Starfsemi dómstóla frá og með 4. maí

Frá og með 4. maí nk. mun starfsemi dómstólanna færast í eðlilegt horf eins og unnt er með hliðsjón af auglýsingu heilbrigðisráðherra nr. 360/2020. Þannig verði ekki fleiri en 50 einstaklingar á sama tíma inni í sama rými og 2ja metra fjarlægð sé tryggð á milli einstaklinga.  
Lögð verður áhersla á það að nýta tæknilausnir í starfseminni svo sem við fyrirtökur mála og sendingu gagna til þess að takmarka enn frekar samneyti fólks.