Fyrsta námskeið haustsins hjá dómstólunum

Starfsfólk dómstólanna undirbýr sig nú undir nýja tíma með námskeiðslínu er nefnist „Nýjasta tækni og vísindi“. Fyrsta námskeiðið var haldið miðvikudaginn 3. október síðastliðinn um fjórðu iðnbyltinguna sem er handan við hornið. Ólafur Andri Ragnarsson tölvunarfræðingur og aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík fjallaði um þær tæknibreytingar sem er handan við hornið og með hvaða hætti lögfræðingar geta búið sig undir framtíðina.

Um 20 manns sóttu námskeiðið en boðið var upp á fjarfund fyrir þá sem ekki áttu heimangegnt.

 
 
 
 
 
 
 
 

Eyrún Ingadóttir fræðslu- og upplýsingarstjóri dómstólasýslunnar og Ólafur Andri Ragnarsson tölvunarfræðingur og aðjúnkt við lagadeild Háskólans í Reykjavík.