Starfsmenntunarsjóður dómara starfar á grundvelli ákvörðunar kjararáðs 17. desember 2015 um laun og starfskjör dómara. Til sjóðsins rennur fjárhæð úr ríkissjóði sem svarar til 0,92% af heildarlaunum hvers dómara.
Hlutverk sjóðsins er að styðja við símenntun dómara.
Í stjórn sjóðsins sitja þrír fulltrúar skipaðir af dómsmálaráðherra. Einn er skipaður af dómsmálaráðherra án tilnefningar en hann er jafnframt formaður sjóðsins. Hinir tveir eru skipaðir samkvæmt tilnefningu Hæstaréttar Íslands og dómstólasýslunnar.
Í stjórn starfsmenntunarsjóðs sitja:
Friðrik Árni Friðriksson Hirst, Lagastofnun Háskóla Íslands
Hjördís Hákonardóttir fv. hæstaréttardómari.
Kristín Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar.
»Úthlutunarreglur starfsmenntunarsjóðs dómara.
»Umsóknareyðublað