Opið hús dómstólasýslunnar

Þann 14. júní sl. bauð dómstólasýslan öllum starfsmönnum dómstólanna, ásamt helstu samstarfsaðilum, á opið hús í nýjum húsakynnum dómstólasýslunnar að Suðurlandsbraut 14. Þar gafst gestum tækifæri á að koma saman og kynna sér starfsemina og þau verkefni sem dómstólasýslan hefur haft með höndum frá stofnun hennar 1. janúar sl. og þau verkefni sem fyrir liggja samkvæmt stefnu dómstólasýslunnar fyrir árin 2018 til 2022.