Sóttvarnaraðgerðir dómstólanna

Sóttvarnaraðgerðir dómstólanna

Starfsemi dómstólanna verður með eðlilegum hætti eins og unnt er með hliðsjón af reglugerð nr. 7/2022 um takmörkun á samkomum vegna farsóttar sem gildir til og með 2. febrúar nk. sem og að teknu tilliti til neyðarstigs almannavarna eins og verið hefur.
Það er hvers og eins dómstóls að tryggja það að reglur um fjölda- og nálægðartakmörkun séu virtar innan veggja dómstólsins til samræmis við gildandi reglur þar um.
Samkvæmt reglugerð nr. 7/2022 eru störf dómstóla undanskilin fjöldatakmörkunum þegar dómstólar fara með dómsvald sitt. Þá kveður 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar á um 2 metra nálægðartakmörkun milli einstaklinga sem ekki eru í nánum tengslum.
Heilbrigðisráðherra hefur veitt dómstólunum undanþágu frá 1. mgr. 4. gr. reglugerðar nr. 7/2022 þannig að heimilt er að viðhafa 1 metra á milli dómenda starfsfólks dómstóla, lögmanna, saksóknara, vitna og aðila máls í dómsölum þegar því verður ekki við komið að halda 2 metra nálægðartakmörkun. Undanþágan tekur til allra þeirra sem þurfa að vera viðstaddir í dómsal.
 
Reglugerð nr. 7/2022 um takmörkun á samkomum vegna farsóttar.