Á K V Ö R Ð U N
dómstólasýslunnar um skjöl sem berast skuli dómstóli í gegnum réttarvörslugátt
- Öll skjöl í eftirtöldum málum skulu berast Landsrétti um réttarvörslugátt:
a. Kærðum sakamálum þar sem krafist er endurskoðunar úrskurða í rannsóknarmálum samkvæmt 1. mgr. 102. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála.
- Öll skjöl í eftirtöldum málum skulu berast héraðsdómstólum um réttarvörslugátt:
a. Rannsóknarmálum samkvæmt 1. mgr. 102. gr. laga nr. 88/2008.
b. Ákærumálum sem eingöngu lúta að umferðalagabrotum.
- Í málum þar sem ákært er fyrir önnur brot samhliða umferðalagabrotum er ákæruvaldinu heimilt að senda ákæru ásamt öðrum skjölum til héraðsdómstóls um réttarvörslugátt. Skulu þá öll skjöl verjanda og réttargæslumanns einnig send í gegnum réttarvörslugátt.
- Ákvörðun þessi er tekin á grundvelli 2. mgr. b-liðar 3. gr. og 2. mgr. c-liðar 3. gr. reglna dómstólasýslunnar um form, afhendingarmáta og staðfestingu skjala í dómsmálum nr. 1662/2024.
Þannig samþykkt, 25. febrúar 2025.
Kristín Haraldsdóttir,
framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar