Arnaldur Hjartarson skipaður dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur

Þann 17. nóvember sl. var auglýst laust til umsóknar embætti dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur.  

Umsóknarfrestur var til 11. desember og alls bárust 31 umsóknir. Sex umsækjendur, sem skipaðir höfðu verið í embætti héraðsdómara frá 9. janúar sl., drógu umsóknir sínar til baka.

Samkvæmt niðurstöðu dómnefndar um hæfni umsækjenda um embætti dómara, frá 9. febrúar sl., var Arnaldur Hjartarson metinn hæfastur og var hann skipaður í embætti í dag.