Hádegisverðarfundur um mannréttindi

Róbert R. Spanó dómari við Mannréttindadómstól Evrópu fjallaði um þær grundavallarreglur sem gilda um tengsl MDE og landsdómstóla aðildarríkja Evrópuráðsins á hádegisverðarfundi dómstólasýslunnar og Lögmannafélags Íslands föstudaginn 2. nóvember sl. Einnig velti hann upp spurningum um hvernig til hefði tekist við að samræma réttarvernd sem MSE veitir annars vegar og landslög hins vegar, hvernig lögmenn og íslenskir dómstólar hefðu brugðist við í störfum sínum.
Um 80 manns sátu fundinn.

Róbert Ragnar Spanó, dómari við Mannréttindadómstól Evrópu.

Berglind Svavarsdóttir formaður Lögmannafélags Íslands.