Stefna dómstólasýslunnar

byggist meðal annars á hlutverki stofnunarinnar og stjórnar hennar á grundvelli ákvæða laga um dómstóla nr. 50/2016. 

Í stefnunni er hlutverk og forgangsröðun verkefna dómstólasýslunnar skilgreind út frá fjórum meginþáttum; þjónustu, verklagi, mannauði og fjármálum, ásamt því að byggt er á gildum um sjálfstæði, traust, skilvirkni og gæði. 

Með stefnunni fylgir áætlun þar sem aðgerðir til þess að ná settum markmiðum eru skilgreindar, tilgreint hver ber ábyrgð á framkvæmdinni, ásamt því að þegar við á eru settir mælikvarðar í þeim tilgangi að meta árangur.

»Stefna dómstólasýslunnar 2018-2022.pdf