Fagráð gegn einelti og áreitni

Í stefnu og viðbragðsáætlun dómstólasýslunnar um einelti, kynferðislega og kynbundna áreitni og ofbeldi á vinnustað, sem kynnt var á dögunum, er gert ráð fyrir óháðu fagráði þriggja aðila sem munu taka á þeim málum sem upp kunna að koma hjá dómstólunum.

Margrét María Sigurðardóttir lögfræðingur, forstjóri Þjónustu– og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskertra og daufblinda hefur tekið að sér að vera formaður ráðsins en auk hennar verða Sjöfn Evertsdóttir sálfræðingur hjá Áfalla– og sálfræðimiðstöðinni og Dr. Hörður Þorgilsson hjá Betri líðan sálfræðiþjónustu í ráðinu. 

Námskeið fyrir stjórnendur dómstólanna var haldið fyrir stuttu þar sem farið var yfir stefnuna. Attentus – mannauður og ráðgjöf ehf. var dómstólasýslunni innan handar við gerð stefnunnar og sá Sigríður Þorgeirsdóttir ráðgjafi um kennsluna.