Myndir o.fl. frá starfsdegi dómstólanna 2018

Á starfsdegi dómstólanna fór Persónuvernd meðal annars yfir túlkun helstu meginreglna, til hvers ber að líta við samningu og birtingu dóma, birtingu dagskrár og hvers ber að gæta við meðferð beiðna um aðgang að upplýsingum og gögnum dómstólanna. Í kjölfar starfsdagsins mun Persónuvernd einnig funda sérstaklega með starfshópi sem vinnur nú að samningu sameiginlegra reglna um birtingu dóma og dagskrár dómstólanna.