Rafrænar sendingar gagna

Hægt er að senda gögn með rafrænum hætti í gegnum vefgátt dómstólanna. Um er að ræða sameiginlega vefgátt héraðsdómstólanna,  Landsréttar og dómstólasýslunnar.

Héraðsdómstólarnir og Landsréttur munu nota þessa vefgátt til þess að senda og taka á móti rafrænum gögnum með öruggum hætti, þar til sameiginleg réttarvörslugátt dómstólanna verður komin í fulla virkni.

Slóðin á vefgáttina er https://vefgatt.domstolar.is en nauðsynlegt er að nota rafræn skilríki til þess að skrá sig inn.

Hér fyrir neðan eru leiðbeiningar um móttöku gagna sem send eru frá dómstól og innsendingu gagna til dómstóls.

Leiðbeiningar