Aðgreining vinnu og einkalífs

Námskeið Vísdóms fyrir starfsmenn dómstólanna.

Starfsmenn dómstólanna verða oft vitni að málum og myndefni í störfum sínum sem reyna á. Slík mál geta haft áhrif á líðan fólks eftir að hurðinni er skellt í lok vinnudags og erfitt getur reynst að bægja þeim

frá sér. En eru til leiðir til að skilja vinnuna eftir í vinnunni? Hvernig getum við varið okkur og byggt upp varnarmúra gagnvart erfiðum málum?

 

Á námskeiðinu mun Sjöfn Evertsdóttir sálfræðingur fjalla um afleidd áföll, ”burnout”, og áfallaeinkenni sem starfsmenn dómstólanna þurfa að vera meðvitaðir um og geta haft áhrif á einkalíf þeirra.

 

Fyrirlesari: Sjöfn Evertsdóttir sálfræðingur og sérfræðingur í klínískri sálfræði hjá Áfalla- og sálfræðimiðstöðinni slf. 

Hvar: dómstólasýslan, Suðurlandsbraut 14, 3. hæð.

Hvenær: Fimmtudaginn 23. maí kl. 15.00-17.00.

Skráning hér

-----

Vorganga og sögustund í Elliðaárdalnum 5. júní:

Ástríðumorð og laxakistur Thomsen kaupmanns

Dómstólasýslan býður starfsmönnum dómstólanna og fylgifiskum í göngu um Elliðaárdalinn miðvikudagskvöldið 5. júní.

Eyrún fræðslu- og upplýsingastjóri dómstólasýslunnar mun segja sögur af ástríðumorði í Elliðaárdalnum, laxakistum Thomsen kaupmanns og þegar það varð ljós í Reykjavíkurhreppi með meiru. Velkomið er að taka með sér maka og börn en fjöldi takmarkast við 30 manns.

Reikna má með að gangan taki rúmlega klukkustund. Hittumst fyrir utan Topphúsið í Elliðaárdal kl. 20.00,

Skráning hér

-------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Alþjóðleg námskeið