Eiríkur Jónsson kjörinn varaforseti Landsréttar

Á fundi landsréttardómara 23. maí 2024 var Eiríkur Jónsson kjörinn varaforseti Landsréttar frá 1. september 2024 til 1. ágúst 2027. Hann tekur við sem varaforseti af Davíð Þór Björgvinssyni landsréttardómara sem lætur af störfum að eigin ósk.

Eiríkur var skipaður landsréttardómari árið 2019 en fram að því starfaði hann sem deildarforseti lagadeildar Háskóla Íslands.