Fundur með umboðsmanni barna

Umboðsmaður barna kom á fund stjórnar dómstólasýslunnar þar sem rætt var hvernig gæta má betur að hagsmunum barna við meðferð mála fyrir dómstólum. Umboðsmaður barna lagði áherslu á mikilvægi þess að persónuvernd væri tryggð við birtingu dóma sem varða alvarleg brot gegn börnum. Dómstólasýslan og umboðsmaður barna munu verða í góðu samstarfi varðandi þau atriði sem snúa að því að gæta að hagsmunum barna.