Sóttvarnaraðgerðir dómstólanna


Starfsemi dómstólanna verður með eðlilegum hætti eins og unnt er með hliðsjón af reglugerð nr. 1015/2020 um takmörkun á samkomum vegna farsóttar sem gildir til og með 10. nóvember nk.

Það er hvers og eins dómstóls að tryggja það að reglur um fjölda- og nálægðartakmörkun séu virtar innan veggja dómstólsins til samræmis við gildandi reglur þar um.

Samkvæmt reglugerð nr. 1015/2020 eru störf dómstóla undanskilin fjöldatakmörkunum þegar dómstólar fara með dómsvald sitt. Þá kveður 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar á um 2 metra nálægðartakmörkun milli einstaklinga sem ekki eru í nánum tengslum.

Heilbrigðisráðherra hefur veitt dómstólunum undanþágu frá 1. mgr. 4. gr. reglugerðar nr. 1015/2020 þannig að heimilt er að viðhafa 1 metra á milli dómenda og annars starfsfólks dómstóla í dómsölum þegar því verður ekki við komið að halda 2 metra nálægðartakmörkunum.

 
Frumvarp um framlengingu bráðabirgðaheimilda hefur verið birt á vef Alþingis.  Dómstólasýslan bindur vonir við að frumvarpið muni hljóta skjóta þinglega meðferð

Reglugerð nr. 966/2020 um (1.) breytingu á reglugerð nr. 957/2020