvirkum pörunarviðskiptum í viðskiptakerfi Kauphallarinnar á tímabilinu frá og með 1. nóvember 2007 til og með 3. október 2008, samtals 228 viðskiptadaga, sem samkvæmt ákæru tryggðu óeðlilegt verð og bjuggu til verð á hlutabréfunum og gáfu eða voru líkleg til að gefa eftirspurn og verð hlutabréfanna ranglega og misvísandi til kynna. Ákærðu neita alfarið sök. Áður en vikið verður að sönnunarmati um þátt hvers og eins ákærðu í málinu þykir rétt að fjalla um varnir ákærðu sem lúta annars vegar að málatilbúnaði ákæruvaldsins og hins vegar að sjónarmiðum um viðskiptavaka og viðurkennda markaðsframkvæmd.

 

Af hálfu ákærðu hafa ýmsar athugasemdir verið gerðar við málatilbúnað ákæruvaldsins. Þannig byggja ákærðu á því að ákæra gefi ekki rétta mynd af umfangi viðskipta eigin fjárfestinga með hlutabréf í bankanum þar sem ekki sé horft til utanþingsviðskipta eða tilkynntra viðskipta. Telja ákærðu að hlutfallstölur sem miðað er við í ákæru séu ekki réttar, þar sem við útreikning þeirra hafi ekki verið horft til heildarviðskipta með bréfin. Í reglum Kauphallarinnar, aðildarreglum Norex, er sjálfvirk pörun tilboða skilgreind sem ferli í tilboðabók þar sem kaup- og sölutilboð eru pöruð sjálfkrafa þegar verð, magn og önnur skilyrði í tilteknu tilboði samsvara tilboði sem áður hefur verið skráð í tilboðaskrá. Sem að framan er rakið kom fram í bréfi Kauphallarinnar til Fjármálaeftirlitsins 27. janúar 2009 að skýrust mynd af hegðun kauphallaraðila fáist með því að skoða viðskipti sem verða til við sjálfvirka pörun tilboða í viðskiptakerfi Kauphallarinnar. Starfmenn Kauphallarinnar, Magnús Kristinn Ásgeirsson lögfræðingur og Baldur Thorlacius hagfræðingur, röktu þetta nánar í skýrslum sínum við aðalmeðferð málsins og lýstu því hvernig verðmyndun í Kauphöllinni væri drifin áfram af sjálfvirkum pörunarviðskiptum. Hins vegar hafi tilkynnt viðskipti ekki áhrif á síðasta viðskiptaverð nema þau séu innan verðbils, þ.e. bils milli hæsta kauptilboðs og lægsta sölutilboðs, og séu verðáhrif slíkra viðskipta því takmörkuð. Þótt við framangreint verði miðað í niðurstöðum dómsins er til þess að líta að í málinu liggja fyrir upplýsingar um utanþingsviðskipti með hlutabréf í bankanum á því tímabili sem um ræðir og verður jafnframt horft til þeirra gagna til að fá heildarsýn á viðskipti eigin fjárfestinga Landsbankans með bréf í bankanum á þeim tíma sem ákæra tekur til. 

Af hálfu ákærðu hafa einnig verið gerðar athugasemdir við útreikning veltuhlutfalla í ákæru, þar sem ekki hafi verið stuðst við svokallaða tvítalningu, en ákærðu halda því fram að hlutfall kaupa eigi að reikna af tvöföldum heildarviðskiptum. Í ákæru er að finna upplýsingar um kaup á bréfum í bankanum umfram sölu, þ.e. nettókaup sem hlutfall af veltu í sjálfvirkum pörunarviðskiptum. Eins og fram kemur í bréfi Kauphallarinnar til sérstaks saksóknara, dagsettu 8. janúar 2013, og Baldur Thorlacius staðfesti jafnframt í vitnisburði sínum fyrir dóminum, styðst Kauphöllin við þá aðferð að reikna út hlutdeild kaupa á eigin hlutabréfum sem hlutfall af einfaldri veltu. Ekki er notuð tvítalin velta þegar einungis er verið að skoða kauphliðina, en ekki söluhliðina. Ef hlutdeild hvers aðila á kauphlið væri reiknuð sem hlutfall af tvítalinni veltu myndi samanlögð hlutdeild allra kauphallaraðila ná 50% en ekki 100% hlutdeild. Með vísan til framangreinds verður ekki fallist á það með ákærðu að útreikningar sem byggi á tvítalningu gefi rétta mynd af veltuhlutföllum sem ákæra lýtur að.

Að öðru leyti lýtur gagnrýni ákærðu á tölulegan málatilbúnað ákæruvaldsins einkum að því að byggt hafi verið á svokölluðum 4:15 skýrslum um dagslokastöðu og afkomu, en skýrslurnar hafi oft þurft að leiðrétta eftir á. Þá hafi ekki verið aflað frumgagna úr bókhaldi Landsbankans um viðskipti eigin fjárfestinga með bréf í bankanum. Varðandi þessi atriði er til þess að líta að ekki hefur verið bent á villur í útreikningum á dagslokastöðu og afkomu, sem málið varða. Þá fengu ákærðu aðgang að upplýsingum úr bókhaldskerfi bankans og hafa lagt fram gögn byggð á útreikningum sem á þeim byggja. 

               Af hálfu ákærðu hafa einnig verið gerðar athugasemdir við framsetningu tölulegra upplýsinga í svokölluðum kauphallarhermi, sem þeir telja villandi. Þá taki framsetning hermisins ekki mið af samtíma upplýsingum, sem skipt geti máli um mat á viðskiptunum sem um ræðir, s.s. fréttaflutningi, greiningum, tilkynningum ráðamanna o.fl., en af hálfu ákærðu hafa verið lögð fram gögn sem þetta varða. Við ítarlega skoðun kauphallarhermisins undir aðalmeðferð málsins komu ákærðu á framfæri athugasemdum um framangreint, auk þess sem ákærðu Júlíus og Sindri gáfu skýringar á viðskiptahegðun sinni, sem ákæra lýtur að. Koma þau atriði til skoðunar við sönnunarmat dómsins. Þá er til þess að líta að hermirinn byggir á upplýsingum frá Kauphöllinni sem liggja fyrir í gögnum málsins á tölvutæku formi og felst notkun hans einvörðungu í því að varpa upp tölum úr excel-skjölum á myndrænan hátt.

 

                Því hefur verið borið við af hálfu ákærðu að Landsbankinn hafi verið viðskiptavaki í eigin hlutabréfum og hafi viðskipti eigin fjárfestinga sem ákæra lýtur að verið liður í slíkri vakt. Samkvæmt 1. og 2. mgr. 116. gr. laga um verðbréfaviðskipti getur fjármálafyrirtæki sem hefur heimild til verðbréfaviðskipta með samningi við útgefanda fjármálagerninga skuldbundið sig til að vera viðskiptavaki, þ.e. kaupa og selja fyrir eigin reikning eða reikning útgefanda tiltekna fjármálagerninga, í því skyni að greiða fyrir að markaðsverð skapist á þeim, og skal tilkynna um slíkan samning til Kauphallarinnar. Fyrir liggur að Straumur-Burðarás Fjárfestingarbanki og Kaupþing banki höfðu gert slíka samninga við Landsbankann á þeim tíma sem ákæra tekur til. Í 3. mgr. lagagreinarinnar kemur fram að viðskiptavaki skuli setja fram kaup- og sölutilboð í viðskiptakerfi skipulegs verðbréfamarkaðar, þ.e. í rafrænu kerfi Kauphallarinnar, samkvæmt aðildarreglum Norex, áður en markaðurinn er opnaður. Verði tilboði viðskiptavaka tekið eða það fellt niður af hans hálfu skal hann setja fram nýtt tilboð eins fljótt og mögulegt er þar til umsaminni hámarksfjárhæð viðskipta fyrir dag hvern hefur verið náð. Þá kemur fram í 4. mgr. lagagreinarinnar að geri fjármálafyrirtæki viðskiptavakasamning um viðskipti fyrir reikning útgefanda skuli tryggt að útgefanda sé ekki unnt að hafa áhrif á ákvarðanir um viðskipti á grundvelli samningsins. Samkvæmt framansögðu samrýmist það ekki ákvæðum laga um verðbréfaviðskipti að útgefandi fjármálagernings sé viðskiptavaki í eigin hlutabréfum. Er jafnframt til þess að líta að samkvæmt gögnum málsins samrýmdust viðskiptahættir eigin fjárfestinga Landsbankans með bréf bankans ekki lögmæltu hlutverki viðskiptavaka sem felur í sér að setja fram jafnt hlutfall kaup- og sölutilboða í viðskiptakerfi Kauphallarinnar. 

            Þá hefur því verið borið við af hálfu ákærðu að viðskiptin sem um ræðir hafi verið í samræmi við viðurkennda markaðsframkvæmd og þeim því refsilaus, sbr. b-lið 1. mgr. 117. gr. og 13. tölulið 1. mgr. 2. gr. laga um verðbréfaviðskipti. Samkvæmt framangreindum lagaákvæðum og 10. gr. reglugerðar um innherjaupplýsingar og markaðssvik nr. 630/2005, sbr. 118. gr. laga um verðbréfaviðskipti, skal Fjármálaeftirlitið ákveða viðurkennda markaðsframkvæmd og skal sú ákvörðun birt opinberlega, sbr. 12. gr. reglugerðar nr. 630/2005. Ákvæði um viðurkennda markaðsframkvæmd kom í lög um verðbréfaviðskipti með lögum nr. 31/2005. Í athugasemdum í greinargerð með frumvarpi sem varð að þeim lögum kemur fram að viðurkenning á markaðsframkvæmd sem ella teldist markaðsmisnotkun feli í sér undantekningu sem skýra verði þröngt. Fyrir liggur að Fjármálaeftirlitið hefur ekki viðurkennt tiltekna markaðsframkvæmd um viðskipti eða fyrirmæli á skipulegum verðbréfamarkaði á grundvelli laga um verðbréfaviðskipti. Þegar af þeirri ástæðu ber að hafna vörn ákærðu á þessum grunni. Jafnframt er til þess að líta að jafnvel þótt talið yrði sýnt fram á að viðskipti starfsmanna eigin fjárfestinga með hlutabréf í bankanum sem ákæra tekur til hefði verið í samræmi við viðskiptahætti sem tíðkast hefðu um árabil á markaði, þá myndi sú venjubundna framkvæmd ekki firra þá refsiábyrgð, teldist sök sönnuð í málinu, sbr. t.d. dóma Hæstaréttar Íslands í málunum nr. 491/2007 og 359/2014. 

 

            Ákærðu er gefin að sök markaðsmisnotkun með hlutabréf í Landsbankanum á tímabilinu frá og með 1. nóvember 2007 til og með 3. október 2008. Er því lýst í ákæru að markaðsmisnotkunin hafi verið framkvæmd af ákærðu Júlíusi og Sindra að undirlagi ákærðu Sigurjóns og Ívars. Ákærðu Júlíus og Sindri hafi lagt fram fyrir hönd Landsbankans, í upphafi hvers viðskiptadags á tímabilinu, röð stórra kauptilboða með litlu innbyrðis verðbili í hlutabréf í Landsbankanum í tilboðabók Kauphallarinnar. Þegar framboð á hlutabréfum í Landsbankanum í tilboðabókinni hafi orðið meira en eftirspurn annarra markaðsaðila hefðu Júlíus og Sindri að jafnaði mætt auknu framboði með því að bæta við nýjum kauptilboðum jafnharðan og fyrri tilboðum þeirra hefði verið tekið og komið þannig ýmist í veg fyrir eða hægt á verðlækkun hlutabréfanna. Þá hafi að jafnaði hækkað hlutfall kaupa þeirra á hlutabréfunum í sjálfvirkum pörunarviðskiptum við lok viðskiptadags og hafi ákærðu þannig haft áhrif á dagslokaverð hlutabréfanna.

Þótt dómurinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að viðskiptahættir eigin fjárfestinga Landsbankans hafi ekki samrýmst lögmæltu hlutverki viðskiptavaka er til þess að líta að bankanum var heimilt samkvæmt lögum að eiga viðskipti með eigin hlutabréf. Ákærðu Júlíus, Sindri og Ívar báru við aðalmeðferð málsins að deild eigin fjárfestinga hefði á þeim tíma sem ákæra tekur til tekið stöðu í hlutabréfum í bankanum, með viðskiptum í tilboðabók Kauphallarinnar, auk þess að sinna óformlegri viðskiptavakt eða „mynda markað“ fyrir bréfin. Framangreind verknaðarlýsing í ákæru byggir á greiningu rannsakenda á gögnum Kauphallarinnar um viðskiptahegðun Júlíusar og Sindra. Þykir rétt að sú háttsemi þeirra komi til skoðunar áður en vikið verður að meintri refsiverðri háttsemi meðákærðu. Við aðalmeðferð málsins var ítarlega farið yfir gögn sem lúta að viðskiptahegðun ákærðu með bréf í bankanum, m.a. með því að bera undir þá myndir úr títtnefndum kauphallarhermi. Komu ákærðu á framfæri skýringum sínum á tilboðum sem þeir höfðu sett fram í tilboðabókinni, m.a. með vísan til ýmissa samtímaheimilda, s.s. greininga matsfyrirtækja, fréttaflutnings og upplýsinga um þróun hlutabréfaverðs á markaði, sem hefðu getað haft áhrif á ákvarðanir þeirra. Þá kom fram hjá ákærðu að utanþingsviðskipti, sem átt hefðu sér stað á tímabilinu, hefðu getað haft áhrif á viðskiptahegðun þeirra. Hefur framburður ákærðu að þessu leyti verið rakinn. Við mat á háttsemi þessara tveggja ákærðu er til þess að líta að mikill munur var á hlutdeild þeirra í tilboðum og viðskiptum sem um ræðir. Þá er jafnframt til þess að líta að þótt gögn málsins beri með sér að nettóviðskipti ákærðu með bréf í bankanum í tilboðabók Kauphallarinnar hafi aukist þegar leið á ákærutímabilið urðu mikil umskipti dagana 29. september til 3. október 2008, eins og nánar verður vikið að. Skáru viðskipti ákærða Júlíusar sig mjög úr á því tímabili, en ekki verður ráðið að verulegar breytingar hafi orðið á viðskiptahegðun ákærða Sindra.

Samkvæmt 108. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008 hvílir sönnunarbyrði um sekt ákærðs manns og atvik, sem telja má honum í óhag á ákæruvaldinu. Þá metur dómari hverju sinni hvort nægileg sönnun, sem ekki hefur verið vefengd með skynsamlegum rökum, sé fram komin um hvert það atriði sem varðar sekt og ákvörðun viðurlaga, þ. á m. hvaða sönnunargildi skýrslur ákærða hafi, sbr. 109. gr. laga nr. 88/2008. Að mati dómsins var framburður ákærða Sindra við aðalmeðferð málsins ekki ótrúverðugur, en ákærði færði fram skýringar á viðskiptahegðun sinni með vísan til samtímaheimilda og  leitaðist jafnframt við að gera grein fyrir ástæðum að baki einstökum tilboðum og viðskiptum. Eru skýringar ákærða ekki í andstöðu við fyrirliggjandi gögn um viðskipti hans í tilboðabók Kauphallarinnar. Þá þykir ekkert hafa komið fram í framburði meðákærðu og vitna sem valdi því að framburður hans um þessi atriði verði ekki lagður til grundvallar í málinu. Þótt skýringar ákærða Júlíusar á viðskiptahegðun sinni hafi verið almennari þykir hið sama eiga við, þar til kemur að framburði hans um tímabilið frá 29. september til 3. október 2008. Að undanskildu síðastgreindu tímabili að því er ákærða Júlíus varðar þykir ákæruvaldinu ekki hafa tekist að hnekkja framburði ákærðu svo að sýnt hafi verið fram á að ólögmætar ástæður hafi legið að baki ákvörðunum þeirra um viðskipti með bréf í bankanum. Þykir óvarlegt að slá því föstu að ákærðu hafi hagað viðskiptum sínum með þeim hætti að það hafi verið til þess fallið að gefa framboð eða eftirspurn hlutabréfa í bankanum ranglega eða misvísandi til kynna, tryggja óeðlilegt verð eða búa til verð á bréfunum, svo að varði ákærðu refsingu samkvæmt a- og b-lið 1. mgr. 117. gr. laga um verðbréfaviðskipti. Verður ákærði Sindri því alfarið sýknaður af kröfum ákæruvaldsins, en ákærði Júlíus af þeim hluta ákæru sem lýtur að tilboðum og viðskiptum hans frá 1. nóvember 2007 til og með 26. september 2008. Síðar verður vikið að meintri refsiverðri háttsemi ákærða Júlíusar sem honum er gefin að sök á tímabilinu frá og með 29. september til og með 3. október 2008.

Ákærði Ívar Guðjónsson hefur hafnað því að markaðsmisnotkun hafi verið framin að undirlagi hans, eins og í ákæru greinir. Hefur ákærði annars vegar vísað til þess að háttsemi ákærðu Júlíusar og Sindra með hlutabréf í bankanum hafi ekki falið í sér markaðsmisnotkun. Komist dómurinn hins vegar að þeirri niðurstöðu að svo hafi verið ber ákærði fyrir sig að háttsemin hafi ekki verið að hans undirlagi og beri hann því ekki refsiábyrgð á henni. Framburður ákærðu um aðkomu Ívars að störfum Júlíusar og Sindra hefur verið rakinn. Hafa Júlíus og Sindri borið að Ívar hafi gefið þeim almenn fyrirmæli um framkvæmd starfa þeirra, auk þess að hafa lagt fyrir þá að setja fram tilboð og taka ákvörðun um einstök viðskipti. Bar ákærðu jafnframt saman um að þeir hefðu fylgt þeirri óskráðu reglu að leita heimildar Ívars til að eiga viðskipti, ýmist einstök viðskipti eða innan dags, sem námu 100 milljónum króna eða meira, en Ívar hefur ekki viljað við þetta kannast. Þá báru Júlíus og Sindri að þeim hefði verið vel kunnugt um heimildir sínar samkvæmt áhættureglum bankans. Hefðu þeir ávallt hagað störfum sínum í samræmi við heimildir sínar og þau fyrirmæli sem þeir fengu frá yfirmanni sínum, ákærða Ívari. Er framburður Júlíusar og Sindra í samræmi við framburð annarra starfsmanna deildarinnar, sem báru við aðalmeðferð málsins að Ívar hefði fylgst vel með því sem fram fór og gefið þeim fyrirmæli um framkvæmd starfa þeirra. Þannig bar Smári Rúnar Þorvaldsson að við úthlutun verkefna hefði ákærði lagt línur um hvernig þau yrðu unnin, s.s. „hvar ætti að staðsetja sig í stöðum“, auk þess sem leita hefði þurft samþykkis hans vegna viðskipta sem voru umfram heimildir starfsmanna samkvæmt áhættureglum. Oddur Ingimarsson kvað Ívar hafa fylgst vel með því sem gerðist í deildinni og hefði hann leitað heimildar ákærða til að eiga viðskipti sem námu hærri upphæð en 100 til 200 milljónum króna innan dags. Sverrir Már Jónsson kvaðst hafa borið undir ákærða viðskipti sem hefðu numið hærri fjárhæð en nokkrum hundruðum milljóna króna. Þá hefði Ívar reglulega haldið fundi með starfsmönnum, þar sem farið var yfir frammistöðu þeirra. Var það jafnframt í samræmi við starfsskyldur Ívars sem forstöðumanns deildarinnar að hafa eftirlit með störfum undirmanna sinna, s.s. fram kemur í áhættureglum bankans. Með vísan til framangreinds verður lagt til grundvallar að ákærði Ívar hafi gefið Júlíusi og Sindra fyrirmæli og haft samráð við þá um framkvæmd þeirrar háttsemi sem ákæra lýtur að. Er einnig til þess að líta að ákærðu störfuðu saman í opnu rými, og var sætaskipan þeirra þannig að Ívari gat ekki dulist hvað Júlíus og Sindri aðhöfðust í starfi sínu. Í samræmi við niðurstöðu dómsins um sönnun að því er háttsemi meðákærðu varðar kemur einvörðungu til skoðunar hvort Ívar hafi átt þátt í markaðsmisnotkun á tímabilinu 29. september til 3. október 2008, en sýkna ber ákærða af ákæru að öðru leyti. Verður nú vikið að háttsemi ákærðu Ívars og Júlíusar lokadagana, sem um ræðir.

Að morgni mánudagsins 29. september 2008 var tilkynnt að íslenska ríkið myndi taka yfir 75% hlut í Glitni banka. Samkvæmt gögnum málsins var velta með hlutabréf í Landsbankanum í sjálfvirkum pörunarviðskiptum þennan dag 194.737.388 hlutir, sem var 1140% aukning frá næsta viðskiptadegi á undan. Þennan dag keyptu eigin fjárfestingar Landsbankans 165.031.863 hluti í bankanum, sem nam 85% veltu í sjálfvirkri pörun. Þar af námu nettóviðskipti ákærða Júlíusar 141.913.250 hlutum. Á tímabilinu frá 29. september til 3. október keypti deild eigin fjárfestinga samtals nettó 685.059.427 hluti í Landsbankanum í sjálfvirkri pörun að markaðsvirði 13.861.904.361 krónu, eða 74,3% af veltunni. Þar af námu nettókaup ákærða Júlíusar 617.038.013 hlutum. Ákærði setti fram 577 kauptilboð í tilboðabók Kauphallarinnar þessa daga, en ekkert sölutilboð. Dagslokagengi hlutabréfa í Landsbankanum lækkaði á tímabilinu frá 21,5 29. september niður í 19,1 2. október og fór enn lækkandi framan af degi 3. október. Á tímabilinu frá klukkan 14:54 til 15:08 þann dag átti Júlíus hins vegar 23 viðskipti með bréf í bankanum og fóru kauptilboð hans stighækkandi. Á tímabilinu hækkaði gengi bréfanna úr 18,9 í 19,8, eða um 4,7%. Klukkan 15:10 hringdi starfsmaður Kauphallarinnar í ákærða og leitaði skýringa hans á viðskiptunum, eftir að bjalla hafði gefið merki, eins og fyrr greinir. Þá verður ráðið af gögnum málsins að í þeim tilvikum sem bjöllur gáfu merki í Kauphöllinni þessa lokadaga hafi það ávallt verið í tengslum við viðskipti Júlíusar.

Svo sem rakið hefur verið áttu sér stað viðskipti á milli Landsbankans og Glitnis banka dagana 17. til 30. september 2008, sem fólu í sér skipti á eigin hlutabréfum. Í þessum viðskiptum seldu eigin fjárfestingar Landsbankans 168.000.000 hluta í bankanum fyrir 3.656.000.000 króna. Ákærði Ívar hefur kannast við að hafa annast þessi viðskipti. Dagana 30. september og 3. október áttu sér síðan stað fern umfangsmikil utanþingsviðskipti með hlutabréf í bankanum, en í öllum tilvikum voru bréf seld úr eigin bókinni bankans. Um var að ræða sölu á 210.000.000 hluta í bankanum til Pro-Invest Partners Corp. 30. september 2008 á genginu 21,5, sölu sama dag á 250.000.000 hluta á genginu 20,6 til Imon ehf., sölu 3. október á 200.000.000 hluta á genginu 19,11 til Imon ehf. og sölu sama dag á 199.000.000 hluta á genginu 19,0 til Azalea Resources Ltd. Svo sem gerð hefur verið grein fyrir lúta II. til IV. kafli ákæru að síðastgreindum viðskiptum og var dómur héraðsdóms í því máli kveðinn upp 5. júní sl. Ákærði Ívar kom að viðskiptunum af hálfu eigin fjárfestinga, en bréfin voru seld fyrir milligöngu miðlunar bankans. Því verður þó ekki slegið föstu að Ívar hafi haft vitneskju um hvernig fjármögnun viðskiptanna skyldi háttað. Þá liggur ekkert fyrir um að ákærði Júlíus hafi haft upplýsingar um fjármögnunina.

Ákærðu Júlíus og Sindri báru fyrir dóminum að Ívar hefði haft bein afskipti af störfum þeirra þessa síðustu viðskiptadaga. Hefðu þeir hagað viðskiptum með bréf í bankanum í samræmi við fyrirmæli hans. Staðfesti Júlíus m.a. það sem hann hafði áður borið um við skýrslutöku við rannsókn málsins, að síðasta daginn hefði Ívar staðið fyrir aftan hann þar sem hann sat við borð sitt og sagt honum að taka sölutilboðum í tilboðabókinni. Hefðu utanþingsviðskiptin þá nýverið átt sér stað og þeir talið að unnt yrði að selja bréfin aftur á hærra verði. Hefur Ívar jafnframt kannast við að hafa fylgst með viðskiptum Júlíusar og Sindra í kjölfar þess að tilkynnt var um utanþingsviðskiptin og hefðu þeir ráðfært sig við hann í því sambandi. Þá er til þess að líta að eigin fjárfestingar áttu gríðarlega umfangsmikil viðskipti með bréf í bankanum þessa daga, einkum ákærði Júlíus, sem keypti bréf að andvirði milljarða króna. Útilokað verður að telja að Júlíus hafi tekið ákvörðun um slík viðskipti án heimildar frá yfirmanni sínum. Samkvæmt framansögðu þykir sýnt fram á að Ívar hafi komið að viðskiptum Júlíusar síðustu daga bankans og að þau hafi verið að hans undirlagi, svo sem í ákæru greinir.

Ákærðu gáfu þær skýringar á viðskiptum eigin fjárfestinga með hlutabréf í bankanum þessa síðustu daga að þeir hefðu annars vegar verið að „mynda markað“ fyrir bréfin, en hins vegar hefði verið um stöðutöku að ræða. Kom fram hjá ákærðu að þeir hefðu séð mikil kauptækifæri í bréfum bankans og talið að unnt yrði að selja þau bréf sem keypt voru síðar á hærra verði. Skýringar ákærðu fá ekki staðist að því virtu að þessa daga voru bréf seld úr eigin bók bankans í fjórum umfangsmiklum utanþingsviðskiptum á lægra gengi en þau höfðu verið keypt, með tilheyrandi tapi. Eru atvik sem rakin hafa verið í lok dags 3. október enn fremur til marks um að viðskiptaleg sjónarmið hafi ekki búið að baki viðskiptum ákærðu, en þá keypti ákærði Júlíus, að undirlagi ákærða Ívars, hlutabréf á síhækkandi gengi. Þá er til þess að líta að þennan dag leituðu ákærðu heimildar regluvarðar til að selja hlutabréf sín í bankanum, sem samrýmist illa staðhæfingum þeirra um að þeir hafi haft mikla trú á bréfunum sem fjárfestingarkosti. Ákærðu voru algjörlega ráðandi í viðskiptum með bréf bankans í tilboðabók Kauphallarinnar á þessum tíma. Er það niðurstaða dómsins að umfangsmikil kaup þeirra á bréfunum hafi verið liður í því að hafa áhrif á gengi þeirra. Þykir sýnt að ákærðu hafi hagað kauptilboðum þannig að þeir hafi hægt á verðlækkun bréfanna. Að mati dómsins skiptir ekki máli í því sambandi hvort með háttsemi þeirra var myndað svokallað gólf í verðmyndun, sem vísað er til í ákæru. Þá höfðu kaup ákærðu á bréfum í bankanum við lok dags 3. október þau áhrif að gengi þeirra hækkaði frá deginum áður. Samkvæmt framansögðu, og með vísan til b-liðar 7. gr. og a- og g-liða 8. gr. reglugerðar um innherjaupplýsingar og markaðssvik nr. 630/2005, þykir sannað að ákærðu hafi, dagana 29. september til og með 3. október 2008, í sameiningu átt viðskipti og gert tilboð í viðskiptakerfi Kauphallarinnar, sem tryggt hafi óeðlilegt verð og búið til verð á hlutabréfum í Landsbankanum og jafnframt gefið eða verið líkleg til að gefa framboð, eftirspurn eða verð bréfanna ranglega eða misvísandi til kynna. Verða ákærðu sakfelldir fyrir markaðsmisnotkun og varðar brot þeirra við a- og b-lið 1. töluliðar 1. mgr. 117. gr., sbr. 1. tölulið 146. gr. laga um verðbréfaviðskipti, sem í ákæru greinir.

Kemur þá að þætti ákærða Sigurjóns Þorvaldar Árnasonar, en samkvæmt ákæru var markaðsmisnotkun sú sem þar er lýst framin að hans undirlagi. Með vísan til sömu röksemda og raktar voru varðandi þátt ákærða Ívars kemur einvörðungu til skoðunar hvort Sigurjón hafi orðið uppvís að refsiverðri háttsemi á tímabilinu 29. september til 3. október 2008, en sýkna ber ákærða af ákæru að öðru leyti. Sem fyrr greinir sat ákærði vikulega fundi fjármálanefndar og var jafnframt fundastjóri. Þótt bankastjórarnir bæru sameiginlega ábyrgð á stjórnun málefna bankans fór ákærði fyrir verðbréfasviði samkvæmt verkaskiptingu þeirra, eins og fram kom í tilkynningu bankans til Kauphallarinnar 22. apríl 2003. Ákærði Ívar bar fyrir dóminum að stefna í fjárfestingum deildar eigin fjárfestinga hefði verið mótuð á fundum fjármálanefndar. Þar hefðu línurnar verið lagðar og hefði hann kynnt undirmönnum sínum ákvarðanir nefndarinnar. Hefði hann kynnt stöðutökur og afkomu deildarinnar á fundum fjármálanefndar, þ.m.t. það sem laut að viðskiptum með bréf í bankanum. Fyrir liggur að yfirliti áhættustýringar um stöðu bankans í eigin bréfum var dreift á fundum nefndarinnar. Þá fékk ákærði Sigurjón sendar svokallaðar 4:15 skýrslur í tölvupóstum, þótt hann hafi borið að hann hafi ekki lesið þær. Fundargerðir fjármálanefndar bera með sér að rætt hafi verið um stöðu bankans í eigin bréfum. Ákærði kvaðst hafa lagt áherslu á að starfsmenn eigin fjárfestinga héldu sig innan flöggunarmarka, en neitaði að hafa gefið fyrirmæli um kaup á bréfum í bankanum. Yngvi Örn Kristinsson bar um það fyrir dóminum, að á fundum fjármálanefndar hefði verið rætt um kaup eigin fjárfestinga á bréfum í bankanum og tap sem orðið hefði á þeim viðskiptum. Þá bar Yngvi Örn að ákærði Sigurjón hefði tvívegis á árinu 2008 beðið hann um að koma þeim boðum til Ívars að minnka stöðu veltubókarinnar og hefði hann komið þeim skilaboðum áfram.

Svo sem rakið hefur verið áttu sér stað nokkur utanþingsviðskipti á ákærutímabilinu sem leiddu til þess að staða bankans í eigin bréfum lækkaði. Hefur verið gerð grein fyrir skiptum Landsbankans og Glitnis banka á eigin hlutabréfum 17. til 30. september 2008 og sölu eigin fjárfestinga á bréfum í bankanum í fjórum stórum utanþingsviðskiptum dagana 30. september og 3. október 2008. Ákærði kannast við að hafa átt frumkvæði að viðskiptunum við Glitni banka og hafi það verið í því skyni að lækka stöðu eigin bókarinnar í bréfum bankans, sem þá hafi verið yfir 10% viðmiði því sem mælt var fyrir um í þágildandi 1. mgr. 29. gr. laga um fjármálafyrirtæki. Hann hefur hins vegar alfarið hafnað því að hafa komið að sölu á 210.000.000 hluta í bankanum til félagsins Pro-Invest 30. september og hafa ekki verið lögð fram gögn er sýni fram á að svo hafi verið. Þá var það niðurstaða dómsins í máli nr. S-553/2013 að ósannað væri að ákærði hefði tekið ákvörðun um sölu á 199.000.000 hluta til félagsins Azalea Resources 3. október. Á hinn bóginn var lagt til grundvallar í málinu að ákærði hefði tekið ákvörðun um sölu á 250.000.000 hluta til Imon ehf. 30. september og 200.000.000 hluta til sama félags 3. október. Verður sú niðurstaða jafnframt lögð til grundvallar við úrlausn þessa máls. Niðurstaða í framangreindum dómi tók jafnframt mið af því að bréfin, sem seld voru, hefðu áður verið keypt af bankanum með tilheyrandi fjárútlátum. Verður ekki horft fram hjá því að bréfin voru seld á lækkandi markaði með talsverðu tapi. Þykir sýnt að sala bréfanna og framangreind viðskipti við Glitni banka hafi verið liður í að losa bankann við uppsafnaða hlutafjáreign til að komast hjá flöggunarskyldu samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti og til að ekki yrði farið fram úr takmörkunum á eignarhaldi eigin hlutabréfa samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki. Gerðu viðskiptin eigin fjárfestingum kleift að halda áfram umfangsmiklum kaupum á hlutabréfum í bankanum.

Af því sem rakið hefur verið verður ráðið að ákærði var vel upplýstur um stöðu bankans í eigin bréfum og lagði áherslu á það við meðákærðu að viðskiptum með bréfin yrði hagað þannig að ekki yrði farið yfir flöggunarmörk. Lagði ákærði sitt af mörkum í því efni með aðkomu sinni að umfangsmikilli sölu hlutabréfa til Imon ehf. og Glitnis banka á síðustu viðskiptadögum bankans. Svo sem rakið hefur verið keypti deild eigin fjárfestinga samtals nettóhlut í Landsbankanum að markaðsvirði 13.861.904.361 krónu í sjálfvirkum pörunarviðskiptum dagana 29. september til 3. október 2008 og átti ákærði Júlíus þorra þeirra viðskipta. Var það langt umfram heimildir ákærðu Ívars og Júlíusar samkvæmt áhættureglum bankans og þykir sýnt að þeir hefðu ekki ráðstafað fjármunum bankans með þessum hætti án samþykkis bankastjóra. Samkvæmt framansögðu þykir sannað að viðskiptin sem um ræðir hafi verið að undirlagi ákærða Sigurjóns eins og í ákæru greinir. Verður ákærði sakfelldur fyrir markaðsmisnotkun og er háttsemin rétt færð til refsiákvæða í ákæru.

 

            Ákærði Sigurjón er fæddur árið 1966. Sakaferill hans hefur ekki áhrif á refsingu. Ákærði Ívar er fæddur árið 1968 og ákærði Júlíus árið 1974. Þeir hafa ekki sætt refsingu. Ákærði Sigurjón var bankastjóri Landsbankans. Ákærði Ívar var forstöðumaður deildar eigin fjárfestinga bankans, en ákærði Júlíus starfsmaður þeirrar deildar. Ákærðu bjuggu allir yfir sérþekkingu og höfðu áralanga starfsreynslu á sínu sviði. Starfa sinna vegna báru þeir ríkar skyldur gagnvart aðilum markaðarins, einstaklingum sem lögaðilum, sem áttu að geta treyst því að verð og eftirspurn hlutabréfa í Landsbankanum lyti eðlilegum markaðslögmálum. Brot ákærðu var stórfellt og varði dögum saman. Þá varðaði það fjárhagsmuni fjölmargra fjárfesta, sbr. 1. tölulið 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Jafnframt horfir til refsiþyngingar að ákærðu unnu brotið í sameiningu, sbr. 2. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga. Á hinn bóginn er til þess að líta að þegar ákærðu frömdu brot sitt voru viðsjárverðir tímar á fjármálamarkaði og má ætla að háttsemi þeirra hafi verið viðleitni í að verja bankann falli. Þá eru sex ár liðin frá því brotið var framið. Að öllu þessu virtu þykir refsing ákærða Sigurjóns hæfilega ákveðin fangelsi í 12 mánuði, en ákærðu Ívars og Júlíusar fangelsi í 9 mánuði. Þykir rétt að binda hluta fangelsisrefsingar ákærðu skilorði, sem í dómsorði greinir, auk þess sem frá refsingu ákærðu Sigurjóns og Ívars dregst gæsluvarðhald sem þeir sættu við rannsókn málsins.

            Málsvarnarlaun verjenda ákærða Sindra Sveinssonar greiðast úr ríkissjóði, sem í dómsorði greinir. Ákærðu Sigurjón, Ívar og Júlíus greiði málsvarnarlaun verjenda sinna að hálfu, en að hálfu greiðist þau úr ríkissjóði, eins og nánar greinir í dómsorði. Við ákvörðun málsvarnarlauna hefur verið tekið tillit til virðisaukaskatts.

            Dómsuppsaga hefur dregist umfram fjögurra vikna frest samkvæmt 1. mgr. 184. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008, vegna umfangs málsins, en málflytjendur töldu ekki þörf á endurflutningi þess.

            Dóminn kváðu upp héraðsdómararnir Ragnheiður Harðardóttir, sem dómsformaður, Kolbrún Sævarsdóttir og Ólafur Ásgeirsson viðskiptafræðingur.

 

Dómsorð:

            Ákærði, Sindri Sveinsson, er sýkn af kröfum ákæruvaldsins.

            Ákærði, Sigurjón Þorvaldur Árnason, sæti fangelsi í 12 mánuði, en fresta skal fullnustu 9 mánaða af refsingunni og falli sá hluti hennar niður að liðnum 2 árum frá birtingu dómsins, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Gæsluvarðhald ákærða frá 14. til 21. janúar 2011 kemur til frádráttar refsingu.

            Ákærðu, Ívar Guðjónsson og Júlíus Steinar Heiðarsson, sæti hvor um sig fangelsi í 9 mánuði, en fresta skal fullnustu 6 mánaða af refsingu ákærðu og falli sá hluti hennar niður að liðnum 2 árum frá birtingu dómsins, haldi þeir almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Gæsluvarðhald ákærða Ívars frá 14. til 17. janúar 2011 kemur til frádráttar refsingu.

            Málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða Sindra, Reimars Péturssonar hrl., 14.512.820 krónur, og verjenda ákærða á rannsóknarstigi málsins, Brynjólfs Eyvindssonar hdl., 140.560 krónur, og Einars Þórs Sverrissonar hrl., 175.700 krónur, greiðast úr ríkissjóði.

Ákærði Sigurjón greiði að hálfu málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Sigurðar G. Guðjónssonar hrl., 39.075.680 krónur, en að hálfu skulu þau greidd úr ríkissjóði. Ákærði Ívar greiði að hálfu málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Jóhannesar Rúnars Jóhannssonar, 43.925.000 krónur, en að hálfu skulu þau greidd úr ríkissjóði. Ákærði Júlíus greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Helga Sigurðssonar hrl., 19.362.140 krónur, og þóknun verjenda sinna á rannsóknarstigi málsins, Sveins Andra Sveinssonar hrl., 245.980 krónur og Eiríks Svavarssonar hrl., 597.380 krónur, að hálfu en að hálfu skulu þau greidd úr ríkissjóði.

 

                                                                        Ragnheiður Harðardóttir

Kolbrún Sævarsdóttir

Ólafur Ásgeirsson