Starfsdagur dómstólanna 2018

Miðvikudaginn 9. maí 2018 stendur dómstólasýslan fyrir starfsdegi dómstólanna. Efni starfsdagsins í ár er persónuvernd og mun forstjóri Persónuverndar og aðrir starfsmenn stofnunarinnar leiða fræðslu sem sérsniðin verður að starfsemi dómstólanna, m.a. í tengslum við hina nýju persónuverndarlöggjöf Evrópuþingsins- og ráðsins (ESB) sem kemur til framkvæmda í Evrópu þann 25. maí 2018.