Gestir frá Noregi

Dagana 7. og 8. janúar síðastliðinn komu fimm fulltrúar frá norsku dómstólanefndinni í heimsókn til dómstólasýslunnar. Hópinn skipuðu þau Steinar Juel, Nils Engstad, Terese Smith, Kristina Fiskum og Martin Eiebakke.
Tilgangur heimsóknarinnar var að kynna sér dómskerfið, skipanaferli dómara, fjármögnun dómstóla og fleira. Ólöf Finnsdóttir framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar tók á móti gestunum ásamt Kristínu Haraldsdóttur stjórnarmanni dómstólasýslunnar. 
Sama dag lá leið nefndarinnar til Hæstaréttar þar sem dómararnir Þorgeir Örlygsson, Benedikt Bogason og Sigurður Tómas Magnússon tóku á móti hópnum.  Þann 8. janúar buðu þau Hervör Þorvaldsdóttir forseti Landsréttar og Davíð Þór Björgvinsson varaforseti nefndinni í heimsókn í Vesturvör í Kópavogi. 

Frá heimsókn norsku dómstólanefndarinnar til Landsréttar.