Dómstólar hafa það hlutverk að skera úr um ágreining milli aðila og hvort einstaklingar, lögaðilar eða opinberir aðilar hafi brotið gegn lögum. Starfsemi dómstiganna þriggja, héraðsdómstóla, Landsréttar og Hæstaréttar er fjölbreytt og verður hér að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar og fróðleik sem tengist starfseminni og samspili dómstiganna þriggja.