L-málin

Námskeið fyrir dómara þar sem fjallað verður um L-málin út frá sjónarhorni geðlæknisfræðinnar og Geðhjálpar.

Farið verður yfir hvernig læknar leggja mat á skjólstæðinga sína í lögræðismálum. Hvað þarf að koma til að læknar meti rétt að svipta fólk lögræði? Hvað eru geðrofeinkenni og líkamlegar ranghugmyndir? Hvernig verða einstaklingar innsæislausir um sjúkdóm sinn og hvað þýðir að menn séu ekki færir að ráða persónulegum högum sínum í læknisfræðinni, t.d vegna geðsjúkdóms eða ávana og fíkniefna?

 

Þá verður fjallað um sýn Geðhjálpar á þennan málaflokk, meðal annars með hliðsjón af samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og nýtt frumvarp til laga um fyrirframgefna ákvarðanatöku fyrir þá sem eiga á hættu að missa sjálfsákvörðunarrétt sinn vegna ýmissa skerðinga.

 

Fyrirlesarar: Kristinn Tómasson embættis- og geðlæknir og Anna Gunnhildur Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Geðhjálpar.

Hvar: dómstólasýslan, Suðurlandsbraut 14, 3. hæð.

Hvenær: Fimmtudaginn 16. maí kl. 15.00-17.00.

Skráning hér

Aðgreining vinnu og einkalífs

Námskeið Vísdóms fyrir starfsmenn dómstólanna.

Starfsmenn dómstólanna verða oft vitni að málum og myndefni í störfum sínum sem reyna á. Slík mál geta haft áhrif á líðan fólks eftir að hurðinni er skellt í lok vinnudags og erfitt getur reynst að bægja þeim

frá sér. En eru til leiðir til að skilja vinnuna eftir í vinnunni? Hvernig getum við varið okkur og byggt upp varnarmúra gagnvart erfiðum málum?

 

Á námskeiðinu mun Sjöfn Evertsdóttir sálfræðingur fjalla um afleidd áföll, ”burnout”, og áfallaeinkenni sem starfsmenn dómstólanna þurfa að vera meðvitaðir um og geta haft áhrif á einkalíf þeirra.

 

Fyrirlesari: Sjöfn Evertsdóttir sálfræðingur og sérfræðingur í klínískri sálfræði hjá Áfalla- og sláfræðimiðstöðinni slf. 

Hvar: dómstólasýslan, Suðurlandsbraut 14, 3. hæð.

Hvenær: Fimmtudaginn 23. maí kl. 15.00-17.00.

Skráning hér

SEND seminar fyrir dómara

Dagana 8. - 10. maí verður haldið SEND seminar á Íslandi. 
Upplýsingar um dagskrá: SEND seminar Island mai 2019-progam.pdf

Skráning hér

-------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Alþjóðleg námskeið