Lettar, lögregla og framburður vitna

Í síðustu viku var mikið um að vera hjá dómstólasýslunni þar sem góðir gestir komu í heimsókn, við stóðum sjálf fyrir heimsókn og héldum svo námskeið fyrir dómara og aðstoðarmenn um framburð vitna í sakamálum. 

 

Lettar

Fulltrúar dómskerfis Lettlands komu í heimsókn til Íslands til að kynna sér hvernig réttarkerfið tekur á netglæpum. Þetta voru þær Vita Rūsiņa, héraðsdómari í Riga, Laura France héraðsdómari í Jelgava, Dace Ezeriete, alþjóðafulltrúi dómstólasýslunnar í Lettlandi og Kristīna Muciņa upplýsingastjóri dómstólasýslunnar í Lettlandi. Þær heimsóttu dómstólasýsluna, lögregluna, héraðssaksóknara og Héraðsdóm Reykjavíkur.

  

 

 

 

 

 

Lögregla

Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins tók á móti hópnum ásamt Karli Steinari Valssyni yfirlögregluþjóni.

Starfsmenn dómstólanna heimsóttu rannsóknar- og tæknideild lögreglunnar og fengu að skyggnast inn í tækniveröld hennar; hvernig lögreglan framkvæmir rannsóknir og tryggir sönnunargögn í málum. Þrívíddarskanni sem notaður er við rannsóknir mála vakti ómælda athygli enda flýtir hann mikið fyrir rannsóknum á vettvangi. Þá var hópnum sýnt tæki sem sogar upp DNA-sýni, sáu svo eftirfararbúnað og eftirlitsmyndavélakerfi en vélum hefur fjölgað mikið á höfuðborgarsvæðinu síðasta árið. Heimsóknin var afar fróðleg.

 

 

 

 

 

 

 

 

Framburður vitna

Um 25 dómarar og aðstoðarmenn dómara komu á námskeið um framburð vitna í sakamálum sem þeir Jón Friðrik Sigurðsson sálfræðingur og prófessor við Háskólann í Reykjavík, og Sigurður Tómas Magnússon dómari við Landsrétt og formaður réttarfarsnefndar héldu.