Hlutverk dómstólasýslunnar felst meðal annars í því að:

  • Leggja mat á og gera tillögu til ráðherra um nauðsynlegar fjárveitingar til dómstólanna,
  • Ákveða fjölda héraðsdómara og annarra starfsmanna við hvern héraðsdómstól,
  • Veita dómurum leyfi og skipuleggja símenntun dómara og annarra starfsmanna dómstólanna,
  • Vera í fyrirsvari fyrir sameiginlega stjórnsýslu dómstólanna og koma fram gagnvart stjórnvöldum, fjölmiðlum og öðrum í þágu dómstólanna sameiginlega,
  • Fara með yfirstjórn upplýsingamála og tæknimála við dómstólana og annast þróun þeirra,
  • Safna saman og birta upplýsingar um fjölda og afgreiðslu mála við dómstóla og gefa út ársskýrslu um starfsemi sína og dómstólanna,
  • Stuðla að samræmingu og hafa eftirlit með framkvæmd reglna um málaskrár dómstóla, þingbækur, atkvæðabækur, búnað til upptöku á hljóði og mynd í þinghöldum, dómabækur og varðveislu málsskjala og upptaka í þinghöldum hjá dómstólum,
  • Gera tillögur um hvað eina sem getur orðið til úrbóta í störfum dómstóla og löggjöf sem um þá gilda.
»Stefna dómstólasýslunnar
»Fræðslustefna dómstólasýslunnar
»Upplýsingaöryggisstefna dómstólasýslunnar
»Loftslagsstefna dómstólasýslunnar

 

Stjórn dómstólasýslunnar skipa:

Sigurður Tómas Magnússon  hæstaréttardómari, formaður. Varamaður hans er Ingveldur Einarsdóttir hæstaréttardómari.

Hervör Þorvaldsdóttir, forseti Landsréttar. Varamaður hennar er Davíð Þór Björgvinsson, landsréttardómari.

Lilja Björk Sigurjónsdóttir, gæðastjóri. Varamaður hennar er Erna Björt Árnadóttir, aðstoðarmaður dómara. 

Halldór Björnsson, héraðsdómari. Varamaður hans er Arnaldur Hjartarson, héraðsdómari. 

Lúðvík Örn Steinarsson, lögmaður. Varamaður hans er Þyrí Halla Steingrímsdóttir, lögmaður. 

»Fundargerðir stjórnar

 

Framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar er Kristín Haraldsdóttir.

»Starfsmenn dómstólasýslunnar

 

»Fyrirvari um birtingar efnis á heimasíðu dómstólasýslunnar