Fræðslustefna
Fræðslustefna dómstólasýslunnar
Það er lögbundið hlutverk dómstólasýslunnar að skipuleggja símenntun dómara og annarra starfsmanna dómstólanna. Í stefnu dómstólasýslunnar er lögð áhersla á að starfsmenn byggi upp og auki hæfni sína með markvissri símenntun. Dómstólasýslan býður starfsfólki upp á fræðslu og þjálfun sem eykur hæfni, færni og ánægju í starfi. Lögð er áhersla að hjá dómstólunum starfi metnaðarfullt, hæft og ánægt starfsfólk.
Dómstólasýslan
• Vinnur þarfagreiningu fyrir þjálfun dómara í samráði við fræðsluráð dómara
• Vinnur þarfagreiningu fyrir þjálfun starfsmanna í samráði við fræðslunefnd
• Vinnur þarfagreiningu með stjórnendum dómstólanna fyrir þjálfun annarra starfsmanna dómstólanna
Ábyrgð og hlutverk dómara og dómstólasýslunnar
Skv. 3. mgr. 43. laga um dómstóla ber dómurum að leitast við að halda við þekkingu sinni í lögum. Þeim skal gefinn kostur á námsleyfi og stuðningi til símenntunar en dómstólasýslan setur nánari reglur þar um. Dómstólasýslan skipuleggur símenntun starfsmanna í þjónustu dómstólanna á grundvelli þarfagreiningar.
• Dómurum ber að leitast við að halda við þekkingu sinni í lögum
• Dómstólasýslan veitir dómurum námsleyfi sem þeir eiga rétt til á launum skv. ákvæðum laga
• Dómarar eiga rétt til greiðslu úr starfsmenntunarsjóði til þess að standa straum af kostnaði við námskeið, námstefnur, ráðstefnur ofl. skv. ákvæðum laga og reglum stjórnar starfsmenntunarsjóðs dómara
Ábyrgð og hlutverk stjórnenda
Hlutverk stjórnenda felst m.a. í því:
• að koma ábendingum til dómstólasýslunnar um fræðsluþarfir
• að veita stuðning og hvetja starfsmenn til að bæta þekkingu sína
• að nýta starfsmannasamtöl til að ræða þróun á þjálfun og fræðslu til samræmis við
þarfir dómstólanna
Ábyrgð og hlutverk starfsmanna
Hlutverk starfsmanna felst m.a. í því:
• að mæta breyttum kröfum vegna nýjunga
• að sýna frumkvæði við að nýta sér fræðslu
• að greina eigin fræðsluþarfir og koma þeim á framfæri við stjórnendur
• að vera undir það búnir að þjálfa sig til nýrra verkefna
Hlutverk fræðslustjóra dómstólasýslunnar
Fræðslustjóri dómstólasýslunnar hefur umsjón með og heldur utan um þarfagreiningu fyrir fræðslu dómara og starfsmanna dómstólanna og vinnur aðgerðaráætlun í kjölfarið. Fræðslustjóri fundar með fræðsluráði dómara árlega sem og fræðslunefnd almennra starfsmanna dómstólanna.
Hægt er að koma með ábendingar um efni og sérsniðna fræðslu á netfangið domstolasyslan@domstolasyslan.is
Fræðslustefna skal endurskoðuð á 3ja ára fresti.
Dómstólasýslan 19. mars 2020.