Reglur um form, afhendingarmáta og staðfestingu skjala í dómsmálum
Stjórn dómstólasýslunnar samþykkti nýverið reglur um form, afhendingarmáta og staðfestingu skjala í dómsmálum nr. 8/2024 sem tóku gildi 1. júlí sl. og birtar voru í B-deild stjórnartíðinda 28. júní 2024 undir númerinu 760/2024 . Reglurnar tóku gildi samhliða lögum nr. 53/2024 um ýmsar breytingar á réttarfarslöggjöf og eru settar samkvæmt heimild í g-lið 2. mgr. 15. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991 og g-lið 2. mgr. 17. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008 og eru bindandi.
Reglurnar taka til forms og afhendingar hvers kyns skjala til dómstóla í dómsmálum og er sérstaklega vakin athygli á því að áfram ber að afhenda dómstólum tilskilinn fjölda eintaka á pappír þegar um önnur mál en svokölluð rannsóknarmál er að ræða, sbr. 3. gr. reglnanna.