Framburður vitna í sakamálum

-Fyrir dómara og aðstoðarmenn dómara

Fjallað verður um mat á trúverðugleika vitna í sakamálum og þá þætti sem geta haft áhrif á mat á sönnunargildi munnlegs framburðar. Hvernig verða minningar til og hvaða áhrif hafa stress eða óöryggi á vitni? Einnig verður fjallað um þau atriði sem geta haft áhrif (spilliáhrif) á framburði  svo og um sannprófanir á vitnum og sakborningum. Þá verður fjallað um forræði málsaðila á því hvaða vitni verði leidd í einkamálum og sakamálum og um heimildir dómara til að hafna skýrslugjöf fyrir dómi.  Loks verður fjallað um ýmis atriði sem varða framkvæmd skýrslugjafar með hliðsjón af meginreglunum um málsforræði og jafnræði aðila. Meðal annars verður fjallað um hlutverk dómara, þ.m.t. sérfróðra meðdómsmanna hvað varðar að bera fram spurningar til ákærðu, aðila og vitna og hvernig best er fyrir dómara að taka á mótmælum lögmanns við einstökum spurningum frá lögmanni gagnaðila.  

 

Fyrirlesarar:  Jón Friðrik Sigurðsson sálfræðingur og prófessor við Háskólann í Reykjavík og Sigurður Tómas Magnússon dómari við Landsrétt.

Hvenær:          Þriðjudaginn 19. mars kl. 15.15-17.15

Hvar:               Í fundarsal dómstólasýslunnar, Suðurlandsbraut 14, 108 Reykjavík. Einnig er hægt að vera á fjarfundi.

Verð fer eftir fjölda þátttakenda á námskeiði en væntanlega í kringum kr. 10.000,-

Skráning hér

-------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

SEND seminar fyrir dómara

Dagana 8. - 10. maí verður haldið SEND seminar á Íslandi. 
Upplýsingar um dagskrá: SEND seminar Island mai 2019-progam.pdf

Skráning hér

-------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Alþjóðleg námskeið