Nýtt málaskrárkerfi

Nýtt málaskrárkerfi héraðsdómstólanna hefur verið tekið í notkun en vinna við gerð þess og innleiðingu hefur staðið yfir frá ársbyrjun 2018. Eldra kerfið var að grunni til frá árinu 1992 og hafði því þjónað dómskerfinu lengi.

Héraðsdómstólarnir og Landsréttur eru þannig með sambærileg málaskrárkerfi sem eykur hagræði og skilvirkni við rekstur dómsmála m.a með því að nú er byrjað að senda kærumál rafrænt milli dómstiga. Með nýju málaskrárkerfi er grunnur lagður að rafrænni málsmeðferð og nútímalegri vinnubrögðum í dómskerfinu. Þess má geta að starfsmenn dómstólanna ákváðu að nýja málaskrárkerfið fengi nafnið AUÐUR, nefnt eftir fyrstu konunni sem var skipuð dómari, Auði Þorbergsdóttur.