Endurupptökudómur lauk 27 málum á árinu 2021

Endurupptökudómur lauk 27 málum á árinu 2021
Í málaskrá Endurupptökudóms voru skráð 41 mál á árinu 2021, þar af 20 beiðnir vegna einkamála og 21 beiðni vegna sakamála.

Úrlausnir sem óskað var endurupptöku á voru frá:
Hæstarétti 18
Landsrétti 12
Héraðsdómi 11

Samtals 27  málum er lokið:
Beiðni hafnað          11
Beiðni samþykkt      6
Beiðni vísað frá        7
Beiðni afturkölluð    3

Af 24 úrskurðum hafa 11 verið kveðnir upp án þess að gagnaöflun hafi farið fram (beiðni bersýnilega ekki á rökum reist), en í 13 tilvikum hefur gagnaöflun farið fram.

Samtals hafa 24 úrskurðir verið birtir á heimasíðu Endurupptökudóms.