Námskeið fyrir nýskipaða héraðsdómara

Dagana 22. janúar til 25. janúar nk. stendur dómstólasýslan fyrir námskeiðum fyrir nýskipaða héraðsdómara. Farið verður yfir stjórnun þinghalda, samningu dóma í einkamálum og sakamálum ásamt því að nýsamþykktar siðareglur Dómarafélags Íslands verða kynntar.